Sögulega lág fæðingartíðni geti haft efnahagslegar afleiðingar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. maí 2023 19:00 Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Fæðingartíðni lækkaði sögulega á milli ára og hefur aldrei verið lægri en í fyrra. Prófessor í hagfræði segir að ef fram heldur sem horfir geti efnahagslegar afleiðingar orðið talsverðar. Árið 2022 fæddist 4.391 barn sem er mikil fækkun frá árinu 2021 þegar 4.879 börn komu í heiminn. Þetta er mesta fækkun á lifandi fæddum börnum sem hefur átt sér stað milli ára frá 1838 eða fækkun upp á 488 börn. Fæðingartíðni lækkaði sögulega á milli ára og hefur aldrei verið lægri en í fyrra. Það getur haft margvísleg áhrif.grafík/sara Ýmislegt getur skýrt lækkandi fæðingartíðni, en í rannsókn sem hópur fræðafólks við Háskóla Íslands vann að kemur fram að ungar konur upplifi foreldrahlutverkið kvíðavaldandi og sjá ekki hvernig þær eigi að uppfylla þær vaxandi kröfur sem gerðar eru til þeirra í samfélagi lífsgæðakapphlaups. Minna til skiptanna fyrir hvern og einn Prófessor í hagfræði segir langtíma þróun á fæðingartíðni hafa talsverð áhrif á samfélagsgerðina. Fyrirsjáanlega verði færri í hverri kynslóð sem þýði að á endanum verði fáir á vinnufærum aldri og hlutfallslega margir á eftirlaunum. Ef fram heldur sem horfir geti slíkt haft margvísleg efnahagsleg- og félagsleg áhrif. „Það verða fáir að vinna miðað við þá sem búa á landinu og nota vörur og þjónustu þannig það verður minna til skiptanna fyrir hvern og einn. Svo er þetta líka álag fyrir lífeyriskerfi, jafnvel þó þau séu með sjóðssöfnun eins og það íslenska, að þá er það töluvert átak að framfleyta kynslóðum þegar þær eru svona mis stórar,“ segir Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði. Hagstofan birti í morgun upplýsingar um fæðingartíðni árið 2022.grafík/sara Lækkandi fæðingartíðni er einnig áberandi í nágrannalöndum þar sem fæðingartíðni er víða lægri en hér. Hún er þó lægst í fjarlægari löndum á borð við Japan og Suður-Kóreu. „Og þar hefur þetta haft bara veruleg áhrif á hagkerfið og er svona til dæmis hluti af skýringunni á því að Japan telst ekki lengur það efnahags stórveldi sem það var fyrir nokkrum áratugum.“ Ýmislegt geti breytt myndinni, til dæmis flutningur fólks til landsins en ungt fólk á þrítugsaldri er áberandi í hópi þeirra fjölmörgu sem flytja til landsins, sem hafi yngt aldursdreifingu íbúa. „Það eru bara einfaldlega mun fleiri á vinnufærum aldri á Íslandi. Bæði absalút og hlutfallslega heldur en væri ef þessi flutningur hefði ekki verið til landsins.“ Efnahagsmál Börn og uppeldi Félagsmál Frjósemi Mannfjöldi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Árið 2022 fæddist 4.391 barn sem er mikil fækkun frá árinu 2021 þegar 4.879 börn komu í heiminn. Þetta er mesta fækkun á lifandi fæddum börnum sem hefur átt sér stað milli ára frá 1838 eða fækkun upp á 488 börn. Fæðingartíðni lækkaði sögulega á milli ára og hefur aldrei verið lægri en í fyrra. Það getur haft margvísleg áhrif.grafík/sara Ýmislegt getur skýrt lækkandi fæðingartíðni, en í rannsókn sem hópur fræðafólks við Háskóla Íslands vann að kemur fram að ungar konur upplifi foreldrahlutverkið kvíðavaldandi og sjá ekki hvernig þær eigi að uppfylla þær vaxandi kröfur sem gerðar eru til þeirra í samfélagi lífsgæðakapphlaups. Minna til skiptanna fyrir hvern og einn Prófessor í hagfræði segir langtíma þróun á fæðingartíðni hafa talsverð áhrif á samfélagsgerðina. Fyrirsjáanlega verði færri í hverri kynslóð sem þýði að á endanum verði fáir á vinnufærum aldri og hlutfallslega margir á eftirlaunum. Ef fram heldur sem horfir geti slíkt haft margvísleg efnahagsleg- og félagsleg áhrif. „Það verða fáir að vinna miðað við þá sem búa á landinu og nota vörur og þjónustu þannig það verður minna til skiptanna fyrir hvern og einn. Svo er þetta líka álag fyrir lífeyriskerfi, jafnvel þó þau séu með sjóðssöfnun eins og það íslenska, að þá er það töluvert átak að framfleyta kynslóðum þegar þær eru svona mis stórar,“ segir Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði. Hagstofan birti í morgun upplýsingar um fæðingartíðni árið 2022.grafík/sara Lækkandi fæðingartíðni er einnig áberandi í nágrannalöndum þar sem fæðingartíðni er víða lægri en hér. Hún er þó lægst í fjarlægari löndum á borð við Japan og Suður-Kóreu. „Og þar hefur þetta haft bara veruleg áhrif á hagkerfið og er svona til dæmis hluti af skýringunni á því að Japan telst ekki lengur það efnahags stórveldi sem það var fyrir nokkrum áratugum.“ Ýmislegt geti breytt myndinni, til dæmis flutningur fólks til landsins en ungt fólk á þrítugsaldri er áberandi í hópi þeirra fjölmörgu sem flytja til landsins, sem hafi yngt aldursdreifingu íbúa. „Það eru bara einfaldlega mun fleiri á vinnufærum aldri á Íslandi. Bæði absalút og hlutfallslega heldur en væri ef þessi flutningur hefði ekki verið til landsins.“
Efnahagsmál Börn og uppeldi Félagsmál Frjósemi Mannfjöldi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira