Örfáir þjóðarleiðtogar ekki boðað komu sína Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2023 14:53 Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, eru meðal þeirra sem hafa bókað komu sína til Íslands í næstu viku. AP Leiðtogar rúmlega fjörutíu af 46 aðildarríkjum Evrópuráðsins hafa boðað komu sína hingað til lands í næstu viku. Þeirra á meðal eru Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Komist leiðtogar ekki á fundinn mæta í flestum tilfellum utanríkisráðherrar í þeirra stað. Auk þeirra verða háttsettir embættismenn frá fimm áheyrnarríkjum Evrópuráðsins. Það eru Bandaríkin, Japan, Kanada, Mexíkó og Páfagarður. Stjórnendur helstu stofnana Evrópuráðsins munu einnig vera á fundinum. Leiðtogum Sameinuðu þjóðanna, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) og Evrópusambandsins hefur einnig verið boðið að sækja fundinn. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofunnar um fundinn sem haldinn verður í Hörpu dagana 16. og 17. maí. Ekki fengust svör við því leiðtogar hvaða ríkja væru ekki búnir að boða komu sína. Óljóst hvort Selenskí mætir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í síðustu viku að ekki væri ljóst hvort Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, myndi mæta á fundinn. Úkraína er í Evrópuráðinu en Katrín sagði að ef hann kæmist ekki myndu erindrekar frá Úkraínu í það minnsta mæta. Þetta sagði Katrín eftir að hún og aðrir leiðtogar Norðurlanda funduðu með Selenskí í Helsinki í síðustu viku. Sjá einnig: Ætla að kynna aukið framlag til Úkraínu fyrir leiðtogafundinn Innrás Rússa í Úkraínu verður til umræðu á fundinum og þar stendur meðal annars til að ræða um mögulega skrá yfir það tjón sem innrásin hefur valdið í Úkraínu. Einni Búist er við um níu hundruð fulltrúum á fundinn en þetta er í fjórða sinn frá því Evrópuráðið var stofnað fyrir 74 árum sem leiðtogar aðildarríkja koma saman með þessum hætti. Ísland fer með formennsku Evrópuráðsins. Mun hafa áhrif á daglegt líf borgarbúa Lögreglan birti í dag upplýsinar um lokun gatna við Hörpu á meðan á fundinum stendur og segir að ætla megi að fundurinn muni hafa nokkur áhrif á daglegt líf borgarbúa. Gera megi ráð fyrir umferðartöfum um allt höfuðborgarsvæðið vegna aksturs sendinefnda í lögreglufylgd um borgina. „Vegfarendum á höfuðborgarsvæðinu er því vinsamlegast bent á að áætla lengri ferðatíma en venjulega til að aka á milli staða dagana sem leiðtogafundurinn fer fram. Þetta á líka við um vegfarendur sem hyggjast aka um Reykjanesbraut, það er á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins þessa sömu daga, ekki síst flugfarþega.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Utanríkismál Þýskaland Frakkland Tengdar fréttir Kaupa skotvopn fyrir lögregluna fyrir leiðtogafundinn Skotvopn eru á meðal búnaðar sem keyptur hefur verið inn fyrir íslenska lögreglumenn í tengslum við öryggisgæslu á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Erlendir lögreglumenn sem aðstoða við öryggisgæsluna og erlendir öryggisverðir verða einnig vopnaðir. 5. maí 2023 07:00 „En okkur líkar við flugvélarnar ykkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stakk óvænt upp kollinum í Helsinki í Finnlandi í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum Norðurlanda. Honum var heitið auknum stuðningi frá Norðurlöndum en enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum. 3. maí 2023 21:50 Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10 Aukin hætta á netárásum vegna leiðtogafundarins Gera má ráð fyrir aukinni hættu á netárásum hér á landi dagana fyrir og á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Forstjóri Syndis telur ljóst að óprúttnir aðilar muni reyna að nýta sér fundinn til að valda usla. 26. apríl 2023 18:27 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Auk þeirra verða háttsettir embættismenn frá fimm áheyrnarríkjum Evrópuráðsins. Það eru Bandaríkin, Japan, Kanada, Mexíkó og Páfagarður. Stjórnendur helstu stofnana Evrópuráðsins munu einnig vera á fundinum. Leiðtogum Sameinuðu þjóðanna, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) og Evrópusambandsins hefur einnig verið boðið að sækja fundinn. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofunnar um fundinn sem haldinn verður í Hörpu dagana 16. og 17. maí. Ekki fengust svör við því leiðtogar hvaða ríkja væru ekki búnir að boða komu sína. Óljóst hvort Selenskí mætir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í síðustu viku að ekki væri ljóst hvort Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, myndi mæta á fundinn. Úkraína er í Evrópuráðinu en Katrín sagði að ef hann kæmist ekki myndu erindrekar frá Úkraínu í það minnsta mæta. Þetta sagði Katrín eftir að hún og aðrir leiðtogar Norðurlanda funduðu með Selenskí í Helsinki í síðustu viku. Sjá einnig: Ætla að kynna aukið framlag til Úkraínu fyrir leiðtogafundinn Innrás Rússa í Úkraínu verður til umræðu á fundinum og þar stendur meðal annars til að ræða um mögulega skrá yfir það tjón sem innrásin hefur valdið í Úkraínu. Einni Búist er við um níu hundruð fulltrúum á fundinn en þetta er í fjórða sinn frá því Evrópuráðið var stofnað fyrir 74 árum sem leiðtogar aðildarríkja koma saman með þessum hætti. Ísland fer með formennsku Evrópuráðsins. Mun hafa áhrif á daglegt líf borgarbúa Lögreglan birti í dag upplýsinar um lokun gatna við Hörpu á meðan á fundinum stendur og segir að ætla megi að fundurinn muni hafa nokkur áhrif á daglegt líf borgarbúa. Gera megi ráð fyrir umferðartöfum um allt höfuðborgarsvæðið vegna aksturs sendinefnda í lögreglufylgd um borgina. „Vegfarendum á höfuðborgarsvæðinu er því vinsamlegast bent á að áætla lengri ferðatíma en venjulega til að aka á milli staða dagana sem leiðtogafundurinn fer fram. Þetta á líka við um vegfarendur sem hyggjast aka um Reykjanesbraut, það er á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins þessa sömu daga, ekki síst flugfarþega.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Utanríkismál Þýskaland Frakkland Tengdar fréttir Kaupa skotvopn fyrir lögregluna fyrir leiðtogafundinn Skotvopn eru á meðal búnaðar sem keyptur hefur verið inn fyrir íslenska lögreglumenn í tengslum við öryggisgæslu á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Erlendir lögreglumenn sem aðstoða við öryggisgæsluna og erlendir öryggisverðir verða einnig vopnaðir. 5. maí 2023 07:00 „En okkur líkar við flugvélarnar ykkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stakk óvænt upp kollinum í Helsinki í Finnlandi í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum Norðurlanda. Honum var heitið auknum stuðningi frá Norðurlöndum en enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum. 3. maí 2023 21:50 Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10 Aukin hætta á netárásum vegna leiðtogafundarins Gera má ráð fyrir aukinni hættu á netárásum hér á landi dagana fyrir og á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Forstjóri Syndis telur ljóst að óprúttnir aðilar muni reyna að nýta sér fundinn til að valda usla. 26. apríl 2023 18:27 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Kaupa skotvopn fyrir lögregluna fyrir leiðtogafundinn Skotvopn eru á meðal búnaðar sem keyptur hefur verið inn fyrir íslenska lögreglumenn í tengslum við öryggisgæslu á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Erlendir lögreglumenn sem aðstoða við öryggisgæsluna og erlendir öryggisverðir verða einnig vopnaðir. 5. maí 2023 07:00
„En okkur líkar við flugvélarnar ykkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stakk óvænt upp kollinum í Helsinki í Finnlandi í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum Norðurlanda. Honum var heitið auknum stuðningi frá Norðurlöndum en enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum. 3. maí 2023 21:50
Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10
Aukin hætta á netárásum vegna leiðtogafundarins Gera má ráð fyrir aukinni hættu á netárásum hér á landi dagana fyrir og á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Forstjóri Syndis telur ljóst að óprúttnir aðilar muni reyna að nýta sér fundinn til að valda usla. 26. apríl 2023 18:27