Kaupa skotvopn fyrir lögregluna fyrir leiðtogafundinn Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2023 07:00 Vopnaðir lögreglumenn við Hörpu þegar Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Reykjavík árið 2021. Vísir/Vilhelm Skotvopn eru á meðal búnaðar sem keyptur hefur verið inn fyrir íslenska lögreglumenn í tengslum við öryggisgæslu á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Erlendir lögreglumenn sem aðstoða við öryggisgæsluna og erlendir öryggisverðir verða einnig vopnaðir. Um fjörutíu leiðtogar hafa staðfest komu sína á leiðtogafundinn sem fer fram í Hörpu dagana 16. og 17. maí. Viðburðurinn er sá stærsti af þessu tagi sem haldinn hefur verið á Íslandi. Gríðarleg öryggisgæsla verður vegna fundarins. Götum á stóru svæði í miðborginni verður lokað fyrir bílaumferð og svæðinu næst Hörpu fyrir allri umferð almennings. Íslenska lögreglan nýtur aðstoðar norræns lögregluliðs. Ríkisútvarpið sagði frá því í síðasta mánuði að um þrjú hundruð íslenskir lögreglumenn hefðu fengið þjálfun í meðferð skotvopna vegna leiðtogafundarins. Íslensk stjórnvöld standa straum af kostnaði við öryggisgæsluna sem er talinn nema á annan milljarð króna. Embætti ríkislögreglustjóra staðfestir í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis að fest hafi verið kaup á skotvopnum og öðrum búnaði fyrir fundinn. Að öðru leyti veitir embættið ekki upplýsingar um búnað lögreglu vegna fundarins fyrr en að honum loknum og vísað það til öryggisástæðna. Íslenskir lögreglumenn fylgja vopnuðum erlendum kollegum og lífvörðum Varðandi vopnaburð erlendra lögreglumanna segir ríkislögreglustjóraembættið að þeir verði undir stjórn íslenskrar lögreglu. Reglur um meðferð lögreglu á vopnum leyfa ríkislögreglustjóra að heimila erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf hér á landi svo lengi sem þeir starfa undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum hennar um vopnaburð og vopn. Vopnaðir öryggisverðir fylgja einnig sendinefndum sumra ríkjanna á fundinum. Sömu reglur og skilyrði gilda um þá og erlendu lögreglumennina. Ríkislögreglustjóri segir að fyrirkomulagið með þá verði sambærilegt við stakar heimsóknir þjóðarleiðtoga með vopnaða verði á liðnum árum. Verðirnir verði undir stjórn og í fylgd vopnaðra íslenskra lögreglumanna. Lögreglumenn á mótorhjólum í tengslum við heimsókn Mikes Pence, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna árið 2019. Íslenskir lögreglumenn fylgja sendinefndum á ferðum þeirra í borginni. Búast má við umferðarröskunum vegna þeirra ferða í kringum leiðtogafundinn.Vísir/Vilhelm Búast ekki við truflunum vegna öryggisgæslu á hótelum Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins er búist við um níu hundruð fulltrúum á leiðtogafundinn. Langflestir leiðtoganna gisti á hótelum í borginni. Almennir borgarar ættu ekki að verða fyrir miklum truflunum ef einhverjum vegna öryggisgæslu á hótelum utan lokunarsvæðisins, að því er segir í svari embættis ríkislögreglustjóra. Þó megi gera ráð fyrir vopnaðri öryggisgæslu lögreglu í tengslum við fundinn. Möguleg öryggisógn í kringum leiðtogafundinn er ekki aðeins áþreifanleg heldur einnig stafræn. Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda varaði við því í gær að ógnahópar og mótmælendur nýttu sér fundinn til þess að vekja athygli á sjálfum sér með netárásum á íslensk fyrirtæki og stofnanir, jafnvel þau sem væru alls ótengd fundarhöldunum. Skotvopn Lögreglumál Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Tengdar fréttir Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10 Lokað fyrir bíla og strætó í nágrenni leiðtogafundarins Stórum hluta miðborgarinnar verður lokað fyrir umferð ökutækja, þar á meðal strætisvagna, á meðan á leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur í Hörpu eftir tvær vikur. Reikna má með umferðartöfum á öllu höfuðborgarsvæðinu vegna fundarins. 2. maí 2023 14:29 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Um fjörutíu leiðtogar hafa staðfest komu sína á leiðtogafundinn sem fer fram í Hörpu dagana 16. og 17. maí. Viðburðurinn er sá stærsti af þessu tagi sem haldinn hefur verið á Íslandi. Gríðarleg öryggisgæsla verður vegna fundarins. Götum á stóru svæði í miðborginni verður lokað fyrir bílaumferð og svæðinu næst Hörpu fyrir allri umferð almennings. Íslenska lögreglan nýtur aðstoðar norræns lögregluliðs. Ríkisútvarpið sagði frá því í síðasta mánuði að um þrjú hundruð íslenskir lögreglumenn hefðu fengið þjálfun í meðferð skotvopna vegna leiðtogafundarins. Íslensk stjórnvöld standa straum af kostnaði við öryggisgæsluna sem er talinn nema á annan milljarð króna. Embætti ríkislögreglustjóra staðfestir í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis að fest hafi verið kaup á skotvopnum og öðrum búnaði fyrir fundinn. Að öðru leyti veitir embættið ekki upplýsingar um búnað lögreglu vegna fundarins fyrr en að honum loknum og vísað það til öryggisástæðna. Íslenskir lögreglumenn fylgja vopnuðum erlendum kollegum og lífvörðum Varðandi vopnaburð erlendra lögreglumanna segir ríkislögreglustjóraembættið að þeir verði undir stjórn íslenskrar lögreglu. Reglur um meðferð lögreglu á vopnum leyfa ríkislögreglustjóra að heimila erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf hér á landi svo lengi sem þeir starfa undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum hennar um vopnaburð og vopn. Vopnaðir öryggisverðir fylgja einnig sendinefndum sumra ríkjanna á fundinum. Sömu reglur og skilyrði gilda um þá og erlendu lögreglumennina. Ríkislögreglustjóri segir að fyrirkomulagið með þá verði sambærilegt við stakar heimsóknir þjóðarleiðtoga með vopnaða verði á liðnum árum. Verðirnir verði undir stjórn og í fylgd vopnaðra íslenskra lögreglumanna. Lögreglumenn á mótorhjólum í tengslum við heimsókn Mikes Pence, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna árið 2019. Íslenskir lögreglumenn fylgja sendinefndum á ferðum þeirra í borginni. Búast má við umferðarröskunum vegna þeirra ferða í kringum leiðtogafundinn.Vísir/Vilhelm Búast ekki við truflunum vegna öryggisgæslu á hótelum Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins er búist við um níu hundruð fulltrúum á leiðtogafundinn. Langflestir leiðtoganna gisti á hótelum í borginni. Almennir borgarar ættu ekki að verða fyrir miklum truflunum ef einhverjum vegna öryggisgæslu á hótelum utan lokunarsvæðisins, að því er segir í svari embættis ríkislögreglustjóra. Þó megi gera ráð fyrir vopnaðri öryggisgæslu lögreglu í tengslum við fundinn. Möguleg öryggisógn í kringum leiðtogafundinn er ekki aðeins áþreifanleg heldur einnig stafræn. Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda varaði við því í gær að ógnahópar og mótmælendur nýttu sér fundinn til þess að vekja athygli á sjálfum sér með netárásum á íslensk fyrirtæki og stofnanir, jafnvel þau sem væru alls ótengd fundarhöldunum.
Skotvopn Lögreglumál Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Tengdar fréttir Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10 Lokað fyrir bíla og strætó í nágrenni leiðtogafundarins Stórum hluta miðborgarinnar verður lokað fyrir umferð ökutækja, þar á meðal strætisvagna, á meðan á leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur í Hörpu eftir tvær vikur. Reikna má með umferðartöfum á öllu höfuðborgarsvæðinu vegna fundarins. 2. maí 2023 14:29 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10
Lokað fyrir bíla og strætó í nágrenni leiðtogafundarins Stórum hluta miðborgarinnar verður lokað fyrir umferð ökutækja, þar á meðal strætisvagna, á meðan á leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur í Hörpu eftir tvær vikur. Reikna má með umferðartöfum á öllu höfuðborgarsvæðinu vegna fundarins. 2. maí 2023 14:29