Kaupa skotvopn fyrir lögregluna fyrir leiðtogafundinn Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2023 07:00 Vopnaðir lögreglumenn við Hörpu þegar Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Reykjavík árið 2021. Vísir/Vilhelm Skotvopn eru á meðal búnaðar sem keyptur hefur verið inn fyrir íslenska lögreglumenn í tengslum við öryggisgæslu á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Erlendir lögreglumenn sem aðstoða við öryggisgæsluna og erlendir öryggisverðir verða einnig vopnaðir. Um fjörutíu leiðtogar hafa staðfest komu sína á leiðtogafundinn sem fer fram í Hörpu dagana 16. og 17. maí. Viðburðurinn er sá stærsti af þessu tagi sem haldinn hefur verið á Íslandi. Gríðarleg öryggisgæsla verður vegna fundarins. Götum á stóru svæði í miðborginni verður lokað fyrir bílaumferð og svæðinu næst Hörpu fyrir allri umferð almennings. Íslenska lögreglan nýtur aðstoðar norræns lögregluliðs. Ríkisútvarpið sagði frá því í síðasta mánuði að um þrjú hundruð íslenskir lögreglumenn hefðu fengið þjálfun í meðferð skotvopna vegna leiðtogafundarins. Íslensk stjórnvöld standa straum af kostnaði við öryggisgæsluna sem er talinn nema á annan milljarð króna. Embætti ríkislögreglustjóra staðfestir í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis að fest hafi verið kaup á skotvopnum og öðrum búnaði fyrir fundinn. Að öðru leyti veitir embættið ekki upplýsingar um búnað lögreglu vegna fundarins fyrr en að honum loknum og vísað það til öryggisástæðna. Íslenskir lögreglumenn fylgja vopnuðum erlendum kollegum og lífvörðum Varðandi vopnaburð erlendra lögreglumanna segir ríkislögreglustjóraembættið að þeir verði undir stjórn íslenskrar lögreglu. Reglur um meðferð lögreglu á vopnum leyfa ríkislögreglustjóra að heimila erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf hér á landi svo lengi sem þeir starfa undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum hennar um vopnaburð og vopn. Vopnaðir öryggisverðir fylgja einnig sendinefndum sumra ríkjanna á fundinum. Sömu reglur og skilyrði gilda um þá og erlendu lögreglumennina. Ríkislögreglustjóri segir að fyrirkomulagið með þá verði sambærilegt við stakar heimsóknir þjóðarleiðtoga með vopnaða verði á liðnum árum. Verðirnir verði undir stjórn og í fylgd vopnaðra íslenskra lögreglumanna. Lögreglumenn á mótorhjólum í tengslum við heimsókn Mikes Pence, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna árið 2019. Íslenskir lögreglumenn fylgja sendinefndum á ferðum þeirra í borginni. Búast má við umferðarröskunum vegna þeirra ferða í kringum leiðtogafundinn.Vísir/Vilhelm Búast ekki við truflunum vegna öryggisgæslu á hótelum Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins er búist við um níu hundruð fulltrúum á leiðtogafundinn. Langflestir leiðtoganna gisti á hótelum í borginni. Almennir borgarar ættu ekki að verða fyrir miklum truflunum ef einhverjum vegna öryggisgæslu á hótelum utan lokunarsvæðisins, að því er segir í svari embættis ríkislögreglustjóra. Þó megi gera ráð fyrir vopnaðri öryggisgæslu lögreglu í tengslum við fundinn. Möguleg öryggisógn í kringum leiðtogafundinn er ekki aðeins áþreifanleg heldur einnig stafræn. Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda varaði við því í gær að ógnahópar og mótmælendur nýttu sér fundinn til þess að vekja athygli á sjálfum sér með netárásum á íslensk fyrirtæki og stofnanir, jafnvel þau sem væru alls ótengd fundarhöldunum. Skotvopn Lögreglumál Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Tengdar fréttir Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10 Lokað fyrir bíla og strætó í nágrenni leiðtogafundarins Stórum hluta miðborgarinnar verður lokað fyrir umferð ökutækja, þar á meðal strætisvagna, á meðan á leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur í Hörpu eftir tvær vikur. Reikna má með umferðartöfum á öllu höfuðborgarsvæðinu vegna fundarins. 2. maí 2023 14:29 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Um fjörutíu leiðtogar hafa staðfest komu sína á leiðtogafundinn sem fer fram í Hörpu dagana 16. og 17. maí. Viðburðurinn er sá stærsti af þessu tagi sem haldinn hefur verið á Íslandi. Gríðarleg öryggisgæsla verður vegna fundarins. Götum á stóru svæði í miðborginni verður lokað fyrir bílaumferð og svæðinu næst Hörpu fyrir allri umferð almennings. Íslenska lögreglan nýtur aðstoðar norræns lögregluliðs. Ríkisútvarpið sagði frá því í síðasta mánuði að um þrjú hundruð íslenskir lögreglumenn hefðu fengið þjálfun í meðferð skotvopna vegna leiðtogafundarins. Íslensk stjórnvöld standa straum af kostnaði við öryggisgæsluna sem er talinn nema á annan milljarð króna. Embætti ríkislögreglustjóra staðfestir í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis að fest hafi verið kaup á skotvopnum og öðrum búnaði fyrir fundinn. Að öðru leyti veitir embættið ekki upplýsingar um búnað lögreglu vegna fundarins fyrr en að honum loknum og vísað það til öryggisástæðna. Íslenskir lögreglumenn fylgja vopnuðum erlendum kollegum og lífvörðum Varðandi vopnaburð erlendra lögreglumanna segir ríkislögreglustjóraembættið að þeir verði undir stjórn íslenskrar lögreglu. Reglur um meðferð lögreglu á vopnum leyfa ríkislögreglustjóra að heimila erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf hér á landi svo lengi sem þeir starfa undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum hennar um vopnaburð og vopn. Vopnaðir öryggisverðir fylgja einnig sendinefndum sumra ríkjanna á fundinum. Sömu reglur og skilyrði gilda um þá og erlendu lögreglumennina. Ríkislögreglustjóri segir að fyrirkomulagið með þá verði sambærilegt við stakar heimsóknir þjóðarleiðtoga með vopnaða verði á liðnum árum. Verðirnir verði undir stjórn og í fylgd vopnaðra íslenskra lögreglumanna. Lögreglumenn á mótorhjólum í tengslum við heimsókn Mikes Pence, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna árið 2019. Íslenskir lögreglumenn fylgja sendinefndum á ferðum þeirra í borginni. Búast má við umferðarröskunum vegna þeirra ferða í kringum leiðtogafundinn.Vísir/Vilhelm Búast ekki við truflunum vegna öryggisgæslu á hótelum Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins er búist við um níu hundruð fulltrúum á leiðtogafundinn. Langflestir leiðtoganna gisti á hótelum í borginni. Almennir borgarar ættu ekki að verða fyrir miklum truflunum ef einhverjum vegna öryggisgæslu á hótelum utan lokunarsvæðisins, að því er segir í svari embættis ríkislögreglustjóra. Þó megi gera ráð fyrir vopnaðri öryggisgæslu lögreglu í tengslum við fundinn. Möguleg öryggisógn í kringum leiðtogafundinn er ekki aðeins áþreifanleg heldur einnig stafræn. Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda varaði við því í gær að ógnahópar og mótmælendur nýttu sér fundinn til þess að vekja athygli á sjálfum sér með netárásum á íslensk fyrirtæki og stofnanir, jafnvel þau sem væru alls ótengd fundarhöldunum.
Skotvopn Lögreglumál Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Tengdar fréttir Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10 Lokað fyrir bíla og strætó í nágrenni leiðtogafundarins Stórum hluta miðborgarinnar verður lokað fyrir umferð ökutækja, þar á meðal strætisvagna, á meðan á leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur í Hörpu eftir tvær vikur. Reikna má með umferðartöfum á öllu höfuðborgarsvæðinu vegna fundarins. 2. maí 2023 14:29 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. 3. maí 2023 14:10
Lokað fyrir bíla og strætó í nágrenni leiðtogafundarins Stórum hluta miðborgarinnar verður lokað fyrir umferð ökutækja, þar á meðal strætisvagna, á meðan á leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur í Hörpu eftir tvær vikur. Reikna má með umferðartöfum á öllu höfuðborgarsvæðinu vegna fundarins. 2. maí 2023 14:29