Spyr hvort vandamálið séu ferðamenn sem borga ekki til að skoða Gullfoss Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2023 11:45 Von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins á þessu ári. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spyr þingmann Sjálfstæðisflokksins hvort hann vilji meina að vandamálið við skort á neyðarþjónustu á ferðamannastöðum sé að ferðamenn borgi ekki þúsund krónur til að skoða Gullfoss. Vilhjálmur Árnason gagnrýndi í viðtali við Vísi í morgun að ekki séu innheimt gjöld af ferðamönnum fyrir að skoða vinsæla ferðamannastaði, til dæmis Gullfoss og Geysi. Nefndi hann að gjaldtaka væri á Þingvöllum fyrir bílastæði og fyrir að fá að fara í Silfru og gjöldin meðal annars notuð til að borga sjúkraflutningamanni til að vera á svæðinu, öllu við búinn, alla daga ársins á milli níu og fimm. Vilhjálmur hefur hvatt stjórnvöld til að grípa til slíkrar gjaldtöku á fleiri stöðum svo hægt sé að koma upp neyðarþjónustu víðar. „Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem er í ríkisstjórn og fer m.a. með fjármálaráðuneytið sem leggur hlestu línur um það í hvaða verkefni skattfé er varið í landinu, fer mikinn á Vísi um að það þurfi bara að drullast til að innheimta gjöld af ferðamönnum fyrir að skoða Gullfoss og Geysi til að hægt sé að halda uppi almennilegri neyðar- og sjúkraþjónustu á Suðurlandi,“ skrifar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, í færslu á Facebook. Hann segist ekki ósammála Vilhjálmi að styðja þurfi við uppbyggingu á þjónustu og aðstöðu á ferðamannastöðum á Suðurlandi, til dæmis sjúkraþjónustu. Jóhannes Þór gagnrýnir þingmanninn á Facebook.Vísir/Arnar „En nú er það svo að ferðamenn skila um 45 milljörðum króna í virðisaukaskatt til ríkisins á ári af neyslu sinni hér á landi - uppsafnað 2016-20 var VSK af ferðamönnum um 200 milljarðar króna,“ skrifar Jóhannes. „Þá eru allir aðrir skattar sem ferðaþjónusta skilar til ríkisins ótaldir, m.a. eldsneytisskattar og tekjuskattar fólks og fyrirtækja sem hlaupa á tugmilljörðum árlega. Sveitarfélög fá svo um 25-30 milljarða ksatttekjur af ferðaþjónustufyrirtækjum á ári í útsvari og fasteignasköttum.“ „Er þingmaður ríkisstjórnarinnar raunverulega að halda því fram að vandamálið hér sé að ferðamaður sem kemur á Gullfoss borgi ekki þúsundkall fyrir að skoða fossinn?“ spyr Jóhannes. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Sjúkraflutningar Slysavarnir Tengdar fréttir Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. 9. maí 2023 07:01 Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. 7. maí 2023 20:30 Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi í viðtali við Vísi í morgun að ekki séu innheimt gjöld af ferðamönnum fyrir að skoða vinsæla ferðamannastaði, til dæmis Gullfoss og Geysi. Nefndi hann að gjaldtaka væri á Þingvöllum fyrir bílastæði og fyrir að fá að fara í Silfru og gjöldin meðal annars notuð til að borga sjúkraflutningamanni til að vera á svæðinu, öllu við búinn, alla daga ársins á milli níu og fimm. Vilhjálmur hefur hvatt stjórnvöld til að grípa til slíkrar gjaldtöku á fleiri stöðum svo hægt sé að koma upp neyðarþjónustu víðar. „Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem er í ríkisstjórn og fer m.a. með fjármálaráðuneytið sem leggur hlestu línur um það í hvaða verkefni skattfé er varið í landinu, fer mikinn á Vísi um að það þurfi bara að drullast til að innheimta gjöld af ferðamönnum fyrir að skoða Gullfoss og Geysi til að hægt sé að halda uppi almennilegri neyðar- og sjúkraþjónustu á Suðurlandi,“ skrifar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, í færslu á Facebook. Hann segist ekki ósammála Vilhjálmi að styðja þurfi við uppbyggingu á þjónustu og aðstöðu á ferðamannastöðum á Suðurlandi, til dæmis sjúkraþjónustu. Jóhannes Þór gagnrýnir þingmanninn á Facebook.Vísir/Arnar „En nú er það svo að ferðamenn skila um 45 milljörðum króna í virðisaukaskatt til ríkisins á ári af neyslu sinni hér á landi - uppsafnað 2016-20 var VSK af ferðamönnum um 200 milljarðar króna,“ skrifar Jóhannes. „Þá eru allir aðrir skattar sem ferðaþjónusta skilar til ríkisins ótaldir, m.a. eldsneytisskattar og tekjuskattar fólks og fyrirtækja sem hlaupa á tugmilljörðum árlega. Sveitarfélög fá svo um 25-30 milljarða ksatttekjur af ferðaþjónustufyrirtækjum á ári í útsvari og fasteignasköttum.“ „Er þingmaður ríkisstjórnarinnar raunverulega að halda því fram að vandamálið hér sé að ferðamaður sem kemur á Gullfoss borgi ekki þúsundkall fyrir að skoða fossinn?“ spyr Jóhannes.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Sjúkraflutningar Slysavarnir Tengdar fréttir Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. 9. maí 2023 07:01 Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. 7. maí 2023 20:30 Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. 9. maí 2023 07:01
Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. 7. maí 2023 20:30
Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00