Fleiri fangar koma út úr fangelsum í verri stöðu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. maí 2023 22:31 Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir fleiri fanga koma í verri stöðu út úr fangelsinu en þeir voru í þegar þeir hófu afplánun. Hann kveðst bjartsýnn á að breytingar verði gerðar en Guðmundur Ingi ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir fleiri fanga koma í verri stöðu út úr fangelsinu en þeir voru í þegar þeir hófu afplánun. Hann kveðst bjartsýnn á að breytingar verði gerðar en Guðmundur Ingi ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tilefnið eru fréttir af því að dómsmálaráðherra vilji fjölga opnum úrræðum í fangelsi, í kjölfar umfjöllunar Kompáss þar sem fjallað var um úrræðaleysi þegar kemur að alvarlega andlega veikum föngum sem ekki fá viðeigandi aðstoð í fangelsum landsins. „Ég get ekki séð að fangavist eins og hún er í dag hjálpi fólk. Þú þarft að vera með mjög sterkt og öflugt bakland til þess að ná þér á strik og það er ekki sjálfgefið.“ Hrósar dómsmálaráðherra Guðmundur Ingi segist fagna því að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggist nú endurmeta það hvernig sakhæfi sé metið. Alltof oft séu einstaklingar ýmist dæmdir sakhæfir eða ósakhæfir til skiptist. „Það eru allt upp í átta einstaklingar hverju sinni sem falla undir þennan flokk,“ segir Guðmundur Ingi. Lenskan hér á landi sé sú að einangra þessa einstaklinga. „Það hefur sýnt sig að það skemmir fólk enn frekar og fólk kemur mjög veikt úr fangelsunum, ef það kemur þá aftur úr fangelsunum. Fólk er að deyja.“ Guðmundur Ingi hrósar dómsmálaráðherra í hástert. „Það má hrósa dómsmálaráðherra fyrir það að við höfum aldrei séð eins mikið verið að gerast í fangelsismálum og akkúrat núna og það eru stöðugt að koma hugmyndir úr ráðuneytinu og frá ráðherra um þessi mál.“ Vill betri aðstöðu í fangelsin Guðmundur Ingi segir að Afstaða hafi ítrekað bent á það að það þurfi að koma upp betri aðstöðu fyrir andlega veika fanga inni í fangelsum. „Norðmenn hafa verið með svipaðan vanda, þar sem föngum hefur verið meinað að sækja venjulegar geðdeildir. Þá hafa þeir brugðið á það ráð að opna geðdeild inni í fangelsinu.“ Hann segir lykilatriðið að fallið verði frá refsistefnu þegar kemur að fangelsismálum. „Við komum alltaf niður að því sama. Það er alveg sama hvaða úrræði við komum með og hversu marga plástra við setjum á sárið, að ef við tökum ekki á þessu í grunninn, þessi grunnbreyting að breyta um refsistefnu yfir í endurhæfingarstefnu í fangelsum. Við komum alltaf niður á það.“ Reykjavík síðdegis Fangelsismál Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00 Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu möguleika Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila. 4. maí 2023 08:18 „Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. 1. maí 2023 08:20 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir fleiri fanga koma í verri stöðu út úr fangelsinu en þeir voru í þegar þeir hófu afplánun. Hann kveðst bjartsýnn á að breytingar verði gerðar en Guðmundur Ingi ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tilefnið eru fréttir af því að dómsmálaráðherra vilji fjölga opnum úrræðum í fangelsi, í kjölfar umfjöllunar Kompáss þar sem fjallað var um úrræðaleysi þegar kemur að alvarlega andlega veikum föngum sem ekki fá viðeigandi aðstoð í fangelsum landsins. „Ég get ekki séð að fangavist eins og hún er í dag hjálpi fólk. Þú þarft að vera með mjög sterkt og öflugt bakland til þess að ná þér á strik og það er ekki sjálfgefið.“ Hrósar dómsmálaráðherra Guðmundur Ingi segist fagna því að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggist nú endurmeta það hvernig sakhæfi sé metið. Alltof oft séu einstaklingar ýmist dæmdir sakhæfir eða ósakhæfir til skiptist. „Það eru allt upp í átta einstaklingar hverju sinni sem falla undir þennan flokk,“ segir Guðmundur Ingi. Lenskan hér á landi sé sú að einangra þessa einstaklinga. „Það hefur sýnt sig að það skemmir fólk enn frekar og fólk kemur mjög veikt úr fangelsunum, ef það kemur þá aftur úr fangelsunum. Fólk er að deyja.“ Guðmundur Ingi hrósar dómsmálaráðherra í hástert. „Það má hrósa dómsmálaráðherra fyrir það að við höfum aldrei séð eins mikið verið að gerast í fangelsismálum og akkúrat núna og það eru stöðugt að koma hugmyndir úr ráðuneytinu og frá ráðherra um þessi mál.“ Vill betri aðstöðu í fangelsin Guðmundur Ingi segir að Afstaða hafi ítrekað bent á það að það þurfi að koma upp betri aðstöðu fyrir andlega veika fanga inni í fangelsum. „Norðmenn hafa verið með svipaðan vanda, þar sem föngum hefur verið meinað að sækja venjulegar geðdeildir. Þá hafa þeir brugðið á það ráð að opna geðdeild inni í fangelsinu.“ Hann segir lykilatriðið að fallið verði frá refsistefnu þegar kemur að fangelsismálum. „Við komum alltaf niður að því sama. Það er alveg sama hvaða úrræði við komum með og hversu marga plástra við setjum á sárið, að ef við tökum ekki á þessu í grunninn, þessi grunnbreyting að breyta um refsistefnu yfir í endurhæfingarstefnu í fangelsum. Við komum alltaf niður á það.“
Reykjavík síðdegis Fangelsismál Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00 Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu möguleika Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila. 4. maí 2023 08:18 „Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. 1. maí 2023 08:20 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00
Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu möguleika Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila. 4. maí 2023 08:18
„Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. 1. maí 2023 08:20