Fleiri fangar koma út úr fangelsum í verri stöðu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. maí 2023 22:31 Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir fleiri fanga koma í verri stöðu út úr fangelsinu en þeir voru í þegar þeir hófu afplánun. Hann kveðst bjartsýnn á að breytingar verði gerðar en Guðmundur Ingi ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir fleiri fanga koma í verri stöðu út úr fangelsinu en þeir voru í þegar þeir hófu afplánun. Hann kveðst bjartsýnn á að breytingar verði gerðar en Guðmundur Ingi ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tilefnið eru fréttir af því að dómsmálaráðherra vilji fjölga opnum úrræðum í fangelsi, í kjölfar umfjöllunar Kompáss þar sem fjallað var um úrræðaleysi þegar kemur að alvarlega andlega veikum föngum sem ekki fá viðeigandi aðstoð í fangelsum landsins. „Ég get ekki séð að fangavist eins og hún er í dag hjálpi fólk. Þú þarft að vera með mjög sterkt og öflugt bakland til þess að ná þér á strik og það er ekki sjálfgefið.“ Hrósar dómsmálaráðherra Guðmundur Ingi segist fagna því að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggist nú endurmeta það hvernig sakhæfi sé metið. Alltof oft séu einstaklingar ýmist dæmdir sakhæfir eða ósakhæfir til skiptist. „Það eru allt upp í átta einstaklingar hverju sinni sem falla undir þennan flokk,“ segir Guðmundur Ingi. Lenskan hér á landi sé sú að einangra þessa einstaklinga. „Það hefur sýnt sig að það skemmir fólk enn frekar og fólk kemur mjög veikt úr fangelsunum, ef það kemur þá aftur úr fangelsunum. Fólk er að deyja.“ Guðmundur Ingi hrósar dómsmálaráðherra í hástert. „Það má hrósa dómsmálaráðherra fyrir það að við höfum aldrei séð eins mikið verið að gerast í fangelsismálum og akkúrat núna og það eru stöðugt að koma hugmyndir úr ráðuneytinu og frá ráðherra um þessi mál.“ Vill betri aðstöðu í fangelsin Guðmundur Ingi segir að Afstaða hafi ítrekað bent á það að það þurfi að koma upp betri aðstöðu fyrir andlega veika fanga inni í fangelsum. „Norðmenn hafa verið með svipaðan vanda, þar sem föngum hefur verið meinað að sækja venjulegar geðdeildir. Þá hafa þeir brugðið á það ráð að opna geðdeild inni í fangelsinu.“ Hann segir lykilatriðið að fallið verði frá refsistefnu þegar kemur að fangelsismálum. „Við komum alltaf niður að því sama. Það er alveg sama hvaða úrræði við komum með og hversu marga plástra við setjum á sárið, að ef við tökum ekki á þessu í grunninn, þessi grunnbreyting að breyta um refsistefnu yfir í endurhæfingarstefnu í fangelsum. Við komum alltaf niður á það.“ Reykjavík síðdegis Fangelsismál Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00 Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu möguleika Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila. 4. maí 2023 08:18 „Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. 1. maí 2023 08:20 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga, segir fleiri fanga koma í verri stöðu út úr fangelsinu en þeir voru í þegar þeir hófu afplánun. Hann kveðst bjartsýnn á að breytingar verði gerðar en Guðmundur Ingi ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tilefnið eru fréttir af því að dómsmálaráðherra vilji fjölga opnum úrræðum í fangelsi, í kjölfar umfjöllunar Kompáss þar sem fjallað var um úrræðaleysi þegar kemur að alvarlega andlega veikum föngum sem ekki fá viðeigandi aðstoð í fangelsum landsins. „Ég get ekki séð að fangavist eins og hún er í dag hjálpi fólk. Þú þarft að vera með mjög sterkt og öflugt bakland til þess að ná þér á strik og það er ekki sjálfgefið.“ Hrósar dómsmálaráðherra Guðmundur Ingi segist fagna því að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggist nú endurmeta það hvernig sakhæfi sé metið. Alltof oft séu einstaklingar ýmist dæmdir sakhæfir eða ósakhæfir til skiptist. „Það eru allt upp í átta einstaklingar hverju sinni sem falla undir þennan flokk,“ segir Guðmundur Ingi. Lenskan hér á landi sé sú að einangra þessa einstaklinga. „Það hefur sýnt sig að það skemmir fólk enn frekar og fólk kemur mjög veikt úr fangelsunum, ef það kemur þá aftur úr fangelsunum. Fólk er að deyja.“ Guðmundur Ingi hrósar dómsmálaráðherra í hástert. „Það má hrósa dómsmálaráðherra fyrir það að við höfum aldrei séð eins mikið verið að gerast í fangelsismálum og akkúrat núna og það eru stöðugt að koma hugmyndir úr ráðuneytinu og frá ráðherra um þessi mál.“ Vill betri aðstöðu í fangelsin Guðmundur Ingi segir að Afstaða hafi ítrekað bent á það að það þurfi að koma upp betri aðstöðu fyrir andlega veika fanga inni í fangelsum. „Norðmenn hafa verið með svipaðan vanda, þar sem föngum hefur verið meinað að sækja venjulegar geðdeildir. Þá hafa þeir brugðið á það ráð að opna geðdeild inni í fangelsinu.“ Hann segir lykilatriðið að fallið verði frá refsistefnu þegar kemur að fangelsismálum. „Við komum alltaf niður að því sama. Það er alveg sama hvaða úrræði við komum með og hversu marga plástra við setjum á sárið, að ef við tökum ekki á þessu í grunninn, þessi grunnbreyting að breyta um refsistefnu yfir í endurhæfingarstefnu í fangelsum. Við komum alltaf niður á það.“
Reykjavík síðdegis Fangelsismál Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00 Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu möguleika Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila. 4. maí 2023 08:18 „Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. 1. maí 2023 08:20 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00
Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu möguleika Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila. 4. maí 2023 08:18
„Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. 1. maí 2023 08:20