Fótbolti

Sjáðu glæsi­mark Arons í dýr­mætum sigri | Arnór og Sveinn Aron á skotskónum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Bjarnason skoraði frábært mark í dag.
Aron Bjarnason skoraði frábært mark í dag. Sirius

Það var nóg um að vera í sænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag. Þeir Aron Bjarnason, Arnór Sigurðsson og Sveinn Aron Guðjohnsen voru allir á skotskónum. Mark Arons var í glæsilegri kantinum.

Sirus tók á móti Elfsborg og þar voru þrír Íslendinga í byrjunarliðunum. Aron Bjarnason byrjaði hjá Sirius á meðan Hákon Rafn Valdimarsson var í markinu hjá Elfsborg og Sveinn Aron Guðjohnsen byrjaði sem fremsti maður. Hann nýtti tækifærið vel og kom Elfsborg yfir þegar aðeins 18 mínútur voru liðnar.

Aron jafnaði metin fyrir heimaliðið með hreint út sagt mögnuðu marki. Undir lok fyrri hálfleiks bættu heimamenn svo við marki og staðan 2-1 í hálfleik.

Elfsborg jafnaði metin snemma í síðari hálfleik en Sirius komst aftur yfir á 55. mínútu. Heimamenn skoruðu hins vegar tvívegis undir lok leiks og tryggðu sér dramatískann 4-3 sigur. Sveinn Aron var tekinn af velli á 56. mínútu og Aron nældi sér í gult spjald fimm mínútum síðar.

Norrköping vann 2-0 útisigur á Degerfors þar sem Arnór Sigurðsson skoraði síðara markið í upphafi síðari hálfleiks. Arnór Sig var tekinn af velli á 67. mínútu á meðan Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn í liði Norrköping og nældi sér í gult spjald í fyrri hálfleik. Andri Lucas Guðjohnsen kom einnig inn af bekknum hjá gestunum.

Að endingu skoraði Davíð Kristján Ólafsson sjálfsmark í 3-1 tapi Kalmar gegn Djurgården á útivelli.

Elfsborg fer upp í 2. sæti deildarinnar með 16 stig að loknum sjö umferðum. Norrköping er í 4. sæti deildarinnar með 14 stig á meðan Kalmar er með 11 stig í 5. sæti. Sirius er í 14. sæti með 5 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×