Saknar bílsins síns sem var stolið af sambýli Apríl Auður Helgudóttir skrifar 8. maí 2023 17:05 Freyr Vilmundarson í bílnum sínum sem tekinn var ófrjálsri hendi aðfaranótt laugardagsins 6. maí. Freyr Vilmundarson, nítján ára íbúi á sambýlinu Árlandi í Fossvogi, saknar þess að geta farið í bíltúr með gæslumanni sínum þessa dagana. Ástæðan er sú að bílnum var stolið um helgina. Bíllinn er af gerðinni Hyundai I20, árgerð 2022, með númerinu EGD 17 og var lagt fyrir utan Árland þegar hann var tekinn ófrjálsri hendi aðfaranótt laugardags. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en vandinn er óleystur. Bílinn er ófundinn þótt lýsingar vitna gefi til kynna hver hafi verið að verki. Vilmundur Hansen er faðir Freys. Hann segir að starfsfólk Árlands viti hvernig þjófnaðurinn átti sér stað. Bílaþjófurinn hafi gengið inn á sambýlið um miðja nótt og tekið lyklana að bílnum. Faðir Freys lýsir því hve mikla þýðingu bíllinn hafi fyrir líf Freys sem viti fátt skemmtilegra en að fara í bíltúr og hlusta á tónlist. Umsjónaraðilar sjái um að keyra bílinn sem hafi bætt lífsgæði Freys til muna. Safnað fyrir bílnum Freyr flutti inn á sambýlið fyrir ári síðan. Þar var einn sameiginlegur bíll fyrir alla íbúa. Efnt var til söfnunar fyrir bíl fyrir Frey á Facebook í ágúst í fyrra. Í færslu um söfnunina á Facebook sagði: „Þannig er að eftir að Freyr flutti á nýtt sambýli að þá hefur aðgangur að bíl verið töluvert minni en hann átti að venjast á gamla staðnum. Þar sem hann getur hvorki notað strætó né ferðaþjónustuna þá hefur þetta verið svolítið erfitt, bæði fyrir hann og starfsfólkið. Fyrir utan að þurfa að komast á staði þannig að hægt sé að auðga líf hans með alls kyns afþreyingu, þá elskar hann að fara í bíltúra. Það róar hann mikið að fara í bíltúr.“ Freyr elskar að fara í bíltúra. Bílinn gerði Frey mögulegt að njóta lífsins á sinn hátt og vera ekki bundinn öðrum en gæslumanni sínum hverju sinni. Vilmundur segir að af lýsingum vitna að dæma þá liggi fyrir hver tók bílinn. „Ég efast um að þetta hafi hafa verið planað. En ef aðilinn hefur farið inn á sambýlið þá hefur hann bara getað tekið lykla að einhverjum bíl. Þetta er kannski bara okkar óheppni að þetta hafi verið bílinn hans Freys,“ segir Vilmundur. Hann segir Frey átta sig á breyttri stöðu að geta ekki farið í bíltúr þó hann átti sig ekki á því hvers vegna. Hann segir starfsfólk Árlands hafa brugðist vel við, látið foreldrana vita og hringt í lögregluna. „Það er vel hugsað um hann þarna og þetta er nýtt og flott sambýli. Þetta var óheppni og auðvitað mjög leiðinlegt. Ég veit ekki alveg hver næstu skref eru en vona bara hið besta.“ Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Sjá meira
Bíllinn er af gerðinni Hyundai I20, árgerð 2022, með númerinu EGD 17 og var lagt fyrir utan Árland þegar hann var tekinn ófrjálsri hendi aðfaranótt laugardags. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en vandinn er óleystur. Bílinn er ófundinn þótt lýsingar vitna gefi til kynna hver hafi verið að verki. Vilmundur Hansen er faðir Freys. Hann segir að starfsfólk Árlands viti hvernig þjófnaðurinn átti sér stað. Bílaþjófurinn hafi gengið inn á sambýlið um miðja nótt og tekið lyklana að bílnum. Faðir Freys lýsir því hve mikla þýðingu bíllinn hafi fyrir líf Freys sem viti fátt skemmtilegra en að fara í bíltúr og hlusta á tónlist. Umsjónaraðilar sjái um að keyra bílinn sem hafi bætt lífsgæði Freys til muna. Safnað fyrir bílnum Freyr flutti inn á sambýlið fyrir ári síðan. Þar var einn sameiginlegur bíll fyrir alla íbúa. Efnt var til söfnunar fyrir bíl fyrir Frey á Facebook í ágúst í fyrra. Í færslu um söfnunina á Facebook sagði: „Þannig er að eftir að Freyr flutti á nýtt sambýli að þá hefur aðgangur að bíl verið töluvert minni en hann átti að venjast á gamla staðnum. Þar sem hann getur hvorki notað strætó né ferðaþjónustuna þá hefur þetta verið svolítið erfitt, bæði fyrir hann og starfsfólkið. Fyrir utan að þurfa að komast á staði þannig að hægt sé að auðga líf hans með alls kyns afþreyingu, þá elskar hann að fara í bíltúra. Það róar hann mikið að fara í bíltúr.“ Freyr elskar að fara í bíltúra. Bílinn gerði Frey mögulegt að njóta lífsins á sinn hátt og vera ekki bundinn öðrum en gæslumanni sínum hverju sinni. Vilmundur segir að af lýsingum vitna að dæma þá liggi fyrir hver tók bílinn. „Ég efast um að þetta hafi hafa verið planað. En ef aðilinn hefur farið inn á sambýlið þá hefur hann bara getað tekið lykla að einhverjum bíl. Þetta er kannski bara okkar óheppni að þetta hafi verið bílinn hans Freys,“ segir Vilmundur. Hann segir Frey átta sig á breyttri stöðu að geta ekki farið í bíltúr þó hann átti sig ekki á því hvers vegna. Hann segir starfsfólk Árlands hafa brugðist vel við, látið foreldrana vita og hringt í lögregluna. „Það er vel hugsað um hann þarna og þetta er nýtt og flott sambýli. Þetta var óheppni og auðvitað mjög leiðinlegt. Ég veit ekki alveg hver næstu skref eru en vona bara hið besta.“
Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Sjá meira