Lífið

Ína Berg­lind vann Söng­keppni Sam­fés

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ína Berglind eftir sigurinn.
Ína Berglind eftir sigurinn. Samfés

Ína Berglind Guðmundsdóttir úr félagsmiðstöðinni Nýjung á Egilsstöðum stóð uppi sem sigurvegari í Söngkeppni Samfés í gær. Söng hún frumsamda lagið Tilgangslausar setningar. 

Um helgina fór Samfestingurinn, tveggja daga hátíð Samfés - Landssamtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, fram í Laugardalshöllinni. Saman voru komin 7.500 ungmenni úr félagsmiðstöðvum alls staðar á landinu. 

Á föstudag var haldið ball og í gær var söngkeppni. Ína Berglind vann hana en í öðru sæti var Arnbjörg Hjartardóttir úr félagsmiðstöðinni Boran með lagið Við tvö, sem einnig var frumsamið. Í þriðja sæti var það hljómsveitin Slysh úr félagsmiðstöðinni Skjálftaskjól með lagið Home Sweet Home.

Dómnefndina skipuðu Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Júlí Heiðar Halldórsson, Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir  og Klara Ósk Elíasdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×