„Ætli ég sofi ekki bara í bílnum“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. maí 2023 19:41 Ólafur segir þá feðga hafa verið afar hissa á hörkunni sem þeir hafi mætt af hálfu leigufélagsins. Ólafur Snævar Ögmundsson Áttræður maður var á þriðjudaginn borinn út úr íbúð sinni sem hann hafði á leigu hjá Ölmu leigufélagi. Þar bjó hann ásamt hreyfihömluðum syni sínum en þeir eru nú á götunni að eigin sögn og vita ekki hvað tekur við. „Þetta var ljót harka, svo ég segi það bara,“ segir Ólafur Snævar Ögmundsson í samtali við fréttastofu. Hann hafði íbúðina á leigu í Hátúni hjá Ölmu þar til síðasta þriðjudag. „Ég er ýmsu vanur, ég hef ferðast út um allan heim, verið yfirvélstjóri á norskum skipum og er ýmsu vanur, en þetta hef ég aldrei séð áður.“ Hann segir að hópur starfsmanna frá leigufélaginu auk lögreglu hafi skyndilega mætt heim til sín á þriðjudaginn og skipað honum og syni hans, Auðunni Snævarri Ögmundssyni, að pakka saman öllu sínu hafurtaski. „Þeir mættu bara og hirtu allt okkar dót. Við gátum ekki sett í neinar töskur því við eigum engar töskur og þá bara tóku þeir allt saman og settu í plastpoka. Alveg sama hvort það væri brothætt eða ekki. Það var allt tekið. Minjagripir, fjölskyldumyndir, albúm. Allt saman.“ Fékk Covid á versta tíma Tæpt ár eru síðan þeir Ólafur og Auðunn fluttu inn í íbúðina. Ólafur hafði veikst alvarlega á Spáni og var með Covid skömmu áður en hann fékk leigusamning hjá Ölmu. „Ég kom heim og lenti á spítala. Svo fékk ég að leiga þessa íbúð og borgaði fyrirframgreiðslu sem ég veit ekkert hvort þeir hafi tekið til greina eða ekki. Nema hvað að svo er eitthvað ský yfir manni og ég var eitthvað á eftir og borgaði ekki leigu fyrstu tvo mánuðina en síðan hefur aldrei staðið á greiðslu hjá mér.“ Veit ekki hvað tekur við Sonur Ólafs, Auðunn, segir að þeir feðgar hafi verið með Umboðsmann skuldara í öllum sínum málum. „Hann var nýbúinn að vera í sambandi við Ölmu og okkur grunaði það því alls ekki að þetta yrði staðan.“ Þeir feðgar hafi alltaf greitt leiguna á réttum tíma og viljað leysa málið. „Það eina sem lág á íbúðinni voru þessar upphafsgreiðslur og umboðsmaðurinn var með þetta á sínum snærum.“ Sjálfur segir Auðunn að hann muni dvelja hjá systur Ólafs sem býr á Eyrarbakka. „Annars höfum við verið á hóteli undanfarna daga en svo fer ég til systur pabba.“ Ólafur segist ekki vita hvert hann leitar. „Ég er búinn að tala við félagsþjónustuna og það er ekkert sem gerist. Nákvæmlega ekki neitt,“ segir Ólafur og bætir því við að óvissan sé algjör. „Ég veit ekki hvað verður um mig. Ætli ég sofi ekki bara í bílnum.“ Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunnar Frettin.is, ræddi við feðgana eftir að þeir voru bornir út á þriðjudag: Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Þetta var ljót harka, svo ég segi það bara,“ segir Ólafur Snævar Ögmundsson í samtali við fréttastofu. Hann hafði íbúðina á leigu í Hátúni hjá Ölmu þar til síðasta þriðjudag. „Ég er ýmsu vanur, ég hef ferðast út um allan heim, verið yfirvélstjóri á norskum skipum og er ýmsu vanur, en þetta hef ég aldrei séð áður.“ Hann segir að hópur starfsmanna frá leigufélaginu auk lögreglu hafi skyndilega mætt heim til sín á þriðjudaginn og skipað honum og syni hans, Auðunni Snævarri Ögmundssyni, að pakka saman öllu sínu hafurtaski. „Þeir mættu bara og hirtu allt okkar dót. Við gátum ekki sett í neinar töskur því við eigum engar töskur og þá bara tóku þeir allt saman og settu í plastpoka. Alveg sama hvort það væri brothætt eða ekki. Það var allt tekið. Minjagripir, fjölskyldumyndir, albúm. Allt saman.“ Fékk Covid á versta tíma Tæpt ár eru síðan þeir Ólafur og Auðunn fluttu inn í íbúðina. Ólafur hafði veikst alvarlega á Spáni og var með Covid skömmu áður en hann fékk leigusamning hjá Ölmu. „Ég kom heim og lenti á spítala. Svo fékk ég að leiga þessa íbúð og borgaði fyrirframgreiðslu sem ég veit ekkert hvort þeir hafi tekið til greina eða ekki. Nema hvað að svo er eitthvað ský yfir manni og ég var eitthvað á eftir og borgaði ekki leigu fyrstu tvo mánuðina en síðan hefur aldrei staðið á greiðslu hjá mér.“ Veit ekki hvað tekur við Sonur Ólafs, Auðunn, segir að þeir feðgar hafi verið með Umboðsmann skuldara í öllum sínum málum. „Hann var nýbúinn að vera í sambandi við Ölmu og okkur grunaði það því alls ekki að þetta yrði staðan.“ Þeir feðgar hafi alltaf greitt leiguna á réttum tíma og viljað leysa málið. „Það eina sem lág á íbúðinni voru þessar upphafsgreiðslur og umboðsmaðurinn var með þetta á sínum snærum.“ Sjálfur segir Auðunn að hann muni dvelja hjá systur Ólafs sem býr á Eyrarbakka. „Annars höfum við verið á hóteli undanfarna daga en svo fer ég til systur pabba.“ Ólafur segist ekki vita hvert hann leitar. „Ég er búinn að tala við félagsþjónustuna og það er ekkert sem gerist. Nákvæmlega ekki neitt,“ segir Ólafur og bætir því við að óvissan sé algjör. „Ég veit ekki hvað verður um mig. Ætli ég sofi ekki bara í bílnum.“ Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunnar Frettin.is, ræddi við feðgana eftir að þeir voru bornir út á þriðjudag:
Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira