„Ætli ég sofi ekki bara í bílnum“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. maí 2023 19:41 Ólafur segir þá feðga hafa verið afar hissa á hörkunni sem þeir hafi mætt af hálfu leigufélagsins. Ólafur Snævar Ögmundsson Áttræður maður var á þriðjudaginn borinn út úr íbúð sinni sem hann hafði á leigu hjá Ölmu leigufélagi. Þar bjó hann ásamt hreyfihömluðum syni sínum en þeir eru nú á götunni að eigin sögn og vita ekki hvað tekur við. „Þetta var ljót harka, svo ég segi það bara,“ segir Ólafur Snævar Ögmundsson í samtali við fréttastofu. Hann hafði íbúðina á leigu í Hátúni hjá Ölmu þar til síðasta þriðjudag. „Ég er ýmsu vanur, ég hef ferðast út um allan heim, verið yfirvélstjóri á norskum skipum og er ýmsu vanur, en þetta hef ég aldrei séð áður.“ Hann segir að hópur starfsmanna frá leigufélaginu auk lögreglu hafi skyndilega mætt heim til sín á þriðjudaginn og skipað honum og syni hans, Auðunni Snævarri Ögmundssyni, að pakka saman öllu sínu hafurtaski. „Þeir mættu bara og hirtu allt okkar dót. Við gátum ekki sett í neinar töskur því við eigum engar töskur og þá bara tóku þeir allt saman og settu í plastpoka. Alveg sama hvort það væri brothætt eða ekki. Það var allt tekið. Minjagripir, fjölskyldumyndir, albúm. Allt saman.“ Fékk Covid á versta tíma Tæpt ár eru síðan þeir Ólafur og Auðunn fluttu inn í íbúðina. Ólafur hafði veikst alvarlega á Spáni og var með Covid skömmu áður en hann fékk leigusamning hjá Ölmu. „Ég kom heim og lenti á spítala. Svo fékk ég að leiga þessa íbúð og borgaði fyrirframgreiðslu sem ég veit ekkert hvort þeir hafi tekið til greina eða ekki. Nema hvað að svo er eitthvað ský yfir manni og ég var eitthvað á eftir og borgaði ekki leigu fyrstu tvo mánuðina en síðan hefur aldrei staðið á greiðslu hjá mér.“ Veit ekki hvað tekur við Sonur Ólafs, Auðunn, segir að þeir feðgar hafi verið með Umboðsmann skuldara í öllum sínum málum. „Hann var nýbúinn að vera í sambandi við Ölmu og okkur grunaði það því alls ekki að þetta yrði staðan.“ Þeir feðgar hafi alltaf greitt leiguna á réttum tíma og viljað leysa málið. „Það eina sem lág á íbúðinni voru þessar upphafsgreiðslur og umboðsmaðurinn var með þetta á sínum snærum.“ Sjálfur segir Auðunn að hann muni dvelja hjá systur Ólafs sem býr á Eyrarbakka. „Annars höfum við verið á hóteli undanfarna daga en svo fer ég til systur pabba.“ Ólafur segist ekki vita hvert hann leitar. „Ég er búinn að tala við félagsþjónustuna og það er ekkert sem gerist. Nákvæmlega ekki neitt,“ segir Ólafur og bætir því við að óvissan sé algjör. „Ég veit ekki hvað verður um mig. Ætli ég sofi ekki bara í bílnum.“ Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunnar Frettin.is, ræddi við feðgana eftir að þeir voru bornir út á þriðjudag: Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
„Þetta var ljót harka, svo ég segi það bara,“ segir Ólafur Snævar Ögmundsson í samtali við fréttastofu. Hann hafði íbúðina á leigu í Hátúni hjá Ölmu þar til síðasta þriðjudag. „Ég er ýmsu vanur, ég hef ferðast út um allan heim, verið yfirvélstjóri á norskum skipum og er ýmsu vanur, en þetta hef ég aldrei séð áður.“ Hann segir að hópur starfsmanna frá leigufélaginu auk lögreglu hafi skyndilega mætt heim til sín á þriðjudaginn og skipað honum og syni hans, Auðunni Snævarri Ögmundssyni, að pakka saman öllu sínu hafurtaski. „Þeir mættu bara og hirtu allt okkar dót. Við gátum ekki sett í neinar töskur því við eigum engar töskur og þá bara tóku þeir allt saman og settu í plastpoka. Alveg sama hvort það væri brothætt eða ekki. Það var allt tekið. Minjagripir, fjölskyldumyndir, albúm. Allt saman.“ Fékk Covid á versta tíma Tæpt ár eru síðan þeir Ólafur og Auðunn fluttu inn í íbúðina. Ólafur hafði veikst alvarlega á Spáni og var með Covid skömmu áður en hann fékk leigusamning hjá Ölmu. „Ég kom heim og lenti á spítala. Svo fékk ég að leiga þessa íbúð og borgaði fyrirframgreiðslu sem ég veit ekkert hvort þeir hafi tekið til greina eða ekki. Nema hvað að svo er eitthvað ský yfir manni og ég var eitthvað á eftir og borgaði ekki leigu fyrstu tvo mánuðina en síðan hefur aldrei staðið á greiðslu hjá mér.“ Veit ekki hvað tekur við Sonur Ólafs, Auðunn, segir að þeir feðgar hafi verið með Umboðsmann skuldara í öllum sínum málum. „Hann var nýbúinn að vera í sambandi við Ölmu og okkur grunaði það því alls ekki að þetta yrði staðan.“ Þeir feðgar hafi alltaf greitt leiguna á réttum tíma og viljað leysa málið. „Það eina sem lág á íbúðinni voru þessar upphafsgreiðslur og umboðsmaðurinn var með þetta á sínum snærum.“ Sjálfur segir Auðunn að hann muni dvelja hjá systur Ólafs sem býr á Eyrarbakka. „Annars höfum við verið á hóteli undanfarna daga en svo fer ég til systur pabba.“ Ólafur segist ekki vita hvert hann leitar. „Ég er búinn að tala við félagsþjónustuna og það er ekkert sem gerist. Nákvæmlega ekki neitt,“ segir Ólafur og bætir því við að óvissan sé algjör. „Ég veit ekki hvað verður um mig. Ætli ég sofi ekki bara í bílnum.“ Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunnar Frettin.is, ræddi við feðgana eftir að þeir voru bornir út á þriðjudag:
Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira