„Ætli ég sofi ekki bara í bílnum“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. maí 2023 19:41 Ólafur segir þá feðga hafa verið afar hissa á hörkunni sem þeir hafi mætt af hálfu leigufélagsins. Ólafur Snævar Ögmundsson Áttræður maður var á þriðjudaginn borinn út úr íbúð sinni sem hann hafði á leigu hjá Ölmu leigufélagi. Þar bjó hann ásamt hreyfihömluðum syni sínum en þeir eru nú á götunni að eigin sögn og vita ekki hvað tekur við. „Þetta var ljót harka, svo ég segi það bara,“ segir Ólafur Snævar Ögmundsson í samtali við fréttastofu. Hann hafði íbúðina á leigu í Hátúni hjá Ölmu þar til síðasta þriðjudag. „Ég er ýmsu vanur, ég hef ferðast út um allan heim, verið yfirvélstjóri á norskum skipum og er ýmsu vanur, en þetta hef ég aldrei séð áður.“ Hann segir að hópur starfsmanna frá leigufélaginu auk lögreglu hafi skyndilega mætt heim til sín á þriðjudaginn og skipað honum og syni hans, Auðunni Snævarri Ögmundssyni, að pakka saman öllu sínu hafurtaski. „Þeir mættu bara og hirtu allt okkar dót. Við gátum ekki sett í neinar töskur því við eigum engar töskur og þá bara tóku þeir allt saman og settu í plastpoka. Alveg sama hvort það væri brothætt eða ekki. Það var allt tekið. Minjagripir, fjölskyldumyndir, albúm. Allt saman.“ Fékk Covid á versta tíma Tæpt ár eru síðan þeir Ólafur og Auðunn fluttu inn í íbúðina. Ólafur hafði veikst alvarlega á Spáni og var með Covid skömmu áður en hann fékk leigusamning hjá Ölmu. „Ég kom heim og lenti á spítala. Svo fékk ég að leiga þessa íbúð og borgaði fyrirframgreiðslu sem ég veit ekkert hvort þeir hafi tekið til greina eða ekki. Nema hvað að svo er eitthvað ský yfir manni og ég var eitthvað á eftir og borgaði ekki leigu fyrstu tvo mánuðina en síðan hefur aldrei staðið á greiðslu hjá mér.“ Veit ekki hvað tekur við Sonur Ólafs, Auðunn, segir að þeir feðgar hafi verið með Umboðsmann skuldara í öllum sínum málum. „Hann var nýbúinn að vera í sambandi við Ölmu og okkur grunaði það því alls ekki að þetta yrði staðan.“ Þeir feðgar hafi alltaf greitt leiguna á réttum tíma og viljað leysa málið. „Það eina sem lág á íbúðinni voru þessar upphafsgreiðslur og umboðsmaðurinn var með þetta á sínum snærum.“ Sjálfur segir Auðunn að hann muni dvelja hjá systur Ólafs sem býr á Eyrarbakka. „Annars höfum við verið á hóteli undanfarna daga en svo fer ég til systur pabba.“ Ólafur segist ekki vita hvert hann leitar. „Ég er búinn að tala við félagsþjónustuna og það er ekkert sem gerist. Nákvæmlega ekki neitt,“ segir Ólafur og bætir því við að óvissan sé algjör. „Ég veit ekki hvað verður um mig. Ætli ég sofi ekki bara í bílnum.“ Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunnar Frettin.is, ræddi við feðgana eftir að þeir voru bornir út á þriðjudag: Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira
„Þetta var ljót harka, svo ég segi það bara,“ segir Ólafur Snævar Ögmundsson í samtali við fréttastofu. Hann hafði íbúðina á leigu í Hátúni hjá Ölmu þar til síðasta þriðjudag. „Ég er ýmsu vanur, ég hef ferðast út um allan heim, verið yfirvélstjóri á norskum skipum og er ýmsu vanur, en þetta hef ég aldrei séð áður.“ Hann segir að hópur starfsmanna frá leigufélaginu auk lögreglu hafi skyndilega mætt heim til sín á þriðjudaginn og skipað honum og syni hans, Auðunni Snævarri Ögmundssyni, að pakka saman öllu sínu hafurtaski. „Þeir mættu bara og hirtu allt okkar dót. Við gátum ekki sett í neinar töskur því við eigum engar töskur og þá bara tóku þeir allt saman og settu í plastpoka. Alveg sama hvort það væri brothætt eða ekki. Það var allt tekið. Minjagripir, fjölskyldumyndir, albúm. Allt saman.“ Fékk Covid á versta tíma Tæpt ár eru síðan þeir Ólafur og Auðunn fluttu inn í íbúðina. Ólafur hafði veikst alvarlega á Spáni og var með Covid skömmu áður en hann fékk leigusamning hjá Ölmu. „Ég kom heim og lenti á spítala. Svo fékk ég að leiga þessa íbúð og borgaði fyrirframgreiðslu sem ég veit ekkert hvort þeir hafi tekið til greina eða ekki. Nema hvað að svo er eitthvað ský yfir manni og ég var eitthvað á eftir og borgaði ekki leigu fyrstu tvo mánuðina en síðan hefur aldrei staðið á greiðslu hjá mér.“ Veit ekki hvað tekur við Sonur Ólafs, Auðunn, segir að þeir feðgar hafi verið með Umboðsmann skuldara í öllum sínum málum. „Hann var nýbúinn að vera í sambandi við Ölmu og okkur grunaði það því alls ekki að þetta yrði staðan.“ Þeir feðgar hafi alltaf greitt leiguna á réttum tíma og viljað leysa málið. „Það eina sem lág á íbúðinni voru þessar upphafsgreiðslur og umboðsmaðurinn var með þetta á sínum snærum.“ Sjálfur segir Auðunn að hann muni dvelja hjá systur Ólafs sem býr á Eyrarbakka. „Annars höfum við verið á hóteli undanfarna daga en svo fer ég til systur pabba.“ Ólafur segist ekki vita hvert hann leitar. „Ég er búinn að tala við félagsþjónustuna og það er ekkert sem gerist. Nákvæmlega ekki neitt,“ segir Ólafur og bætir því við að óvissan sé algjör. „Ég veit ekki hvað verður um mig. Ætli ég sofi ekki bara í bílnum.“ Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunnar Frettin.is, ræddi við feðgana eftir að þeir voru bornir út á þriðjudag:
Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira