Hissa og hneyksluð þegar hún sá íslenska fánann Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 11:01 Úlfynjurnar í Roma fögnuðu ítalska meistaratitlinum í fyrsta sinn um helgina. Getty/Luciano Rossi Norska landsliðskonan Emilie Haavi vissi ekki hvort hún ætti að hlæja eða gráta þegar hún sá íslenska fánann í fagnaðarlátunum eftir að hafa orðið ítalskur meistari í fótbolta með Roma um helgina. Kvennalið Roma tryggði sér ítalska meistaratitilinn í fyrsta sinn þegar liðið vann Fiorentina, lið Alexöndru Jóhannsdóttur, 2-1 á heimavelli um helgina. Þar með var forskotið á næsta lið, Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllur í Juventus, orðið nógu mikið til að titillinn væri í höfn þó að enn séu þrjár umferðir eftir. Haavi ætlaði líkt og fleiri leikmenn Roma að fagna titlinum með því að veifa fána sinnar þjóðar. En eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan þá gekk það ekki alveg upp. I don t know if I should cry or laugh https://t.co/oL311HUhPV— Emilie Bosshard Haavi (@EmilieHaavi) May 3, 2023 Haavi reyndist nefnilega hafa fengið íslenska fánann í stað þess norska. Ekki er ljóst hvernig það gerðist, og þó að fánarnir séu vissulega í sömu litum þá virtist Haavi svo sannarlega ekki skemmt þegar hún sá íslenska fánann. Og Haavi gat ekki látið neinn af liðsfélögum sínum fá íslenska fánann því Roma er eina liðið af þeim fimm efstu í ítölsku deildinni sem ekki er með Íslending innanborðs. Sara er með Juventus í 2. sæti, Guðný Árnadóttir með AC Milan í 3. sæti, Alexandra með Fiorentina í 4. sæti og Anna Björk Kristjánsdóttir með Inter í 5. sæti. Haavi fagnaði hins vegar vel eins og aðrir Rómverjar. #ASRomaFemminile pic.twitter.com/PdcjFZwceF— AS Roma Femminile (@ASRomaFemminile) May 1, 2023 Kvennalið Roma spilaði fyrst í ítölsku A-deildinni tímabilið 2018-19 og hafa Úlfynjurnar verið fljótar að láta til sín taka. Þær unnu ítalska bikarmeistaratitilinn árið 2021 og urðu í 2. sæti ítölsku deildarinnar í fyrra, áður en þær tóku svo titilinn í ár. Þá komust þær í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en urðu þar að sætta sig við stórt tap gegn Barcelona sem komið er í úrslitaleikinn gegn Wolfsburg í keppninni. Ítalski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Kvennalið Roma tryggði sér ítalska meistaratitilinn í fyrsta sinn þegar liðið vann Fiorentina, lið Alexöndru Jóhannsdóttur, 2-1 á heimavelli um helgina. Þar með var forskotið á næsta lið, Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllur í Juventus, orðið nógu mikið til að titillinn væri í höfn þó að enn séu þrjár umferðir eftir. Haavi ætlaði líkt og fleiri leikmenn Roma að fagna titlinum með því að veifa fána sinnar þjóðar. En eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan þá gekk það ekki alveg upp. I don t know if I should cry or laugh https://t.co/oL311HUhPV— Emilie Bosshard Haavi (@EmilieHaavi) May 3, 2023 Haavi reyndist nefnilega hafa fengið íslenska fánann í stað þess norska. Ekki er ljóst hvernig það gerðist, og þó að fánarnir séu vissulega í sömu litum þá virtist Haavi svo sannarlega ekki skemmt þegar hún sá íslenska fánann. Og Haavi gat ekki látið neinn af liðsfélögum sínum fá íslenska fánann því Roma er eina liðið af þeim fimm efstu í ítölsku deildinni sem ekki er með Íslending innanborðs. Sara er með Juventus í 2. sæti, Guðný Árnadóttir með AC Milan í 3. sæti, Alexandra með Fiorentina í 4. sæti og Anna Björk Kristjánsdóttir með Inter í 5. sæti. Haavi fagnaði hins vegar vel eins og aðrir Rómverjar. #ASRomaFemminile pic.twitter.com/PdcjFZwceF— AS Roma Femminile (@ASRomaFemminile) May 1, 2023 Kvennalið Roma spilaði fyrst í ítölsku A-deildinni tímabilið 2018-19 og hafa Úlfynjurnar verið fljótar að láta til sín taka. Þær unnu ítalska bikarmeistaratitilinn árið 2021 og urðu í 2. sæti ítölsku deildarinnar í fyrra, áður en þær tóku svo titilinn í ár. Þá komust þær í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en urðu þar að sætta sig við stórt tap gegn Barcelona sem komið er í úrslitaleikinn gegn Wolfsburg í keppninni.
Ítalski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira