Hissa og hneyksluð þegar hún sá íslenska fánann Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 11:01 Úlfynjurnar í Roma fögnuðu ítalska meistaratitlinum í fyrsta sinn um helgina. Getty/Luciano Rossi Norska landsliðskonan Emilie Haavi vissi ekki hvort hún ætti að hlæja eða gráta þegar hún sá íslenska fánann í fagnaðarlátunum eftir að hafa orðið ítalskur meistari í fótbolta með Roma um helgina. Kvennalið Roma tryggði sér ítalska meistaratitilinn í fyrsta sinn þegar liðið vann Fiorentina, lið Alexöndru Jóhannsdóttur, 2-1 á heimavelli um helgina. Þar með var forskotið á næsta lið, Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllur í Juventus, orðið nógu mikið til að titillinn væri í höfn þó að enn séu þrjár umferðir eftir. Haavi ætlaði líkt og fleiri leikmenn Roma að fagna titlinum með því að veifa fána sinnar þjóðar. En eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan þá gekk það ekki alveg upp. I don t know if I should cry or laugh https://t.co/oL311HUhPV— Emilie Bosshard Haavi (@EmilieHaavi) May 3, 2023 Haavi reyndist nefnilega hafa fengið íslenska fánann í stað þess norska. Ekki er ljóst hvernig það gerðist, og þó að fánarnir séu vissulega í sömu litum þá virtist Haavi svo sannarlega ekki skemmt þegar hún sá íslenska fánann. Og Haavi gat ekki látið neinn af liðsfélögum sínum fá íslenska fánann því Roma er eina liðið af þeim fimm efstu í ítölsku deildinni sem ekki er með Íslending innanborðs. Sara er með Juventus í 2. sæti, Guðný Árnadóttir með AC Milan í 3. sæti, Alexandra með Fiorentina í 4. sæti og Anna Björk Kristjánsdóttir með Inter í 5. sæti. Haavi fagnaði hins vegar vel eins og aðrir Rómverjar. #ASRomaFemminile pic.twitter.com/PdcjFZwceF— AS Roma Femminile (@ASRomaFemminile) May 1, 2023 Kvennalið Roma spilaði fyrst í ítölsku A-deildinni tímabilið 2018-19 og hafa Úlfynjurnar verið fljótar að láta til sín taka. Þær unnu ítalska bikarmeistaratitilinn árið 2021 og urðu í 2. sæti ítölsku deildarinnar í fyrra, áður en þær tóku svo titilinn í ár. Þá komust þær í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en urðu þar að sætta sig við stórt tap gegn Barcelona sem komið er í úrslitaleikinn gegn Wolfsburg í keppninni. Ítalski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Golf Fleiri fréttir Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Sjá meira
Kvennalið Roma tryggði sér ítalska meistaratitilinn í fyrsta sinn þegar liðið vann Fiorentina, lið Alexöndru Jóhannsdóttur, 2-1 á heimavelli um helgina. Þar með var forskotið á næsta lið, Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllur í Juventus, orðið nógu mikið til að titillinn væri í höfn þó að enn séu þrjár umferðir eftir. Haavi ætlaði líkt og fleiri leikmenn Roma að fagna titlinum með því að veifa fána sinnar þjóðar. En eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan þá gekk það ekki alveg upp. I don t know if I should cry or laugh https://t.co/oL311HUhPV— Emilie Bosshard Haavi (@EmilieHaavi) May 3, 2023 Haavi reyndist nefnilega hafa fengið íslenska fánann í stað þess norska. Ekki er ljóst hvernig það gerðist, og þó að fánarnir séu vissulega í sömu litum þá virtist Haavi svo sannarlega ekki skemmt þegar hún sá íslenska fánann. Og Haavi gat ekki látið neinn af liðsfélögum sínum fá íslenska fánann því Roma er eina liðið af þeim fimm efstu í ítölsku deildinni sem ekki er með Íslending innanborðs. Sara er með Juventus í 2. sæti, Guðný Árnadóttir með AC Milan í 3. sæti, Alexandra með Fiorentina í 4. sæti og Anna Björk Kristjánsdóttir með Inter í 5. sæti. Haavi fagnaði hins vegar vel eins og aðrir Rómverjar. #ASRomaFemminile pic.twitter.com/PdcjFZwceF— AS Roma Femminile (@ASRomaFemminile) May 1, 2023 Kvennalið Roma spilaði fyrst í ítölsku A-deildinni tímabilið 2018-19 og hafa Úlfynjurnar verið fljótar að láta til sín taka. Þær unnu ítalska bikarmeistaratitilinn árið 2021 og urðu í 2. sæti ítölsku deildarinnar í fyrra, áður en þær tóku svo titilinn í ár. Þá komust þær í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en urðu þar að sætta sig við stórt tap gegn Barcelona sem komið er í úrslitaleikinn gegn Wolfsburg í keppninni.
Ítalski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Golf Fleiri fréttir Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Sjá meira