Juventus og Atalanta með með mikilvæga sigra í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2023 18:19 Dusan Vlahovic skoraði fyrir Juventus í dag. Vísir/Getty Juventus tyllti sér í annað sæti Serie A eftir 2-1 sigur á Lecce í dag. Þá er Atalanta komið upp í fjórða sæti deildarinnar eftir sigur á Spezia. Juventus komst á ný í baráttuna um sæti í Meistaradeildinni á dögunum þegar liðið fékk til baka þau fimmtán stig sem dæmd voru af þeim fyrr í vetur fyrir brot á félagaskiptareglum. Í dag mætti liðið liði Lecce á heimavelli en Þórir Jóhann Helgason byrjaði á varamannabekknum hjá gestunum. Leandro Paredes kom Juventus yfir á 15. mínútu en Assan Ceesay jafnaði 1-1 fyrir Lecce úr víti á 37. mínútu en Lecce var fyrir leikinn í sextánda sæti, rétt fyrir ofan fallsæti. Aðeins þremur mínútum eftir mark Ceesay skoraði Dusan Vlahovic hins vegar sigurmarkið fyrir Juventus eftir sendingu Filip Kostic. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleiknum og Juventus fagnaði 2-1 sigri. Þórir Jóhann kom ekkert við sögu hjá Lecce. Liðið er nú í öðru sæti deildarinnar. tveimur stigum á undan Lazio sem á leik í kvöld gegn Sassuolo. Atalanta með í Meistaradeildarbaráttu Atalanta situr í fjórða sætinu eftir 3-2 sigur á Spezia í dag. Gestirnir í Spezia komust yfir á 18. mínútu með marki frá Emmanuel Gyasi en Marten De Roon jafnaði fyrir Atalanta á 32. mínútu og staðan í hálfleik var 1-1. Í síðari hálfleik tryggðu heimamenn sér síðan stigin þrjú. Davide Zappacosta kom Atalanta í 2-1 á 48. mínútu og sex mínútum síðar skoraði Luis Muriel þriðja mark heimaliðsins. Mehdi Bourabia minnkaði muninn í 3-2 tíu mínútum síðar en þar við sat og Atalanta komið upp í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi á undan Roma og AC Milan sem bæði eiga leik til góða í kvöld. Það var sannkallaður markaleikur þegar Salernitana tók á móti Fiorentina. Boulaye Dia kom Salernitana í þrígang í forystu en ávallt tókst Fiorentina að jafna. Fyrst var það Nicolas Gonzalez, síðan Jonathan Ikone og loks Cristiano Biraghi sex mínútum fyrir leikslok, aðeins þremur mínútum eftir að Dia hafði fullkomnað þrennuna. Að lokum sóttu liðsmenn Torinu góðan sigur hjá Sampdoria þar sem þeir unnu 2-0 útisigur. Alessandro Buongiorno kom Torinu í 1-0 á 31. mínútu of Pietro Pellegri innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. Torinu siglir lygnan sjó í deildinni en Sampdoria er í neðsta sætinu og virðist fátt geta komið í veg fyrir fall niður í Serie B. Ítalski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira
Juventus komst á ný í baráttuna um sæti í Meistaradeildinni á dögunum þegar liðið fékk til baka þau fimmtán stig sem dæmd voru af þeim fyrr í vetur fyrir brot á félagaskiptareglum. Í dag mætti liðið liði Lecce á heimavelli en Þórir Jóhann Helgason byrjaði á varamannabekknum hjá gestunum. Leandro Paredes kom Juventus yfir á 15. mínútu en Assan Ceesay jafnaði 1-1 fyrir Lecce úr víti á 37. mínútu en Lecce var fyrir leikinn í sextánda sæti, rétt fyrir ofan fallsæti. Aðeins þremur mínútum eftir mark Ceesay skoraði Dusan Vlahovic hins vegar sigurmarkið fyrir Juventus eftir sendingu Filip Kostic. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleiknum og Juventus fagnaði 2-1 sigri. Þórir Jóhann kom ekkert við sögu hjá Lecce. Liðið er nú í öðru sæti deildarinnar. tveimur stigum á undan Lazio sem á leik í kvöld gegn Sassuolo. Atalanta með í Meistaradeildarbaráttu Atalanta situr í fjórða sætinu eftir 3-2 sigur á Spezia í dag. Gestirnir í Spezia komust yfir á 18. mínútu með marki frá Emmanuel Gyasi en Marten De Roon jafnaði fyrir Atalanta á 32. mínútu og staðan í hálfleik var 1-1. Í síðari hálfleik tryggðu heimamenn sér síðan stigin þrjú. Davide Zappacosta kom Atalanta í 2-1 á 48. mínútu og sex mínútum síðar skoraði Luis Muriel þriðja mark heimaliðsins. Mehdi Bourabia minnkaði muninn í 3-2 tíu mínútum síðar en þar við sat og Atalanta komið upp í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi á undan Roma og AC Milan sem bæði eiga leik til góða í kvöld. Það var sannkallaður markaleikur þegar Salernitana tók á móti Fiorentina. Boulaye Dia kom Salernitana í þrígang í forystu en ávallt tókst Fiorentina að jafna. Fyrst var það Nicolas Gonzalez, síðan Jonathan Ikone og loks Cristiano Biraghi sex mínútum fyrir leikslok, aðeins þremur mínútum eftir að Dia hafði fullkomnað þrennuna. Að lokum sóttu liðsmenn Torinu góðan sigur hjá Sampdoria þar sem þeir unnu 2-0 útisigur. Alessandro Buongiorno kom Torinu í 1-0 á 31. mínútu of Pietro Pellegri innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. Torinu siglir lygnan sjó í deildinni en Sampdoria er í neðsta sætinu og virðist fátt geta komið í veg fyrir fall niður í Serie B.
Ítalski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira