Juventus og Atalanta með með mikilvæga sigra í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2023 18:19 Dusan Vlahovic skoraði fyrir Juventus í dag. Vísir/Getty Juventus tyllti sér í annað sæti Serie A eftir 2-1 sigur á Lecce í dag. Þá er Atalanta komið upp í fjórða sæti deildarinnar eftir sigur á Spezia. Juventus komst á ný í baráttuna um sæti í Meistaradeildinni á dögunum þegar liðið fékk til baka þau fimmtán stig sem dæmd voru af þeim fyrr í vetur fyrir brot á félagaskiptareglum. Í dag mætti liðið liði Lecce á heimavelli en Þórir Jóhann Helgason byrjaði á varamannabekknum hjá gestunum. Leandro Paredes kom Juventus yfir á 15. mínútu en Assan Ceesay jafnaði 1-1 fyrir Lecce úr víti á 37. mínútu en Lecce var fyrir leikinn í sextánda sæti, rétt fyrir ofan fallsæti. Aðeins þremur mínútum eftir mark Ceesay skoraði Dusan Vlahovic hins vegar sigurmarkið fyrir Juventus eftir sendingu Filip Kostic. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleiknum og Juventus fagnaði 2-1 sigri. Þórir Jóhann kom ekkert við sögu hjá Lecce. Liðið er nú í öðru sæti deildarinnar. tveimur stigum á undan Lazio sem á leik í kvöld gegn Sassuolo. Atalanta með í Meistaradeildarbaráttu Atalanta situr í fjórða sætinu eftir 3-2 sigur á Spezia í dag. Gestirnir í Spezia komust yfir á 18. mínútu með marki frá Emmanuel Gyasi en Marten De Roon jafnaði fyrir Atalanta á 32. mínútu og staðan í hálfleik var 1-1. Í síðari hálfleik tryggðu heimamenn sér síðan stigin þrjú. Davide Zappacosta kom Atalanta í 2-1 á 48. mínútu og sex mínútum síðar skoraði Luis Muriel þriðja mark heimaliðsins. Mehdi Bourabia minnkaði muninn í 3-2 tíu mínútum síðar en þar við sat og Atalanta komið upp í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi á undan Roma og AC Milan sem bæði eiga leik til góða í kvöld. Það var sannkallaður markaleikur þegar Salernitana tók á móti Fiorentina. Boulaye Dia kom Salernitana í þrígang í forystu en ávallt tókst Fiorentina að jafna. Fyrst var það Nicolas Gonzalez, síðan Jonathan Ikone og loks Cristiano Biraghi sex mínútum fyrir leikslok, aðeins þremur mínútum eftir að Dia hafði fullkomnað þrennuna. Að lokum sóttu liðsmenn Torinu góðan sigur hjá Sampdoria þar sem þeir unnu 2-0 útisigur. Alessandro Buongiorno kom Torinu í 1-0 á 31. mínútu of Pietro Pellegri innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. Torinu siglir lygnan sjó í deildinni en Sampdoria er í neðsta sætinu og virðist fátt geta komið í veg fyrir fall niður í Serie B. Ítalski boltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Juventus komst á ný í baráttuna um sæti í Meistaradeildinni á dögunum þegar liðið fékk til baka þau fimmtán stig sem dæmd voru af þeim fyrr í vetur fyrir brot á félagaskiptareglum. Í dag mætti liðið liði Lecce á heimavelli en Þórir Jóhann Helgason byrjaði á varamannabekknum hjá gestunum. Leandro Paredes kom Juventus yfir á 15. mínútu en Assan Ceesay jafnaði 1-1 fyrir Lecce úr víti á 37. mínútu en Lecce var fyrir leikinn í sextánda sæti, rétt fyrir ofan fallsæti. Aðeins þremur mínútum eftir mark Ceesay skoraði Dusan Vlahovic hins vegar sigurmarkið fyrir Juventus eftir sendingu Filip Kostic. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleiknum og Juventus fagnaði 2-1 sigri. Þórir Jóhann kom ekkert við sögu hjá Lecce. Liðið er nú í öðru sæti deildarinnar. tveimur stigum á undan Lazio sem á leik í kvöld gegn Sassuolo. Atalanta með í Meistaradeildarbaráttu Atalanta situr í fjórða sætinu eftir 3-2 sigur á Spezia í dag. Gestirnir í Spezia komust yfir á 18. mínútu með marki frá Emmanuel Gyasi en Marten De Roon jafnaði fyrir Atalanta á 32. mínútu og staðan í hálfleik var 1-1. Í síðari hálfleik tryggðu heimamenn sér síðan stigin þrjú. Davide Zappacosta kom Atalanta í 2-1 á 48. mínútu og sex mínútum síðar skoraði Luis Muriel þriðja mark heimaliðsins. Mehdi Bourabia minnkaði muninn í 3-2 tíu mínútum síðar en þar við sat og Atalanta komið upp í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi á undan Roma og AC Milan sem bæði eiga leik til góða í kvöld. Það var sannkallaður markaleikur þegar Salernitana tók á móti Fiorentina. Boulaye Dia kom Salernitana í þrígang í forystu en ávallt tókst Fiorentina að jafna. Fyrst var það Nicolas Gonzalez, síðan Jonathan Ikone og loks Cristiano Biraghi sex mínútum fyrir leikslok, aðeins þremur mínútum eftir að Dia hafði fullkomnað þrennuna. Að lokum sóttu liðsmenn Torinu góðan sigur hjá Sampdoria þar sem þeir unnu 2-0 útisigur. Alessandro Buongiorno kom Torinu í 1-0 á 31. mínútu of Pietro Pellegri innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. Torinu siglir lygnan sjó í deildinni en Sampdoria er í neðsta sætinu og virðist fátt geta komið í veg fyrir fall niður í Serie B.
Ítalski boltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira