Juventus og Atalanta með með mikilvæga sigra í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2023 18:19 Dusan Vlahovic skoraði fyrir Juventus í dag. Vísir/Getty Juventus tyllti sér í annað sæti Serie A eftir 2-1 sigur á Lecce í dag. Þá er Atalanta komið upp í fjórða sæti deildarinnar eftir sigur á Spezia. Juventus komst á ný í baráttuna um sæti í Meistaradeildinni á dögunum þegar liðið fékk til baka þau fimmtán stig sem dæmd voru af þeim fyrr í vetur fyrir brot á félagaskiptareglum. Í dag mætti liðið liði Lecce á heimavelli en Þórir Jóhann Helgason byrjaði á varamannabekknum hjá gestunum. Leandro Paredes kom Juventus yfir á 15. mínútu en Assan Ceesay jafnaði 1-1 fyrir Lecce úr víti á 37. mínútu en Lecce var fyrir leikinn í sextánda sæti, rétt fyrir ofan fallsæti. Aðeins þremur mínútum eftir mark Ceesay skoraði Dusan Vlahovic hins vegar sigurmarkið fyrir Juventus eftir sendingu Filip Kostic. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleiknum og Juventus fagnaði 2-1 sigri. Þórir Jóhann kom ekkert við sögu hjá Lecce. Liðið er nú í öðru sæti deildarinnar. tveimur stigum á undan Lazio sem á leik í kvöld gegn Sassuolo. Atalanta með í Meistaradeildarbaráttu Atalanta situr í fjórða sætinu eftir 3-2 sigur á Spezia í dag. Gestirnir í Spezia komust yfir á 18. mínútu með marki frá Emmanuel Gyasi en Marten De Roon jafnaði fyrir Atalanta á 32. mínútu og staðan í hálfleik var 1-1. Í síðari hálfleik tryggðu heimamenn sér síðan stigin þrjú. Davide Zappacosta kom Atalanta í 2-1 á 48. mínútu og sex mínútum síðar skoraði Luis Muriel þriðja mark heimaliðsins. Mehdi Bourabia minnkaði muninn í 3-2 tíu mínútum síðar en þar við sat og Atalanta komið upp í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi á undan Roma og AC Milan sem bæði eiga leik til góða í kvöld. Það var sannkallaður markaleikur þegar Salernitana tók á móti Fiorentina. Boulaye Dia kom Salernitana í þrígang í forystu en ávallt tókst Fiorentina að jafna. Fyrst var það Nicolas Gonzalez, síðan Jonathan Ikone og loks Cristiano Biraghi sex mínútum fyrir leikslok, aðeins þremur mínútum eftir að Dia hafði fullkomnað þrennuna. Að lokum sóttu liðsmenn Torinu góðan sigur hjá Sampdoria þar sem þeir unnu 2-0 útisigur. Alessandro Buongiorno kom Torinu í 1-0 á 31. mínútu of Pietro Pellegri innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. Torinu siglir lygnan sjó í deildinni en Sampdoria er í neðsta sætinu og virðist fátt geta komið í veg fyrir fall niður í Serie B. Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Sjá meira
Juventus komst á ný í baráttuna um sæti í Meistaradeildinni á dögunum þegar liðið fékk til baka þau fimmtán stig sem dæmd voru af þeim fyrr í vetur fyrir brot á félagaskiptareglum. Í dag mætti liðið liði Lecce á heimavelli en Þórir Jóhann Helgason byrjaði á varamannabekknum hjá gestunum. Leandro Paredes kom Juventus yfir á 15. mínútu en Assan Ceesay jafnaði 1-1 fyrir Lecce úr víti á 37. mínútu en Lecce var fyrir leikinn í sextánda sæti, rétt fyrir ofan fallsæti. Aðeins þremur mínútum eftir mark Ceesay skoraði Dusan Vlahovic hins vegar sigurmarkið fyrir Juventus eftir sendingu Filip Kostic. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleiknum og Juventus fagnaði 2-1 sigri. Þórir Jóhann kom ekkert við sögu hjá Lecce. Liðið er nú í öðru sæti deildarinnar. tveimur stigum á undan Lazio sem á leik í kvöld gegn Sassuolo. Atalanta með í Meistaradeildarbaráttu Atalanta situr í fjórða sætinu eftir 3-2 sigur á Spezia í dag. Gestirnir í Spezia komust yfir á 18. mínútu með marki frá Emmanuel Gyasi en Marten De Roon jafnaði fyrir Atalanta á 32. mínútu og staðan í hálfleik var 1-1. Í síðari hálfleik tryggðu heimamenn sér síðan stigin þrjú. Davide Zappacosta kom Atalanta í 2-1 á 48. mínútu og sex mínútum síðar skoraði Luis Muriel þriðja mark heimaliðsins. Mehdi Bourabia minnkaði muninn í 3-2 tíu mínútum síðar en þar við sat og Atalanta komið upp í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi á undan Roma og AC Milan sem bæði eiga leik til góða í kvöld. Það var sannkallaður markaleikur þegar Salernitana tók á móti Fiorentina. Boulaye Dia kom Salernitana í þrígang í forystu en ávallt tókst Fiorentina að jafna. Fyrst var það Nicolas Gonzalez, síðan Jonathan Ikone og loks Cristiano Biraghi sex mínútum fyrir leikslok, aðeins þremur mínútum eftir að Dia hafði fullkomnað þrennuna. Að lokum sóttu liðsmenn Torinu góðan sigur hjá Sampdoria þar sem þeir unnu 2-0 útisigur. Alessandro Buongiorno kom Torinu í 1-0 á 31. mínútu of Pietro Pellegri innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. Torinu siglir lygnan sjó í deildinni en Sampdoria er í neðsta sætinu og virðist fátt geta komið í veg fyrir fall niður í Serie B.
Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Sjá meira