Evrópumeistararnir missa annan lykilleikmann í meiðsli fyrir HM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. maí 2023 07:01 Fran Kirby (t.v.) verður ekki með enska landsliðinu á HM í sumar. Jonathan Moscrop/Getty Images Fran Kirby, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins í knattspyrnu, mun missa af HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar vegna meiðsla. Kirby greindi frá því í gær að hún þyrfti að gangast undir aðgerð á hné og vegna þess yrði hún frá í lengri tíma. HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi hefst þann 20. júlí, en Kirby verður ekki klár fyrir þann tíma. Þetta er annar lykilleikmaður ríkjandi Evrópumeistara á stuttum tíma sem þarf að gefa HM-draumunn upp á bátinn vegna meiðsla. Fyrirliði liðsins, Leah Williamson, sleit krossband á dögunum og verður því ekki með Englendingum á HM. Kirby, sem er 29 ára gömul, sagði frá meiðslunum á Twitter-síðu sinni í dag. Hún kveðst gríðarlega svekkt, en segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að vera klár fyrir næsta tímabil. „Eftir nokkurra mánaða endurhæfingu hef ég því miður þurft að taka þá ákvörðun að gangast undir aðgerð á hné,“ sagði Kirby á Twitter. „Ég hef gert mitt besta til að reyna að forðast aðgerð, en því miður hef ég ekki náð nægilegum bata. Ég er gríðarlega svekkt og þetta þýðir að tímabilinu er lokið hjá mér og ég mun ekki geta tekið þátt á HM í sumar. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að verða tilbúinn fyrir næsta tímabil og óska liðsfélögum mínum hjá Chelsea góðs gengis það sem eftir lifir tímabils og Ljónynjunum mínum góðs gengis í sumar.“ ❤️💙 pic.twitter.com/EYvSu8wF4W— Fran Kirby (@frankirby) May 2, 2023 Kirby hefur leikið með enska landsliðinu frá árinu 2014 og á að baki 65 leiki fyrir liðið. Hún hefur skorað 17 mörk fyrir þjóð sína og var hluti af liðinu sem hafnaði í þriðja sæti á HM 2015 og varð Evrópumeistari með liðinu árið 2022. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Kirby greindi frá því í gær að hún þyrfti að gangast undir aðgerð á hné og vegna þess yrði hún frá í lengri tíma. HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi hefst þann 20. júlí, en Kirby verður ekki klár fyrir þann tíma. Þetta er annar lykilleikmaður ríkjandi Evrópumeistara á stuttum tíma sem þarf að gefa HM-draumunn upp á bátinn vegna meiðsla. Fyrirliði liðsins, Leah Williamson, sleit krossband á dögunum og verður því ekki með Englendingum á HM. Kirby, sem er 29 ára gömul, sagði frá meiðslunum á Twitter-síðu sinni í dag. Hún kveðst gríðarlega svekkt, en segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að vera klár fyrir næsta tímabil. „Eftir nokkurra mánaða endurhæfingu hef ég því miður þurft að taka þá ákvörðun að gangast undir aðgerð á hné,“ sagði Kirby á Twitter. „Ég hef gert mitt besta til að reyna að forðast aðgerð, en því miður hef ég ekki náð nægilegum bata. Ég er gríðarlega svekkt og þetta þýðir að tímabilinu er lokið hjá mér og ég mun ekki geta tekið þátt á HM í sumar. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að verða tilbúinn fyrir næsta tímabil og óska liðsfélögum mínum hjá Chelsea góðs gengis það sem eftir lifir tímabils og Ljónynjunum mínum góðs gengis í sumar.“ ❤️💙 pic.twitter.com/EYvSu8wF4W— Fran Kirby (@frankirby) May 2, 2023 Kirby hefur leikið með enska landsliðinu frá árinu 2014 og á að baki 65 leiki fyrir liðið. Hún hefur skorað 17 mörk fyrir þjóð sína og var hluti af liðinu sem hafnaði í þriðja sæti á HM 2015 og varð Evrópumeistari með liðinu árið 2022.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira