Evrópumeistararnir missa annan lykilleikmann í meiðsli fyrir HM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. maí 2023 07:01 Fran Kirby (t.v.) verður ekki með enska landsliðinu á HM í sumar. Jonathan Moscrop/Getty Images Fran Kirby, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins í knattspyrnu, mun missa af HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar vegna meiðsla. Kirby greindi frá því í gær að hún þyrfti að gangast undir aðgerð á hné og vegna þess yrði hún frá í lengri tíma. HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi hefst þann 20. júlí, en Kirby verður ekki klár fyrir þann tíma. Þetta er annar lykilleikmaður ríkjandi Evrópumeistara á stuttum tíma sem þarf að gefa HM-draumunn upp á bátinn vegna meiðsla. Fyrirliði liðsins, Leah Williamson, sleit krossband á dögunum og verður því ekki með Englendingum á HM. Kirby, sem er 29 ára gömul, sagði frá meiðslunum á Twitter-síðu sinni í dag. Hún kveðst gríðarlega svekkt, en segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að vera klár fyrir næsta tímabil. „Eftir nokkurra mánaða endurhæfingu hef ég því miður þurft að taka þá ákvörðun að gangast undir aðgerð á hné,“ sagði Kirby á Twitter. „Ég hef gert mitt besta til að reyna að forðast aðgerð, en því miður hef ég ekki náð nægilegum bata. Ég er gríðarlega svekkt og þetta þýðir að tímabilinu er lokið hjá mér og ég mun ekki geta tekið þátt á HM í sumar. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að verða tilbúinn fyrir næsta tímabil og óska liðsfélögum mínum hjá Chelsea góðs gengis það sem eftir lifir tímabils og Ljónynjunum mínum góðs gengis í sumar.“ ❤️💙 pic.twitter.com/EYvSu8wF4W— Fran Kirby (@frankirby) May 2, 2023 Kirby hefur leikið með enska landsliðinu frá árinu 2014 og á að baki 65 leiki fyrir liðið. Hún hefur skorað 17 mörk fyrir þjóð sína og var hluti af liðinu sem hafnaði í þriðja sæti á HM 2015 og varð Evrópumeistari með liðinu árið 2022. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sjá meira
Kirby greindi frá því í gær að hún þyrfti að gangast undir aðgerð á hné og vegna þess yrði hún frá í lengri tíma. HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi hefst þann 20. júlí, en Kirby verður ekki klár fyrir þann tíma. Þetta er annar lykilleikmaður ríkjandi Evrópumeistara á stuttum tíma sem þarf að gefa HM-draumunn upp á bátinn vegna meiðsla. Fyrirliði liðsins, Leah Williamson, sleit krossband á dögunum og verður því ekki með Englendingum á HM. Kirby, sem er 29 ára gömul, sagði frá meiðslunum á Twitter-síðu sinni í dag. Hún kveðst gríðarlega svekkt, en segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að vera klár fyrir næsta tímabil. „Eftir nokkurra mánaða endurhæfingu hef ég því miður þurft að taka þá ákvörðun að gangast undir aðgerð á hné,“ sagði Kirby á Twitter. „Ég hef gert mitt besta til að reyna að forðast aðgerð, en því miður hef ég ekki náð nægilegum bata. Ég er gríðarlega svekkt og þetta þýðir að tímabilinu er lokið hjá mér og ég mun ekki geta tekið þátt á HM í sumar. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að verða tilbúinn fyrir næsta tímabil og óska liðsfélögum mínum hjá Chelsea góðs gengis það sem eftir lifir tímabils og Ljónynjunum mínum góðs gengis í sumar.“ ❤️💙 pic.twitter.com/EYvSu8wF4W— Fran Kirby (@frankirby) May 2, 2023 Kirby hefur leikið með enska landsliðinu frá árinu 2014 og á að baki 65 leiki fyrir liðið. Hún hefur skorað 17 mörk fyrir þjóð sína og var hluti af liðinu sem hafnaði í þriðja sæti á HM 2015 og varð Evrópumeistari með liðinu árið 2022.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sjá meira