Flúði frá Ítalíu eftir manndrápstilraun og fór huldu höfði á Íslandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. maí 2023 15:56 Fram kemur í fréttum ítalskra miðla að lögreglan hafi tekið á móti manninum á Fiumicino flugvellinum í Róm þann 21.apríl síðastliðinn. Getty 43 ára Nígeríumaður sem flúði óafplánaðan fangelsisdóm á Ítalíu og fór huldu höfði á Íslandi hefur nú verið afhentur lögregluyfirvöldum í Róm. Fjölmargir ítalskir fjölmiðlar greina frá málinu. Maðurinn var sakfelldur af dómstól á Ítalíu fyrir að hafa árið 2011 átt aðild að tilraun til manndráps. Fram kemur í fréttum ítalskra miðla að maðurinn hafi ásamt fjórtán öðrum Nígeríubúum veist að 24 ára samlanda þeirra og voru þeir vopnaðir kylfum, glerflösku og sveðju. Árásin átti sér stað í Tor Bella Monaca hverfinu í Róm. Hópurinn réðst á manninn með höggum og spörkum og skildi hann síðan eftir með lífshættulega áverka víðsvegar um líkamann. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús strax í kjölfarið og lifði hann árásina af. Maðurinn og samverkamenn hans voru í kjölfarið handteknir og ákærðir fyrir brotið. Fram kemur að dómur hafi fallið yfir manninum á fyrsta dómstigi árið 2013, sem síðan var staðfestur af áfrýjunardómstóli. Hæstiréttur ómerkti hins vegar dóminn árið 2016 og í kjölfarið var manninum sleppt úr varðhaldi, eftir að hafa setið inni í þrjú ár. Hann flúði land í kjölfarið og var hvergi að finna. Árið 2020 féll síðan aftur dómur í málinu og var manninum þá gert að sæta fangelsi í 11 ár og sex mánuði. Dómnum var áfrýjað en þeirri beiðni var hafnað á síðasta ári. Maðurinn fór á þeim tíma enn huldu höfði en talið er að hann komið til Íslands í júlí síðastliðnum. Sagðist hafa orðið fyrir áfalli í fangelsinu Evrópsk handtökuskipun á hendur manninum var gefin út í febrúar síðastliðnum. Í handtökuskipuninni var óskað eftir handtöku og afhendingu mannsins til fullnustu refsingar í samræmi við framangreindan dóm. Það var síðan fyrir tilstilli íslenskra lögregluyfirvalda að hægt var rekja slóð mannsins hingað til lands og í kjölfarið var hann handtekinn. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að við skýrslutökur hjá lögreglu hafi maðurinn ekki viljað tjá sig um sakargiftir og málsatvik. Sagðist hann ekki vilja vera afhentur ítölskum yfirvöldum og kvaðst óttast að hann yrði drepinn í fangelsi ef til þess kæmi. Þá sagðist hann hafa orðið fyrir áfalli í fangelsinu á Ítalíu en gaf þó ekki skýringu á því hvers vegna hann hefði talið nauðsynlegt að flýja land. Maðurinn hélt því einnig fram að hann hefði ekki vitað af hinum nýja dómi og því talið að hann væri frjáls ferða sinna. Með hliðsjón af hinni evrópsku handtökuskipun og fyrirliggjandi upplýsinga um málsmeðferð fyrir ítölskum dómstólum tók ríkissaksóknari ákvörðun þann 23. mars síðastliðinn um að fallast á beiðni ítalskra yfirvalda um afhendingu mannsins til Ítalíu á grundvelli handtökuskipunarinnar. Fram kemur í fréttum ítalskra miðla að lögreglan hafi tekið á móti manninum á Fiumicino flugvellinum í Róm þann 21.apríl síðastliðinn og var hann í kjölfarið fluttur í Civitavecchia fangelsið að beiðni dómsmálayfirvalda. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ítalía Erlend sakamál Lögreglumál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Maðurinn var sakfelldur af dómstól á Ítalíu fyrir að hafa árið 2011 átt aðild að tilraun til manndráps. Fram kemur í fréttum ítalskra miðla að maðurinn hafi ásamt fjórtán öðrum Nígeríubúum veist að 24 ára samlanda þeirra og voru þeir vopnaðir kylfum, glerflösku og sveðju. Árásin átti sér stað í Tor Bella Monaca hverfinu í Róm. Hópurinn réðst á manninn með höggum og spörkum og skildi hann síðan eftir með lífshættulega áverka víðsvegar um líkamann. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús strax í kjölfarið og lifði hann árásina af. Maðurinn og samverkamenn hans voru í kjölfarið handteknir og ákærðir fyrir brotið. Fram kemur að dómur hafi fallið yfir manninum á fyrsta dómstigi árið 2013, sem síðan var staðfestur af áfrýjunardómstóli. Hæstiréttur ómerkti hins vegar dóminn árið 2016 og í kjölfarið var manninum sleppt úr varðhaldi, eftir að hafa setið inni í þrjú ár. Hann flúði land í kjölfarið og var hvergi að finna. Árið 2020 féll síðan aftur dómur í málinu og var manninum þá gert að sæta fangelsi í 11 ár og sex mánuði. Dómnum var áfrýjað en þeirri beiðni var hafnað á síðasta ári. Maðurinn fór á þeim tíma enn huldu höfði en talið er að hann komið til Íslands í júlí síðastliðnum. Sagðist hafa orðið fyrir áfalli í fangelsinu Evrópsk handtökuskipun á hendur manninum var gefin út í febrúar síðastliðnum. Í handtökuskipuninni var óskað eftir handtöku og afhendingu mannsins til fullnustu refsingar í samræmi við framangreindan dóm. Það var síðan fyrir tilstilli íslenskra lögregluyfirvalda að hægt var rekja slóð mannsins hingað til lands og í kjölfarið var hann handtekinn. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að við skýrslutökur hjá lögreglu hafi maðurinn ekki viljað tjá sig um sakargiftir og málsatvik. Sagðist hann ekki vilja vera afhentur ítölskum yfirvöldum og kvaðst óttast að hann yrði drepinn í fangelsi ef til þess kæmi. Þá sagðist hann hafa orðið fyrir áfalli í fangelsinu á Ítalíu en gaf þó ekki skýringu á því hvers vegna hann hefði talið nauðsynlegt að flýja land. Maðurinn hélt því einnig fram að hann hefði ekki vitað af hinum nýja dómi og því talið að hann væri frjáls ferða sinna. Með hliðsjón af hinni evrópsku handtökuskipun og fyrirliggjandi upplýsinga um málsmeðferð fyrir ítölskum dómstólum tók ríkissaksóknari ákvörðun þann 23. mars síðastliðinn um að fallast á beiðni ítalskra yfirvalda um afhendingu mannsins til Ítalíu á grundvelli handtökuskipunarinnar. Fram kemur í fréttum ítalskra miðla að lögreglan hafi tekið á móti manninum á Fiumicino flugvellinum í Róm þann 21.apríl síðastliðinn og var hann í kjölfarið fluttur í Civitavecchia fangelsið að beiðni dómsmálayfirvalda. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Ítalía Erlend sakamál Lögreglumál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira