Innlent

Útskrifaður af gjörgæslu eftir skipsbrunann í Njarðvíkurhöfn

Helena Rós Sturludóttir og Kjartan Kjartansson skrifa
Slökkviliðsmenn um borð í Grímsnesi GK-555 í síðustu viku. Upptök eldsins eru enn ókunn.
Slökkviliðsmenn um borð í Grímsnesi GK-555 í síðustu viku. Upptök eldsins eru enn ókunn. Vísir/Egill

Skipverji sem slasaðist þegar Grímsnes GK-555 brann í Njarðvíkurhöfn fyrir viku er útskrifaður af sjúkrahúsi. Rannsókn lögreglu á brunanum mannskæða er sögð miða vel áfram en ekki er talið að upptök eldsins hafi borið að með saknæmum hætti.

Pólskur skipskokkur á fimmtugsaldri fórst þegar eldur kom upp í skipinu sem lá við festar í Njarðvíkurhöfn aðfararnótt 25. apríl. Sjö voru um borð í skipinu þegar eldurinn kviknaði og lá einn þungt haldinn í gjörgæsludeild um tíma. Hann er nú laus af sjúkrahúsi.

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, gerir ráð fyrir að rannsókninni ljúki fljótlega.

„Rannsókninni miðar vel og er á lokametrunum. Ég held að niðurstaða komi í málið fljótlega,“ segir Úlfar í samtali við Vísi.

Lögreglan hefur þegar greint frá því að hún telji ekki að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur aðstoðað við rannsóknina.


Tengdar fréttir

Litlu mátti muna að fleiri færust um borð í Grímsnesinu

Einn maður lést og tveir slösuðust þegar eldur kom upp í Grímsnesi GK í Njarðvíkurhöfn í nótt. Ljóst er að litlu mátti muna að fleiri færust í brunanum sem var mjög erfiður viðureignar. Báturinn er mikið skemmdur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×