Innlent

Á­kærður fyrir að hafa hvatt móður til að brjóta á barni sínu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Héraðsdómur Vesturlands er í Borgarnesi og verður málið tekið þar fyrir eftir tvær vikur.
Héraðsdómur Vesturlands er í Borgarnesi og verður málið tekið þar fyrir eftir tvær vikur. Vísir/Egill

Fyrirtaka verður í Héraðsdómi Vesturlands 16. maí næstkomandi í máli karlmanns sem er ákærður fyrir að hafa hvatt móður til að brjóta kynferðislega á syni hennar og sýna ákærða það í gegnum farsíma. Maðurinn neitaði sök við þingfestingu málsins.

Þetta má lesa úr ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum að hluta. Ákæran hefur að miklu verið hreinsuð og verður þinghald í málinu lokað. 

Segir í ákærunni að maðurinn hafi gert tilraun til hlutdeildar í kynferðisbroti gegn barni. Hann hafi á ótilgreindu föstudagskvöldi hvatt konu til að „hafa önnur kynferðismök en samræði við son hennar, …………. með því að biðja hana um að fróa, nudda og strjúka getnaðarlim …….. og sýna ákærða það í gegnum farsíma hennar.“

Ekki liggur fyrir hvort bótakrafa hafi verið lögð fram í málinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×