Fótbolti

Mikael kom AGF aftur á sigurbraut

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mikael Anderson skoraði eina mark AGF í dag.
Mikael Anderson skoraði eina mark AGF í dag. AGF

Mikael Anderson skoraði eina mark leiksins er AGF vann góðan 1-0 útisigur gegn Nordsjællandi í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Mikael var á sínum stað í byrjunarliði AGF og kom liðinu í forystu eftir tæplega tuttugu mínútna leik. Hann var svo tekinn af velli þegar um tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Mikael og félagar voru án sigurs í seinustu tveimur deildarleikjum, en með sigrinum í dag heldur liðið sér enn í baráttunni um Evrópudæti.

AGF situr í fjórða sæti efri hluta dönsku deildarinnar með 43 stig eftir 27 leiki, þremur stigum minna en Viborg sem situr í þriðja sæti. Þriðja sætið gefur þátttökurétt í forkeppni Sambandsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×