Fótbolti

Yamal yngsti leikmaður Barcelona í sögunni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hinn 15 ára gamli Lamine Yamal upplifði stóra stund í gær.
Hinn 15 ára gamli Lamine Yamal upplifði stóra stund í gær. Pedro Salado/Quality Sport Images/Getty Images

Lamine Yamal varð í gær yngsti leikmaður Barcelona í sögunni þegar hann kom inn af varamannabekknum í 4-0 sigri liðsins gegn Real Betis. Yamal er aðeins 15 ára og 290 daga gamall.

Yamal verður 16 ára í júlí og er fimmti yngsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Luka Romero varð yngsti leikmaður deildarinnar frá upphafi þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir Mallorca gegn Real Madrid árið 2020, en hann var aðeins 15 ára og 219 daga gamall.

Þá má til gamans geta að í liði Real Betis var hinn 41 árs gamli Joaquin, sem fæddur er árið 1981. Yamal er fæddur árið 2007 og því er 26 ára aldursmunur á þeim félögum.

Eins og áður segir vann Barcelona nokkuð öruggan 4-0 sigur gegn Real Betis í gær þar sem Andreas Christensen, Robert Lewandowski og Raphinha sáu um markaskorun liðsins í fyrri hálfleik áður en Guido Rodriguez fyrir því óláni að setja boltann í eigið net stuttu fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×