Vann serbneska titilinn á mettíma en óvíst að hann haldi áfram með liðið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. apríl 2023 19:31 Miloš Milojević hefur náð frábærum árangri með Rauðu Stjörnuna. Catherine Steenkeste/Getty Images Hinn serbneski og íslenski Miloš Milojević stýrði Rauðu Stjörnunni til serbneska meistaratitilsins í fótbolta á mettíma á dögunum. Það er þó óvíst að hann stýri liðinu á næstu leiktíð. Rauða Stjarnan tryggði titilinn síðustu helgi eftir sigur á liði TSC þegar heilar sex umferðir voru eftir af deildarkeppninni. Liðið hefur unnið 27 leiki af 32 í vetur, ekki tapað leik og er með algjöra yfirburði. Miloš hefur stutt liðið frá æsku og er því draumur að rætast. „Við höfum verið yfirburðarlið og höfum mesta „ability“ í deildinni, þannig að það var mjög mikil pressa að vinna þennan titil því hann gefur beint sæti í Meistaradeildinni. Það var eina markmiðið sem þeir settu fyrir framan mig,“ sagði Miloš í samtali við Val Pál Eiríksson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Búinn að ná sínum markmiðum löngu fyrir settann tíma Miloš kveðst hafa verið að ná langtímamarkmiði á sínum ferli töluvert á undan áætlun og þurfi því að endurhugsa næstu skref. „Ég í rauninni veit ekki hvað ég á að gera núna. Mín markmið voru að vinna einhvern titil með Malmö áður en ég yrði 45 ára og ég gerði það í fyrra og svo hef ég sagt það að áður en ég verð 50 eða 55 ára vilji ég vinna einn deildartitil með Rauðu Stjörnunni. Ég er fertugur núna og verð 41 árs í september og er búinn að ná báðum þessum markmiðum.“ „Í rauninni þarf ég núna að setja mér nýtt markmið og sjá hvað það er sem ég vil gera til að halda mér á tánum og vera ánægður með það sem ég er að gera.“ Klippa: Milos glansar á heimavelli Óvíst að Miloš haldi áfram með liðið þrátt fyrir árangurinn Þrátt fyrir góðan árangur er óvíst að Miloš verði með liðið á næstu leiktíð, enda eru kröfurnar miklar hjá serbneska stórveldinu. „Rauða Stjarnan á að spila góðan fótbolta og liðið á að vinna titilinn sem við höfum núna gert. Það eiga allir að vera ánægðir. Ég er búinn að hafa góðan tíma og ég hef það á tilfinningunni að allir séu ánægðir, en samt hef ég á tilfinningunni að þeir sem stjórna vilji fá einhvern randari mann sem hefur áður spilað í Meistaradeildinni.“ „Mér finnst ég sjálfur tilbúinn að stjórna liði í Meistaradeildinni, en eina sem ég get gert er að vinna mína vinnu eins vel og ég get. Ég hef alltaf lagt hjartað í verkefnið og verið hundrað prósent með þeim þannig það verður ekkert vesen á milli mín og þeirra, það er hundrað prósent,“ sagði Miloš að lokum. Fótbolti Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Rauða Stjarnan tryggði titilinn síðustu helgi eftir sigur á liði TSC þegar heilar sex umferðir voru eftir af deildarkeppninni. Liðið hefur unnið 27 leiki af 32 í vetur, ekki tapað leik og er með algjöra yfirburði. Miloš hefur stutt liðið frá æsku og er því draumur að rætast. „Við höfum verið yfirburðarlið og höfum mesta „ability“ í deildinni, þannig að það var mjög mikil pressa að vinna þennan titil því hann gefur beint sæti í Meistaradeildinni. Það var eina markmiðið sem þeir settu fyrir framan mig,“ sagði Miloš í samtali við Val Pál Eiríksson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Búinn að ná sínum markmiðum löngu fyrir settann tíma Miloš kveðst hafa verið að ná langtímamarkmiði á sínum ferli töluvert á undan áætlun og þurfi því að endurhugsa næstu skref. „Ég í rauninni veit ekki hvað ég á að gera núna. Mín markmið voru að vinna einhvern titil með Malmö áður en ég yrði 45 ára og ég gerði það í fyrra og svo hef ég sagt það að áður en ég verð 50 eða 55 ára vilji ég vinna einn deildartitil með Rauðu Stjörnunni. Ég er fertugur núna og verð 41 árs í september og er búinn að ná báðum þessum markmiðum.“ „Í rauninni þarf ég núna að setja mér nýtt markmið og sjá hvað það er sem ég vil gera til að halda mér á tánum og vera ánægður með það sem ég er að gera.“ Klippa: Milos glansar á heimavelli Óvíst að Miloš haldi áfram með liðið þrátt fyrir árangurinn Þrátt fyrir góðan árangur er óvíst að Miloš verði með liðið á næstu leiktíð, enda eru kröfurnar miklar hjá serbneska stórveldinu. „Rauða Stjarnan á að spila góðan fótbolta og liðið á að vinna titilinn sem við höfum núna gert. Það eiga allir að vera ánægðir. Ég er búinn að hafa góðan tíma og ég hef það á tilfinningunni að allir séu ánægðir, en samt hef ég á tilfinningunni að þeir sem stjórna vilji fá einhvern randari mann sem hefur áður spilað í Meistaradeildinni.“ „Mér finnst ég sjálfur tilbúinn að stjórna liði í Meistaradeildinni, en eina sem ég get gert er að vinna mína vinnu eins vel og ég get. Ég hef alltaf lagt hjartað í verkefnið og verið hundrað prósent með þeim þannig það verður ekkert vesen á milli mín og þeirra, það er hundrað prósent,“ sagði Miloš að lokum.
Fótbolti Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira