Vann serbneska titilinn á mettíma en óvíst að hann haldi áfram með liðið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. apríl 2023 19:31 Miloš Milojević hefur náð frábærum árangri með Rauðu Stjörnuna. Catherine Steenkeste/Getty Images Hinn serbneski og íslenski Miloš Milojević stýrði Rauðu Stjörnunni til serbneska meistaratitilsins í fótbolta á mettíma á dögunum. Það er þó óvíst að hann stýri liðinu á næstu leiktíð. Rauða Stjarnan tryggði titilinn síðustu helgi eftir sigur á liði TSC þegar heilar sex umferðir voru eftir af deildarkeppninni. Liðið hefur unnið 27 leiki af 32 í vetur, ekki tapað leik og er með algjöra yfirburði. Miloš hefur stutt liðið frá æsku og er því draumur að rætast. „Við höfum verið yfirburðarlið og höfum mesta „ability“ í deildinni, þannig að það var mjög mikil pressa að vinna þennan titil því hann gefur beint sæti í Meistaradeildinni. Það var eina markmiðið sem þeir settu fyrir framan mig,“ sagði Miloš í samtali við Val Pál Eiríksson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Búinn að ná sínum markmiðum löngu fyrir settann tíma Miloš kveðst hafa verið að ná langtímamarkmiði á sínum ferli töluvert á undan áætlun og þurfi því að endurhugsa næstu skref. „Ég í rauninni veit ekki hvað ég á að gera núna. Mín markmið voru að vinna einhvern titil með Malmö áður en ég yrði 45 ára og ég gerði það í fyrra og svo hef ég sagt það að áður en ég verð 50 eða 55 ára vilji ég vinna einn deildartitil með Rauðu Stjörnunni. Ég er fertugur núna og verð 41 árs í september og er búinn að ná báðum þessum markmiðum.“ „Í rauninni þarf ég núna að setja mér nýtt markmið og sjá hvað það er sem ég vil gera til að halda mér á tánum og vera ánægður með það sem ég er að gera.“ Klippa: Milos glansar á heimavelli Óvíst að Miloš haldi áfram með liðið þrátt fyrir árangurinn Þrátt fyrir góðan árangur er óvíst að Miloš verði með liðið á næstu leiktíð, enda eru kröfurnar miklar hjá serbneska stórveldinu. „Rauða Stjarnan á að spila góðan fótbolta og liðið á að vinna titilinn sem við höfum núna gert. Það eiga allir að vera ánægðir. Ég er búinn að hafa góðan tíma og ég hef það á tilfinningunni að allir séu ánægðir, en samt hef ég á tilfinningunni að þeir sem stjórna vilji fá einhvern randari mann sem hefur áður spilað í Meistaradeildinni.“ „Mér finnst ég sjálfur tilbúinn að stjórna liði í Meistaradeildinni, en eina sem ég get gert er að vinna mína vinnu eins vel og ég get. Ég hef alltaf lagt hjartað í verkefnið og verið hundrað prósent með þeim þannig það verður ekkert vesen á milli mín og þeirra, það er hundrað prósent,“ sagði Miloš að lokum. Fótbolti Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Rauða Stjarnan tryggði titilinn síðustu helgi eftir sigur á liði TSC þegar heilar sex umferðir voru eftir af deildarkeppninni. Liðið hefur unnið 27 leiki af 32 í vetur, ekki tapað leik og er með algjöra yfirburði. Miloš hefur stutt liðið frá æsku og er því draumur að rætast. „Við höfum verið yfirburðarlið og höfum mesta „ability“ í deildinni, þannig að það var mjög mikil pressa að vinna þennan titil því hann gefur beint sæti í Meistaradeildinni. Það var eina markmiðið sem þeir settu fyrir framan mig,“ sagði Miloš í samtali við Val Pál Eiríksson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Búinn að ná sínum markmiðum löngu fyrir settann tíma Miloš kveðst hafa verið að ná langtímamarkmiði á sínum ferli töluvert á undan áætlun og þurfi því að endurhugsa næstu skref. „Ég í rauninni veit ekki hvað ég á að gera núna. Mín markmið voru að vinna einhvern titil með Malmö áður en ég yrði 45 ára og ég gerði það í fyrra og svo hef ég sagt það að áður en ég verð 50 eða 55 ára vilji ég vinna einn deildartitil með Rauðu Stjörnunni. Ég er fertugur núna og verð 41 árs í september og er búinn að ná báðum þessum markmiðum.“ „Í rauninni þarf ég núna að setja mér nýtt markmið og sjá hvað það er sem ég vil gera til að halda mér á tánum og vera ánægður með það sem ég er að gera.“ Klippa: Milos glansar á heimavelli Óvíst að Miloš haldi áfram með liðið þrátt fyrir árangurinn Þrátt fyrir góðan árangur er óvíst að Miloš verði með liðið á næstu leiktíð, enda eru kröfurnar miklar hjá serbneska stórveldinu. „Rauða Stjarnan á að spila góðan fótbolta og liðið á að vinna titilinn sem við höfum núna gert. Það eiga allir að vera ánægðir. Ég er búinn að hafa góðan tíma og ég hef það á tilfinningunni að allir séu ánægðir, en samt hef ég á tilfinningunni að þeir sem stjórna vilji fá einhvern randari mann sem hefur áður spilað í Meistaradeildinni.“ „Mér finnst ég sjálfur tilbúinn að stjórna liði í Meistaradeildinni, en eina sem ég get gert er að vinna mína vinnu eins vel og ég get. Ég hef alltaf lagt hjartað í verkefnið og verið hundrað prósent með þeim þannig það verður ekkert vesen á milli mín og þeirra, það er hundrað prósent,“ sagði Miloš að lokum.
Fótbolti Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira