Vann serbneska titilinn á mettíma en óvíst að hann haldi áfram með liðið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. apríl 2023 19:31 Miloš Milojević hefur náð frábærum árangri með Rauðu Stjörnuna. Catherine Steenkeste/Getty Images Hinn serbneski og íslenski Miloš Milojević stýrði Rauðu Stjörnunni til serbneska meistaratitilsins í fótbolta á mettíma á dögunum. Það er þó óvíst að hann stýri liðinu á næstu leiktíð. Rauða Stjarnan tryggði titilinn síðustu helgi eftir sigur á liði TSC þegar heilar sex umferðir voru eftir af deildarkeppninni. Liðið hefur unnið 27 leiki af 32 í vetur, ekki tapað leik og er með algjöra yfirburði. Miloš hefur stutt liðið frá æsku og er því draumur að rætast. „Við höfum verið yfirburðarlið og höfum mesta „ability“ í deildinni, þannig að það var mjög mikil pressa að vinna þennan titil því hann gefur beint sæti í Meistaradeildinni. Það var eina markmiðið sem þeir settu fyrir framan mig,“ sagði Miloš í samtali við Val Pál Eiríksson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Búinn að ná sínum markmiðum löngu fyrir settann tíma Miloš kveðst hafa verið að ná langtímamarkmiði á sínum ferli töluvert á undan áætlun og þurfi því að endurhugsa næstu skref. „Ég í rauninni veit ekki hvað ég á að gera núna. Mín markmið voru að vinna einhvern titil með Malmö áður en ég yrði 45 ára og ég gerði það í fyrra og svo hef ég sagt það að áður en ég verð 50 eða 55 ára vilji ég vinna einn deildartitil með Rauðu Stjörnunni. Ég er fertugur núna og verð 41 árs í september og er búinn að ná báðum þessum markmiðum.“ „Í rauninni þarf ég núna að setja mér nýtt markmið og sjá hvað það er sem ég vil gera til að halda mér á tánum og vera ánægður með það sem ég er að gera.“ Klippa: Milos glansar á heimavelli Óvíst að Miloš haldi áfram með liðið þrátt fyrir árangurinn Þrátt fyrir góðan árangur er óvíst að Miloš verði með liðið á næstu leiktíð, enda eru kröfurnar miklar hjá serbneska stórveldinu. „Rauða Stjarnan á að spila góðan fótbolta og liðið á að vinna titilinn sem við höfum núna gert. Það eiga allir að vera ánægðir. Ég er búinn að hafa góðan tíma og ég hef það á tilfinningunni að allir séu ánægðir, en samt hef ég á tilfinningunni að þeir sem stjórna vilji fá einhvern randari mann sem hefur áður spilað í Meistaradeildinni.“ „Mér finnst ég sjálfur tilbúinn að stjórna liði í Meistaradeildinni, en eina sem ég get gert er að vinna mína vinnu eins vel og ég get. Ég hef alltaf lagt hjartað í verkefnið og verið hundrað prósent með þeim þannig það verður ekkert vesen á milli mín og þeirra, það er hundrað prósent,“ sagði Miloš að lokum. Fótbolti Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Sjá meira
Rauða Stjarnan tryggði titilinn síðustu helgi eftir sigur á liði TSC þegar heilar sex umferðir voru eftir af deildarkeppninni. Liðið hefur unnið 27 leiki af 32 í vetur, ekki tapað leik og er með algjöra yfirburði. Miloš hefur stutt liðið frá æsku og er því draumur að rætast. „Við höfum verið yfirburðarlið og höfum mesta „ability“ í deildinni, þannig að það var mjög mikil pressa að vinna þennan titil því hann gefur beint sæti í Meistaradeildinni. Það var eina markmiðið sem þeir settu fyrir framan mig,“ sagði Miloš í samtali við Val Pál Eiríksson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Búinn að ná sínum markmiðum löngu fyrir settann tíma Miloš kveðst hafa verið að ná langtímamarkmiði á sínum ferli töluvert á undan áætlun og þurfi því að endurhugsa næstu skref. „Ég í rauninni veit ekki hvað ég á að gera núna. Mín markmið voru að vinna einhvern titil með Malmö áður en ég yrði 45 ára og ég gerði það í fyrra og svo hef ég sagt það að áður en ég verð 50 eða 55 ára vilji ég vinna einn deildartitil með Rauðu Stjörnunni. Ég er fertugur núna og verð 41 árs í september og er búinn að ná báðum þessum markmiðum.“ „Í rauninni þarf ég núna að setja mér nýtt markmið og sjá hvað það er sem ég vil gera til að halda mér á tánum og vera ánægður með það sem ég er að gera.“ Klippa: Milos glansar á heimavelli Óvíst að Miloš haldi áfram með liðið þrátt fyrir árangurinn Þrátt fyrir góðan árangur er óvíst að Miloš verði með liðið á næstu leiktíð, enda eru kröfurnar miklar hjá serbneska stórveldinu. „Rauða Stjarnan á að spila góðan fótbolta og liðið á að vinna titilinn sem við höfum núna gert. Það eiga allir að vera ánægðir. Ég er búinn að hafa góðan tíma og ég hef það á tilfinningunni að allir séu ánægðir, en samt hef ég á tilfinningunni að þeir sem stjórna vilji fá einhvern randari mann sem hefur áður spilað í Meistaradeildinni.“ „Mér finnst ég sjálfur tilbúinn að stjórna liði í Meistaradeildinni, en eina sem ég get gert er að vinna mína vinnu eins vel og ég get. Ég hef alltaf lagt hjartað í verkefnið og verið hundrað prósent með þeim þannig það verður ekkert vesen á milli mín og þeirra, það er hundrað prósent,“ sagði Miloš að lokum.
Fótbolti Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Sjá meira