Hollywood muni laðast að Gufunesi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. apríl 2023 16:09 Teikningar af kvikmyndaverunum í Gufunesi. +Arkitektar Borgarstjóri segir að verið sé undirbúa framtíðina með stóru F-i í Gufunesi. Tvöföldun kvikmyndaveranna þar er meðal hundruð verkefna sem kynnt eru fundinum Athafnaborgin í dag. Athafnaborgin er árlegur kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs í Ráðhúsinu. „Þegar við byrjuðum á þessu fyrir um tíu árum var kannski ekki mikið að frétta en núna voru þetta mörg hundruð verkefni og nokkrar stórar fréttir sem var verið að kynna,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Framtíðin með stóru F-i Eitt af stærstu verkefnunum er tvöföldun á kvikmyndaverunum í Gufunesi. Samþykkt var í borgarráði í gær að ganga til samninga við RVK Studios og True North um að stækka lóðirnar. Fyrirtækin ætla að reisa 1.600 fermetra kvikmyndaver, hvert með 600 fermetra þjónusturými. Samanlagt eru þetta 8.800 fermetra byggingar. Leikstjórinn Baltasar Kormákur, eigandi RVK Studios, kynnti áætlanirnar á fundinum í dag. Baltasar Kormákur, eigandi RVK Studios, kynnti áformin á fundinum í dag.Vilhelm Gunnarsson Aðspurður um hvort að hið íslenska Hollywood sé að rísa í Gufunesi segir Dagur að kvikmyndaverið verði einstakt og beri þess merki að vera íslenskt. Hollywood muni laðast að því eins og við séum nú þegar farin að sjá. „Núna á að byggja upp það öfluga innviði að við getum tekist á hendur hvaða verkefni sem er. Í raun tvö stór verkefni á sama tíma. Það er verið að undirbúa framtíðina með stóru F-i þarna,“ segir Dagur. Fjölleikahús og þekkingarþorp Þá var einnig samþykkt að ganga til samninga við Vesturport um aðstöðu til þróunar sviðslista í Gufunesi. Vesturport hyggst byggja fjölnota húsnæði á 6.000 fermetra lóð. Hugmyndin er að vera með skapandi rými sem tengir saman leikhús, fjölleikahús og líkamsiðkun. Einnig jógasal, gufubað og listamannaíbúðir. Hyggst Vesturport nota húsið sem æfingarými en hópurinn hefur gert samning um að stýra uppsetningu á Frozen á Norðurlöndunum. Í vikunni var einnig undirrituð viljayfirlýsing í tengslum við Þekkingarþorpið í Vatnsmýri. Á vísindagarðasvæðinu mun Gróska tvöfaldast. Það er að annað frumkvöðla og nýsköpunarsetur við hliðina á Grósku. Metár í ferðaþjónustu Ein af stóru tíðindunum sem Dagur nefnir er að það stefnir í metár í ferðaþjónustu. Tölur um gistinætur sýni að árið verði stærra en árin fyrir covid faraldurinn. Dagur býst við metári í ferðaþjónustu í ár.Vilhelm Gunnarsson „Við erum búin að kortleggja þau verkefni sem eru í pípunum og erum að benda á uppbyggingarmöguleika á því sviði til að ferðaþjónustan þrýsti ekki um of á íbúðamarkaðinn,“ segir Dagur. Fyrir utan þessi verkefni séu ótal verkefni í bæði innviða og atvinnuuppbyggingu í Reykjavík. Þá bendir Dagur á að samkvæmt nýrri rannsókn Rannsóknarstofnunar verslunar og þjónustu að miðborgin sé í gríðarlegri sókn. Býsna spennandi tímar Á kynningarfundinum eru verkefni áberandi sem tengjast sköpun og nýsköpun. Dagur segir þetta vera býsna spennandi tíma í borginni. „Við höfum lagt áherslu á samvinnu við háskólana við atvinnulífið sem sé að búa til deiglu í þessu. Þetta er algjörlega að springa út í tengslum við Vatnsmýrina,“ segir hann. „Við sjáum líka að skapandi greinar í Gufunesi eru að verða risastór atvinnugrein innan borgarinnar. +Arkitektar +Arkitektar +Arkitektar +Arkitektar Reykjavík Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Bein útsending: Kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs Í dag fer fram kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs á vegum Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu. Fundurinn hefst klukkan 9 og verður sýndur í beinu streymi hér neðar í fréttinni. 28. apríl 2023 08:30 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Athafnaborgin er árlegur kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs í Ráðhúsinu. „Þegar við byrjuðum á þessu fyrir um tíu árum var kannski ekki mikið að frétta en núna voru þetta mörg hundruð verkefni og nokkrar stórar fréttir sem var verið að kynna,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Framtíðin með stóru F-i Eitt af stærstu verkefnunum er tvöföldun á kvikmyndaverunum í Gufunesi. Samþykkt var í borgarráði í gær að ganga til samninga við RVK Studios og True North um að stækka lóðirnar. Fyrirtækin ætla að reisa 1.600 fermetra kvikmyndaver, hvert með 600 fermetra þjónusturými. Samanlagt eru þetta 8.800 fermetra byggingar. Leikstjórinn Baltasar Kormákur, eigandi RVK Studios, kynnti áætlanirnar á fundinum í dag. Baltasar Kormákur, eigandi RVK Studios, kynnti áformin á fundinum í dag.Vilhelm Gunnarsson Aðspurður um hvort að hið íslenska Hollywood sé að rísa í Gufunesi segir Dagur að kvikmyndaverið verði einstakt og beri þess merki að vera íslenskt. Hollywood muni laðast að því eins og við séum nú þegar farin að sjá. „Núna á að byggja upp það öfluga innviði að við getum tekist á hendur hvaða verkefni sem er. Í raun tvö stór verkefni á sama tíma. Það er verið að undirbúa framtíðina með stóru F-i þarna,“ segir Dagur. Fjölleikahús og þekkingarþorp Þá var einnig samþykkt að ganga til samninga við Vesturport um aðstöðu til þróunar sviðslista í Gufunesi. Vesturport hyggst byggja fjölnota húsnæði á 6.000 fermetra lóð. Hugmyndin er að vera með skapandi rými sem tengir saman leikhús, fjölleikahús og líkamsiðkun. Einnig jógasal, gufubað og listamannaíbúðir. Hyggst Vesturport nota húsið sem æfingarými en hópurinn hefur gert samning um að stýra uppsetningu á Frozen á Norðurlöndunum. Í vikunni var einnig undirrituð viljayfirlýsing í tengslum við Þekkingarþorpið í Vatnsmýri. Á vísindagarðasvæðinu mun Gróska tvöfaldast. Það er að annað frumkvöðla og nýsköpunarsetur við hliðina á Grósku. Metár í ferðaþjónustu Ein af stóru tíðindunum sem Dagur nefnir er að það stefnir í metár í ferðaþjónustu. Tölur um gistinætur sýni að árið verði stærra en árin fyrir covid faraldurinn. Dagur býst við metári í ferðaþjónustu í ár.Vilhelm Gunnarsson „Við erum búin að kortleggja þau verkefni sem eru í pípunum og erum að benda á uppbyggingarmöguleika á því sviði til að ferðaþjónustan þrýsti ekki um of á íbúðamarkaðinn,“ segir Dagur. Fyrir utan þessi verkefni séu ótal verkefni í bæði innviða og atvinnuuppbyggingu í Reykjavík. Þá bendir Dagur á að samkvæmt nýrri rannsókn Rannsóknarstofnunar verslunar og þjónustu að miðborgin sé í gríðarlegri sókn. Býsna spennandi tímar Á kynningarfundinum eru verkefni áberandi sem tengjast sköpun og nýsköpun. Dagur segir þetta vera býsna spennandi tíma í borginni. „Við höfum lagt áherslu á samvinnu við háskólana við atvinnulífið sem sé að búa til deiglu í þessu. Þetta er algjörlega að springa út í tengslum við Vatnsmýrina,“ segir hann. „Við sjáum líka að skapandi greinar í Gufunesi eru að verða risastór atvinnugrein innan borgarinnar. +Arkitektar +Arkitektar +Arkitektar +Arkitektar
Reykjavík Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Bein útsending: Kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs Í dag fer fram kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs á vegum Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu. Fundurinn hefst klukkan 9 og verður sýndur í beinu streymi hér neðar í fréttinni. 28. apríl 2023 08:30 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Bein útsending: Kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs Í dag fer fram kynningarfundur um uppbyggingu innviða og atvinnulífs á vegum Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu. Fundurinn hefst klukkan 9 og verður sýndur í beinu streymi hér neðar í fréttinni. 28. apríl 2023 08:30