Pence bar vitni í kosningamáli Trump Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2023 08:56 Mike Pence íhugar enn mögulegt forsetaframboð. Láti hann verða af því etur hann kappi við Trump, fyrrverandi yfirboðara sinna. AP/Alex Brandon Kviðdómendur í ákærudómstól í Washington-borg hlýddu í gær á framburð Mike Pence, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, í tengslum við rannsókn á tilraunum Donalds Trump og bandamanna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Dómstóll hafði áður staðfest að Trump gæti ekki komið í veg fyrir vitnisburð Pence. Ákærudómstóllinn er liður í rannsókn dómsmálaráðuneytisins á tilraunum Trump og félaga til þess að snúa við tapi hans í kosningunum gegn Joe Biden. Pence er talinn geta vitnað um ákvðin samtöl og atburði í aðdraganda blóðugrar árásar stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021, að sögn AP-fréttastofunnar. Pence var stefnt til að bera vitni fyrr á þessu ári en Trump reyndi að koma í veg fyrir það og bar fyrir sig friðhelgi forsetaembættisins. Alríkisáfrýjunardómstóll hafnaði kröfu lögmanna hans. Ekki er ljóst hvað Pence kann að hafa sagt ákærudómstólnum, ef eitthvað. Dómari sem hafnaði kröfu Trump í mars úrskurðaði að ekki væri hægt að knýja fyrrverandi varaforsetann til þess að svara spurningum um nokkuð sem tengist því þegar hann hafði umsjón með því að öldungadeild þingsins staðfesti kosningaúrslitin 6. janúar. Í endurminningum sínum sem Pence birti nýlega sakaði hann Trump um að hafa stefnt fjölskyldu sinni og öllum þeim sem voru við þinghúsið þann dag í hættu. Sagan ætti eftir að dæma hann. Þrýstu á Pence að staðfesta ekki úrslitin Trump og bandamenn hans héldu, og halda enn, fram stoðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Í nokkrum ríkjum sem Trump tapaði fyrir Biden þar sem repúblikanar höfðu meirihluta á ríkisþinginu útbjuggu bandamenn hans falska lista með svokölluðum kjörmönnum sem kjósa formlega forseta. Pence var beittur miklum þrýstingi að koma í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti úrslit forsetakosninganna 6. janúar þrátt fyrir að hann stýrði aðeins formlega fundinum þar sem það var gert. Það ætluðu Trump og félagar að nýta sér til þess að koma að listunum með fölsku kjörmönnunum og fá þingið þannig til þess að gera hann að forseta. Pence hafði hins vegar engin völd til þess að koma í veg fyrir að úrslitin væru staðfest. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, rannsakar þessar tilraunir Trump til þess að snúa úrslitum kosninganna við. Hann hefur rætt við fjölda fyrrverandi ráðgjafa Trump, þar á meðal Pat Cipollone, yfirlögfræðing Hvíta hússins, og Stephen Miller. Samhliða rannsakar Smith meðferð Trump á leyniskjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti og hvort að hann hafi reynt að hindra rannsóknina á því. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heldur því fram að Mike Pence, þáverandi varaforseti sinn, hefði getað komið í veg fyrir ofbeldi stuðningsmanna Trumps við þinghúsið fyrir tveimur árum með því að hjálpa honum að snúa við úrslitum forsetakosninganna. 13. mars 2023 23:39 Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Sjá meira
Ákærudómstóllinn er liður í rannsókn dómsmálaráðuneytisins á tilraunum Trump og félaga til þess að snúa við tapi hans í kosningunum gegn Joe Biden. Pence er talinn geta vitnað um ákvðin samtöl og atburði í aðdraganda blóðugrar árásar stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021, að sögn AP-fréttastofunnar. Pence var stefnt til að bera vitni fyrr á þessu ári en Trump reyndi að koma í veg fyrir það og bar fyrir sig friðhelgi forsetaembættisins. Alríkisáfrýjunardómstóll hafnaði kröfu lögmanna hans. Ekki er ljóst hvað Pence kann að hafa sagt ákærudómstólnum, ef eitthvað. Dómari sem hafnaði kröfu Trump í mars úrskurðaði að ekki væri hægt að knýja fyrrverandi varaforsetann til þess að svara spurningum um nokkuð sem tengist því þegar hann hafði umsjón með því að öldungadeild þingsins staðfesti kosningaúrslitin 6. janúar. Í endurminningum sínum sem Pence birti nýlega sakaði hann Trump um að hafa stefnt fjölskyldu sinni og öllum þeim sem voru við þinghúsið þann dag í hættu. Sagan ætti eftir að dæma hann. Þrýstu á Pence að staðfesta ekki úrslitin Trump og bandamenn hans héldu, og halda enn, fram stoðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Í nokkrum ríkjum sem Trump tapaði fyrir Biden þar sem repúblikanar höfðu meirihluta á ríkisþinginu útbjuggu bandamenn hans falska lista með svokölluðum kjörmönnum sem kjósa formlega forseta. Pence var beittur miklum þrýstingi að koma í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti úrslit forsetakosninganna 6. janúar þrátt fyrir að hann stýrði aðeins formlega fundinum þar sem það var gert. Það ætluðu Trump og félagar að nýta sér til þess að koma að listunum með fölsku kjörmönnunum og fá þingið þannig til þess að gera hann að forseta. Pence hafði hins vegar engin völd til þess að koma í veg fyrir að úrslitin væru staðfest. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, rannsakar þessar tilraunir Trump til þess að snúa úrslitum kosninganna við. Hann hefur rætt við fjölda fyrrverandi ráðgjafa Trump, þar á meðal Pat Cipollone, yfirlögfræðing Hvíta hússins, og Stephen Miller. Samhliða rannsakar Smith meðferð Trump á leyniskjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti og hvort að hann hafi reynt að hindra rannsóknina á því.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heldur því fram að Mike Pence, þáverandi varaforseti sinn, hefði getað komið í veg fyrir ofbeldi stuðningsmanna Trumps við þinghúsið fyrir tveimur árum með því að hjálpa honum að snúa við úrslitum forsetakosninganna. 13. mars 2023 23:39 Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Sjá meira
Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heldur því fram að Mike Pence, þáverandi varaforseti sinn, hefði getað komið í veg fyrir ofbeldi stuðningsmanna Trumps við þinghúsið fyrir tveimur árum með því að hjálpa honum að snúa við úrslitum forsetakosninganna. 13. mars 2023 23:39
Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20