„Líkaminn er að hafna handleggnum“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. apríl 2023 13:10 Guðmundur Felix er þessa dagana á spítala að berjast við höfnunina. Steralyfjagjöf hefur verið aukin verulega að því er fram kemur í máli hans á Facebook. Vísir/Vilhelm Guðmundur Felix Grétarsson greinir í dag frá bakslagi eftir ígræðsluna á handleggjunum fyrir rúmum tveimur árum. Líkaminn er byrjaður að hafna handleggjunum og möguleiki er á að hann missi þá. „Það er smá bakslag hjá mér,“ segir Guðmundur í myndbandsupptöku sem hann birti á Facebook í dag. Guðmundur var þá staddur á spítala í steralyfjameðferð til að reyna snúa höfnun við.„Fyrir um tveimur eða þremur vikum síðan byrjaði ég að bólgna í kringum neglurnar. Þetta var heilmikil bólga og neglurnar byrjuðu að detta af,“ segir Guðmundur. „Þetta leit ekki vel út þannig að það var ákveðið að taka vefjasýni.“ Sögðu læknarnir að það væri möguleiki á að þetta væri höfnun, en gæti líka verið eitthvað annað. Uppruninn virtist vera í fingrunum, þar sem neglurnar verða til. Fékk hann í kjölfarið sterasprautur. Sá rauða díla Einkennin byrjuðu hins vegar að ágerast. „Um helgina byrjaði ég að sjá rauða díla. Í upphafi hafði ég ekki miklar áhyggjur en svo á mánudag og þriðjudag ágerðist þetta,“ segir Guðmundur. Ákvað hann því að senda læknateymi sínu myndir af handleggjunum, sem voru með útbrotum og roða. Höfnunin byrjaði í nöglunum. „Líkaminn er að hafna handleggnum,“ segir Guðmundur. Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem höfnunareinkenni komi upp hjá honum. Hjá sjúklingum sem hafa farið í ígræðslu komi höfnun yfirleitt upp á fyrstu vikunum eða mánuðunum eftir aðgerð. Sjaldgæfara sé að þetta gerist eftir meira en tvö ár, eins og hjá Guðmundi nú. Napalmsprengja á ónæmiskerfið Guðmundur segir að það sé möguleiki að hann missi handleggina. Læknarnir hafi ákveðið að auka steraskammtinn verulega, úr fimm milligrömmum á dag í fimm hundruð. „Þetta er eins og napalmsprengja sem tekur út ónæmiskerfið mitt algerlega,“ segir Guðmundur. „Ég vona að þetta dugi og að ég komist aftur á rétta leið.“ Handleggir græddir á Guðmund Felix Heilbrigðismál Tengdar fréttir Guðmundur Felix hjólaði í fyrsta sinn í 25 ár Guðmundur Felix Grétarsson hjólaði nýverið í fyrsta sinn eftir að hafa misst báða handleggi sína í slysi árið 1998. Hann stefnir á að geta hjólað til og frá spítala í Frakklandi þar sem hann býr. 20. apríl 2023 08:44 Guðmundur Felix með aðra hönd á stýri Guðmundur Felix Grétarsson er byrjaður að æfa sig að keyra með hægri hendinni. Síðan um aldamótin hefur hann eingöngu getað keyrt með fótstýri. Nú sér hann fram á að geta loksins keypt sér nýrri bíl. 19. febrúar 2023 12:51 Guðmundur Felix fagnar tveggja ára afmæli Guðmundur Felix Grétarsson fagnar því að tvö ár séu liðin frá því að hann fékk ágræddar hendur. Frönsk sjónvarpsstöð tók hús á honum í dag. 13. janúar 2023 21:36 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
„Það er smá bakslag hjá mér,“ segir Guðmundur í myndbandsupptöku sem hann birti á Facebook í dag. Guðmundur var þá staddur á spítala í steralyfjameðferð til að reyna snúa höfnun við.„Fyrir um tveimur eða þremur vikum síðan byrjaði ég að bólgna í kringum neglurnar. Þetta var heilmikil bólga og neglurnar byrjuðu að detta af,“ segir Guðmundur. „Þetta leit ekki vel út þannig að það var ákveðið að taka vefjasýni.“ Sögðu læknarnir að það væri möguleiki á að þetta væri höfnun, en gæti líka verið eitthvað annað. Uppruninn virtist vera í fingrunum, þar sem neglurnar verða til. Fékk hann í kjölfarið sterasprautur. Sá rauða díla Einkennin byrjuðu hins vegar að ágerast. „Um helgina byrjaði ég að sjá rauða díla. Í upphafi hafði ég ekki miklar áhyggjur en svo á mánudag og þriðjudag ágerðist þetta,“ segir Guðmundur. Ákvað hann því að senda læknateymi sínu myndir af handleggjunum, sem voru með útbrotum og roða. Höfnunin byrjaði í nöglunum. „Líkaminn er að hafna handleggnum,“ segir Guðmundur. Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem höfnunareinkenni komi upp hjá honum. Hjá sjúklingum sem hafa farið í ígræðslu komi höfnun yfirleitt upp á fyrstu vikunum eða mánuðunum eftir aðgerð. Sjaldgæfara sé að þetta gerist eftir meira en tvö ár, eins og hjá Guðmundi nú. Napalmsprengja á ónæmiskerfið Guðmundur segir að það sé möguleiki að hann missi handleggina. Læknarnir hafi ákveðið að auka steraskammtinn verulega, úr fimm milligrömmum á dag í fimm hundruð. „Þetta er eins og napalmsprengja sem tekur út ónæmiskerfið mitt algerlega,“ segir Guðmundur. „Ég vona að þetta dugi og að ég komist aftur á rétta leið.“
Handleggir græddir á Guðmund Felix Heilbrigðismál Tengdar fréttir Guðmundur Felix hjólaði í fyrsta sinn í 25 ár Guðmundur Felix Grétarsson hjólaði nýverið í fyrsta sinn eftir að hafa misst báða handleggi sína í slysi árið 1998. Hann stefnir á að geta hjólað til og frá spítala í Frakklandi þar sem hann býr. 20. apríl 2023 08:44 Guðmundur Felix með aðra hönd á stýri Guðmundur Felix Grétarsson er byrjaður að æfa sig að keyra með hægri hendinni. Síðan um aldamótin hefur hann eingöngu getað keyrt með fótstýri. Nú sér hann fram á að geta loksins keypt sér nýrri bíl. 19. febrúar 2023 12:51 Guðmundur Felix fagnar tveggja ára afmæli Guðmundur Felix Grétarsson fagnar því að tvö ár séu liðin frá því að hann fékk ágræddar hendur. Frönsk sjónvarpsstöð tók hús á honum í dag. 13. janúar 2023 21:36 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Guðmundur Felix hjólaði í fyrsta sinn í 25 ár Guðmundur Felix Grétarsson hjólaði nýverið í fyrsta sinn eftir að hafa misst báða handleggi sína í slysi árið 1998. Hann stefnir á að geta hjólað til og frá spítala í Frakklandi þar sem hann býr. 20. apríl 2023 08:44
Guðmundur Felix með aðra hönd á stýri Guðmundur Felix Grétarsson er byrjaður að æfa sig að keyra með hægri hendinni. Síðan um aldamótin hefur hann eingöngu getað keyrt með fótstýri. Nú sér hann fram á að geta loksins keypt sér nýrri bíl. 19. febrúar 2023 12:51
Guðmundur Felix fagnar tveggja ára afmæli Guðmundur Felix Grétarsson fagnar því að tvö ár séu liðin frá því að hann fékk ágræddar hendur. Frönsk sjónvarpsstöð tók hús á honum í dag. 13. janúar 2023 21:36