Segir mikilvægt að ráðast í þjóðarátak vegna ópíóðafaraldurs Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2023 11:59 Sýn/ Ívar Fannar Heilbrigðisráðherra segir vísbendingar um að ólögleg framleiðsla á ópíóðalyfjum fari fram hér á landi. Faraldurinn sem nú geisar sé samfélagslega verkefni og nauðsynlegt sé að skera upp herör. Þrjátíu og fimm manns yngri en fimmtugt hafa látist það sem af er ári af völdum fíkniefna. Síðustu daga hafa fréttir borist af fjölmörgum andlátum af völdum ofskömmtunar fíkniefna og hafa óstaðfestar fullyrðingar um fjölda þess efnis verið í dreifingu á samfélagsmiðlum.Ekki liggja fyrir staðfestar tölur hjá Landlæknisembættinu hvað varðar andlát af völdum ofskömmtunar en Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ greindi frá því í kvöldréttum Rúv í gær að 35 manns undir fimmtugu hafi látist af þeim völdum það sem af er ári. Hún óttast að metfjöldi muni falli frá á árinu úr ofskömmtun. Þjóðarátak mikilvægt Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem þessi mál voru til umræðu. Hann segir faraldur ríkja og að mikilvægt sé að ráðast í þjóðarátak. „Þetta er eins og nefnt er faraldur, ákall. Ég hlusta á fólkið sem er að sinna á sjúklingunum, ég hlusta á aðstandendur, og við heyrum þetta í samfélaginu,“ segir Willum. Hann segir að mikilvægt að umræðan um þessi málefni sé opin. „Það getur leitt okkur á þann stað að eyða fordómum sem mikið hefur verið rætt um í gegnum tíðina. Þetta er svipað og með umræðuna um geðsjúkdóma.“ Mikilvægt að viðbragðið sé hratt Willum segir sitt hlutverk vera að hlusta og bregðast við. Nauðsynlegt sé að bregðast við af krafti. „En þetta er auðvitað flókinn sjúkdómur, hann er auðvitað bráðdrepandi. Lífshættulegur. En hann er flókinn. Honum fylgja félagslegar áskoranir. Þannig að við þurfum fjölbreytt úrræði. Við þurfum að styrkja viðbragðsmeðferð. Þar að segja þegar sjúklingar þurfa stuðning og hjálp á þeim tímapunkti í þeim félagslegu aðstæðum þar sem þeir eru. Að við getum brugðist hratt við, hvort sem fólk kemur inn á heilsugæslu eða bráðamóttöku, að það fái þjónustu, að það taki eitthvað við, viðbragðið sé hratt, hvort heldur afeitrun eða við taki viðhaldsmeðferð.“ Að sögn Willums er þróunin stöðugt upp á við og það megi sjá í gögnum frá Lyfjanefnd og frá Vogi. En nú er mögulega eitthvað að gerast, brotna í samfélaginu okkar. Hann segir ekki vísbendingar um auknar lyfjaávísanir ópíóða sem gefi til kynna að hér fari fram ólögleg framleiðsla, sem sé auðvitað stórhættulegt. „Það þarf hreinlega að skera upp herör" Willum hyggst taka málið til umræðu á ríkisstjórnarfundi á föstudag en hann segir nauðsynlegt að bregðast við þvert á ráðuneyti. Þá sé mikilvægt að horfa til skaðaminnkandi úrræða en hingað til hafi verið gert allt of lítið. „Eru það fordómar eða eitthvað annað, ég ætla ekki að fullyrða um það. Ég veit bara að við þurfum að gera miklu miklu betur þar. Þetta er ákall, lífshættulegt og bráðdrepandi og við þurfum þessvegna að bregðast við því ákalli. Þetta er samfélagslegt verkefni, og það þarf hreinlega að skera upp herör.“ Varðandi Naloxon mótefni gegn ofskömmtun ópíóða segir Willum það til skoðunar að selja lyfið í lausasölu. „Þetta er mjög mikilvæg viðbót þegar fólk er í bráðaaðstæðum, andnauð, hjartastoppi. Fólk er óafvitandi að taka of sterk efni, það er erfitt fyrir sjúklinginn að átta sig á því hversu sterk efnin eru,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Heilbrigðismál Fíkn SÁÁ Tengdar fréttir Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Síðustu daga hafa fréttir borist af fjölmörgum andlátum af völdum ofskömmtunar fíkniefna og hafa óstaðfestar fullyrðingar um fjölda þess efnis verið í dreifingu á samfélagsmiðlum.Ekki liggja fyrir staðfestar tölur hjá Landlæknisembættinu hvað varðar andlát af völdum ofskömmtunar en Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ greindi frá því í kvöldréttum Rúv í gær að 35 manns undir fimmtugu hafi látist af þeim völdum það sem af er ári. Hún óttast að metfjöldi muni falli frá á árinu úr ofskömmtun. Þjóðarátak mikilvægt Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem þessi mál voru til umræðu. Hann segir faraldur ríkja og að mikilvægt sé að ráðast í þjóðarátak. „Þetta er eins og nefnt er faraldur, ákall. Ég hlusta á fólkið sem er að sinna á sjúklingunum, ég hlusta á aðstandendur, og við heyrum þetta í samfélaginu,“ segir Willum. Hann segir að mikilvægt að umræðan um þessi málefni sé opin. „Það getur leitt okkur á þann stað að eyða fordómum sem mikið hefur verið rætt um í gegnum tíðina. Þetta er svipað og með umræðuna um geðsjúkdóma.“ Mikilvægt að viðbragðið sé hratt Willum segir sitt hlutverk vera að hlusta og bregðast við. Nauðsynlegt sé að bregðast við af krafti. „En þetta er auðvitað flókinn sjúkdómur, hann er auðvitað bráðdrepandi. Lífshættulegur. En hann er flókinn. Honum fylgja félagslegar áskoranir. Þannig að við þurfum fjölbreytt úrræði. Við þurfum að styrkja viðbragðsmeðferð. Þar að segja þegar sjúklingar þurfa stuðning og hjálp á þeim tímapunkti í þeim félagslegu aðstæðum þar sem þeir eru. Að við getum brugðist hratt við, hvort sem fólk kemur inn á heilsugæslu eða bráðamóttöku, að það fái þjónustu, að það taki eitthvað við, viðbragðið sé hratt, hvort heldur afeitrun eða við taki viðhaldsmeðferð.“ Að sögn Willums er þróunin stöðugt upp á við og það megi sjá í gögnum frá Lyfjanefnd og frá Vogi. En nú er mögulega eitthvað að gerast, brotna í samfélaginu okkar. Hann segir ekki vísbendingar um auknar lyfjaávísanir ópíóða sem gefi til kynna að hér fari fram ólögleg framleiðsla, sem sé auðvitað stórhættulegt. „Það þarf hreinlega að skera upp herör" Willum hyggst taka málið til umræðu á ríkisstjórnarfundi á föstudag en hann segir nauðsynlegt að bregðast við þvert á ráðuneyti. Þá sé mikilvægt að horfa til skaðaminnkandi úrræða en hingað til hafi verið gert allt of lítið. „Eru það fordómar eða eitthvað annað, ég ætla ekki að fullyrða um það. Ég veit bara að við þurfum að gera miklu miklu betur þar. Þetta er ákall, lífshættulegt og bráðdrepandi og við þurfum þessvegna að bregðast við því ákalli. Þetta er samfélagslegt verkefni, og það þarf hreinlega að skera upp herör.“ Varðandi Naloxon mótefni gegn ofskömmtun ópíóða segir Willum það til skoðunar að selja lyfið í lausasölu. „Þetta er mjög mikilvæg viðbót þegar fólk er í bráðaaðstæðum, andnauð, hjartastoppi. Fólk er óafvitandi að taka of sterk efni, það er erfitt fyrir sjúklinginn að átta sig á því hversu sterk efnin eru,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðismál Fíkn SÁÁ Tengdar fréttir Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?