Fótbolti

Finnar mæta á Laugar­dals­völl í júlí

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Íslands.
Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Íslands. Getty Images

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun leika vináttuleik gegn Finnlandi á Laugardalsvelli þann 14. júlí næstkomandi. Frá þessu greindi Knattspyrnusamband Íslands í dag.

Í tilkynningu KSÍ segir um sé að ræða fyrri af tveimur vináttuleikjum liðsins sem leiknir verða í júlí. Sá síðari verður tilkynntur á næstunni.

Leikurinn gegn Finnum verður fimmti leikur Íslands á árinu og síðari vináttuleikurinn sá sjötti.

Ísland sigraði Pinatar-mótið í febrúar eftir 2-0 sigur á Skotlandi, 5-0 sigur á Filippseyjum og markalaust jafntefli gegn Wales.

Þá lék liðið tvo leiki fyrr í þessum mánuði. Sá fyrri var gegn Nýja-Sjálandi þar sem niðurstaðan var 1-1 jafntefli. Sá síðari var gegn Sviss og endaði með 2-1 sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×