Innlent

Bein út­sending: Nefndar­menn ræða lofts­lags­mark­mið Ís­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra er einn þeirra sem mætir á fund nefndarinnar í dag.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra er einn þeirra sem mætir á fund nefndarinnar í dag. Vísir/Vilhelm

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis heldur í dag opinn fund um loftslagsmarkmið Íslands. Meðal gesta verða Sigurður Hannesson og Sigríður Mogensen frá Samtökum iðnaðarins, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og fulltrúar frá Ungum umhverfissinnum.

Fundurinn hefst klukkan 9 og stendur til 11:15 og verður hægt að fylgjast með honum í beinu streymi að neðan.

Í síðustu viku var greint frá því að aðeins sé útlit fyrir að innan við helmingur þess samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem ríkisstjórnin stefni að fyrir lok áratugsins muni nást með núverandi aðgerðum. Kom fram að losun á Íslandi hafi aukist á milli ára árið 2021 en þó verið lægri en fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn.

Þetta kom fram í árlegri landsskýrslu Umhverfisstofnunar um losun gróðurhúsalofttegunda (NIR) fyrir árið 2021 sem skilað var til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins í mars. Losunartölurnar voru gerðar opinberar í síðustu viku.

Gestir fundarins í dag verða:

  • Kl. 9:00 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins
  • Kl. 9:25 Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, og Egill Ö. Hermannsson, varaforseti Ungra umhverfissinna
  • Kl. 10:25 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Halla Sigrún Sigurðardóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu stefnumótunar og innleiðingar hjá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneyti, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, sérfræðingur í umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneyti, Steinar Ingi Kolbeins, aðstoðarmaður ráðherra, Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri á sviði loftslagsmála og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, Nicole Keller, teymisstjóri í teymi losunarbókhalds Umhverfisstofnunar, og Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri orkuskipta og loftslagsmála Orkustofnunar

Tengdar fréttir

Loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar langt frá því að nást

Aðeins er útlit fyrir að innan við helmingur þess samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem ríkisstjórnin stefnir að fyrir lok áratugsins náist með núverandi aðgerðum. Losun á Íslandi jókst á milli ára árið 2021 en var þó ennþá lægri en fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn. 

Loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar langt frá því að nást

Aðeins er útlit fyrir að innan við helmingur þess samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda sem ríkisstjórnin stefnir að fyrir lok áratugsins náist með núverandi aðgerðum. Losun á Íslandi jókst á milli ára árið 2021 en var þó ennþá lægri en fyrir kórónuveiruheimsfaraldurinn. 

Ekki tíma­bært að kveða upp dóm um lofts­lags­mark­mið

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×