Innlent

Rof á út­sendingu RÚV í nótt

Bjarki Sigurðsson skrifar
Unnið er að því að koma öllu í gang aftur.
Unnið er að því að koma öllu í gang aftur. Vísir/Vilhelm

Bilun varð í kerfi Ríkisútvarpsins sem olli því að tímabundið rof varð á útsendingu Rásar 1 og Rásar 2 á fimmta tímanum í nótt. Unnið er að því að endurræsa öll kerfi að nýju.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef RÚV. Þegar reynt er að hlusta á beina útsendingu á vef útvarpsins kemur upp tilkynning um að vefurinn sé ekki aðgengilegur sem stendur vegna viðhaldsvinnu eða bilunar. 

Tilkynningin sem upp kemur.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×