Innlent

Hjúkrunar­fræðingar sam­þykktu samning með 0,1 prósents mun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skrifaði var undir kjarasamning þann 12. apríl síðastliðinn. Samningurinn var samþykktur með naumindum í atkvæðagreiðslu.
Skrifaði var undir kjarasamning þann 12. apríl síðastliðinn. Samningurinn var samþykktur með naumindum í atkvæðagreiðslu. FÍH

Óhætt er að segja að hvert einasta atkvæði hafi skipt máli þegar hjúkrunarfræðingar samþykktu nýlegan kjarasamning. Um er að ræða skammtímasamning sem gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.

Atkvæðagreiðsla vegna kjarasamnings Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) við ríkið fór fram dagana 15. apríl til 24. apríl. Á kjörskrá voru 2.619, eða þeir hjúkrunarfræðingar sem fengið höfðu laun samkvæmt kjarasamningi félagsins við ríkið. Alls tóku 71,6% þátt í atkvæðagreiðslunni.

Niðurstaðan var eftirfarandi:

  • Já sögðu 49,25%
  • Nei sögðu 49,15%
  • 1,6%, tóku ekki afstöðu.

Kjarasamningur undirritaður þann 12. apríl 2023 hefur því verið samþykktur af atkvæðabærum félagsmönnum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og tekur því nýr samningur gildi frá 1. apríl 2023 og gildir til 31. mars 2024.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×