Fótbolti

Ís­­lendinga­lið FCK greip ekki gæsina þegar að hún gafst

Aron Guðmundsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson í leik með FC Kaupmannahöfn
Hákon Arnar Haraldsson í leik með FC Kaupmannahöfn Joachim Bywaletz/Getty Images

Hákon Arnar Haralds­son og Ísak Berg­mann Jóhannes­son komu báðir við sögu í liði FC Kaup­manna­hafnar í dag þegar að liðið þurfti að sætta sig við marka­laust jafn­tefli við AGF í dönsku úr­vals­deildinni.

Búið er að skipta dönsku úr­vals­deildinni í tvennt þar sem efri sex liðin berjast um meistara­titilinn sem og sæti sem gefa þátt­töku­rétt í Evrópu­keppnum á næsta tíma­bili og stendur FC Kaup­manna­höfn vel að vígi í þeirri bar­áttu.

Eins og staðan er núna er aðal bar­áttan um danska meistara­titilinn á milli FC Kaup­manna­hafnar, sem er í efsta sæti, og Nord­sjælland.

Nord­sjælland fór illa að ráði sínu fyrr í dag og tapaði leik sínum gegn Vi­borg.

FC Kaup­manna­höfn fékk því kjörið tæki­færi til þess að breikka bilið milli sín og Nord­sjælland og jú tókst að auka það um eitt stig en hefðu alltaf kosið að geta aukið það um þrjú stig.

Eftir leiki dagsins er staðan sú að FC Kaup­manna­höfn situr í efsta sæti dönsku úr­vals­deildarinnar með 49 stig, tveimur stigum meira en Nord­sjælland og hafa liðin leikið jafn marga leiki.

Hákon Arnar Haralds­son var í byrjunar­liði FC Kaup­manna­hafnar í dag, Ísak Berg­mann Jóhannes­son kom inn sem vara­maður í seinni hálf­leik og þá var Mikael N­evil­le Ander­son í byrjunar­liði AGF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×