Grétar Rafn hafi tekið yfir skyldur Paratici hjá Tottenham Aron Guðmundsson skrifar 21. apríl 2023 14:02 Grétar Rafn Steinsson og Fabio Paratici fyrir leik Tottenham fyrr á yfirstandandi tímabili Getty/Simon Stacpoole Grétar Rafn Steinsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu hefur tekið yfir verkefni og skyldur Fabio Paratici hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham. Þessu heldur Daily Mail fram í dag. Greint var frá því fyrr í dag að Fabio Paratici hefði sagt starfi sínu, sem yfirmaður knattspyrnumála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham Hotspur, lausu í kjölfar hneykslismáls sem hann var viðriðinn. Paratici var á sínum tíma dæmdur í 30 mánaða bann frá störfum tengdum knattspyrnu vegna þátttöku hans í því að falsa bókhald ítalska stórliðsins Juventus. Upphaflega náði bannið bara til starfsemi á Ítalíu en seinna var það útvíkkað og nær nú til knattspyrnu alls staðar í heiminum.Í millitíðinni var Paratici ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham þar sem hann var meðal annars yfirmaður Íslendingsins Grétars Rafns Steinssonar, fyrrum atvinnu- og landsliðsmanns í knattspyrnu.Nú segist Daily Mail hafa heimildir fyrir því að Grétar Rafn hafi tekið yfir verkefni og skyldur Paratici hjá Tottenham ásamt Rebeccu Caplehorn.Sú lausn á málinu er sögð vera til skamms tíma en ljóst er að fram undan eru ansi viðburðaríkir mánuðir hjá Tottenham sem er án knattspyrnustjóra til lengri tíma sem og yfirmanns knattspyrnumála. Unnið sig jafnt og þétt upp Það var í júní á síðasta ári sem greint var frá því að Grétar Rafn hefði verið ráðinn til starfa hjá Tottenham. Upphaflega verkefni hans hjá félaginu var að hafa umsjón með frammistöðu leikmanna en auk þess hefur Grétar verið að vinna náið með þjálfarateymum aðal- og yngri liða Tottenham. Á þessum tíma hafði Grétar Rafn verið starfandi hjá Knattspyrnusambandi Íslands en þar áður hafði hann meðal annars starfað sem yfirnjósnari enska úrvalsdeildarfélagsins Everton undir stjórn Marcel Brands.Grétar gat sér á sínum tíma gott orð sem atvinnumaður í knattspyrnu og var hann meðal annars á mála hjá félögum á borð við Bolton Wanderers, AZ Alkmaar og Young Boys í Sviss.Þá lék Grétar Rafn um margra ára skeið með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu og á að baki 46 A-landsleiki. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Sjá meira
Greint var frá því fyrr í dag að Fabio Paratici hefði sagt starfi sínu, sem yfirmaður knattspyrnumála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham Hotspur, lausu í kjölfar hneykslismáls sem hann var viðriðinn. Paratici var á sínum tíma dæmdur í 30 mánaða bann frá störfum tengdum knattspyrnu vegna þátttöku hans í því að falsa bókhald ítalska stórliðsins Juventus. Upphaflega náði bannið bara til starfsemi á Ítalíu en seinna var það útvíkkað og nær nú til knattspyrnu alls staðar í heiminum.Í millitíðinni var Paratici ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham þar sem hann var meðal annars yfirmaður Íslendingsins Grétars Rafns Steinssonar, fyrrum atvinnu- og landsliðsmanns í knattspyrnu.Nú segist Daily Mail hafa heimildir fyrir því að Grétar Rafn hafi tekið yfir verkefni og skyldur Paratici hjá Tottenham ásamt Rebeccu Caplehorn.Sú lausn á málinu er sögð vera til skamms tíma en ljóst er að fram undan eru ansi viðburðaríkir mánuðir hjá Tottenham sem er án knattspyrnustjóra til lengri tíma sem og yfirmanns knattspyrnumála. Unnið sig jafnt og þétt upp Það var í júní á síðasta ári sem greint var frá því að Grétar Rafn hefði verið ráðinn til starfa hjá Tottenham. Upphaflega verkefni hans hjá félaginu var að hafa umsjón með frammistöðu leikmanna en auk þess hefur Grétar verið að vinna náið með þjálfarateymum aðal- og yngri liða Tottenham. Á þessum tíma hafði Grétar Rafn verið starfandi hjá Knattspyrnusambandi Íslands en þar áður hafði hann meðal annars starfað sem yfirnjósnari enska úrvalsdeildarfélagsins Everton undir stjórn Marcel Brands.Grétar gat sér á sínum tíma gott orð sem atvinnumaður í knattspyrnu og var hann meðal annars á mála hjá félögum á borð við Bolton Wanderers, AZ Alkmaar og Young Boys í Sviss.Þá lék Grétar Rafn um margra ára skeið með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu og á að baki 46 A-landsleiki.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Sjá meira