Innlent

Skip strandaði á Húna­flóa

Bjarki Sigurðsson skrifar
Mynd frá vettvangi.
Mynd frá vettvangi. Landhelgisgæslan

Erlent flutningaskip strandaði við Ennishöfða í Húnaflóa fyrr í dag. Varðskipið Freyja er á leiðinni að strandstað sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Líðan áhafnarinnar er góð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Umrætt skip heitir Wilson Skaw og er áburðarflutningaskip. Var það á leið frá Hvammstanga til Hólmavíkur þegar það strandaði. Flutningaskipið er um 4000 brúttótonn og um 113 metra langt.

Skipið er staðsett þar sem græni punkturinn er.

Varðskipið Freyja var statt í Skagafirði þegar tilkynning um strandið barst og var þegar í stað kallað út sem og áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þá var björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Skagaströnd sömuleiðis beðið um að halda á vettvang.

Klippa: Skip strand á Húnaflóa

Veður á strandstað er með besta móti og segir skipstjórinn að líðan áhafnarinnar sé góð. Gert er ráð fyrir að varðskipið Freyja verði komið á strandstað um kvöldmatarleitið en þá verða næstu skref metin. Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar á staðinn eftir rúma klukkustund. Landhelgisgæslan hefur gert Umhverfisstofnun viðvart um strandið.

Mynd frá vettvangi.Landhelgisgæslan


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×