Fótbolti

Leikmaður Real Madrid gæti verið á leið í tólf leikja bann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Federico Valverde og Alex Baena berjast í leik Real Madrid og Villarreal.
Federico Valverde og Alex Baena berjast í leik Real Madrid og Villarreal. getty/Jose Breton

Federico Valverde, leikmaður Real Madrid, gæti verið á leiðinni í langt bann fyrir að kýla Alex Baena, leikmann Villarreal, eftir leik liðanna í byrjun mánaðarins.

Svo virtist sem Valverde myndi sleppa við refsingu þar sem hvorki Baena né Villarreal tilkynntu málið til spænska knattspyrnusambandsins. 

Að heimildamönnum nánum Valverde lét Baena miður falleg ummæli um ófætt barn Úrúgvæans í leiknum. Valverde sagði Baena að bíða eftir sér á bílastæðinu eftir leikinn og réðst svo á hann.

Samkvæmt The Athletic gæti Valverde nú farið í allt að tólf leikja bann fyrir árásina. Spænska knattspyrnusambandið mun yfirheyra bæði Valverde og Baena og ef sá fyrrnefndi verður fundinn sekur verður hann dæmdur í 4-12 leikja bann. Hann gæti þó sloppið þar spænska knattspyrnusambandið hefur mögulega ekki lögsögu yfir það sem gerist utan vallar.

Villarreal vann leikinn gegn Real Madrid fyrr í mánuðinum, 3-2. Valverde kom inn á sem varamaður eftir tæplega klukkutíma leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×