„Það eru fleiri tonn af línum á hafsbotni“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2023 20:41 Freyr Antonsson, framkvæmdastjóri Arctice Sea Tours. Gömul kræklingaræktunarlína fór í skrúfuna á Rib-bátnum Dögun á fimmtudaginn er honum var siglt í hvalaskoðun í Eyjafirði á vegum fyrirtækisins Arctic Sea Tours. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta í annað sinn sem þetta gerist og fjölmargir sjómenn hafi fengið kræklingalínur úr rækt sem varð gjaldþrota í skrúfuna og nauðsynlegt sé að hreinsa línurnar. Margir kílómetrar af línum liggi á hafsbotni og ógni öryggi. Freyr Antonsson, framkvæmdastjóri Arctice Sea Tours, segir að sem betur fer hafi Dögun ekki verið á mikilli ferð þegar línan lenti í skrúfu bátsins og drif hans hafi ekki skemmst. Um tíu manns voru um borð en ekki var hætta á ferðum þar sem aðrir hvalaskoðunarbátar komu strax til aðstoðar og Dögun var dregin í land. Mótorar Dögunar voru ekki á miklum snúning þegar línan fór í skrúfuna á bátnum. „Þetta var eitt og hálft kar af drasli sem við fengum í skrúfuna. Ef þetta nær að fljóta upp og reka eitthvað, þá yrði það bara hættulegt fyrir stærri skip,“ segir Freyr í samtali við fréttastofu. Freyr telur þetta ekki í fyrsta sinn sem bátur fyrirtækinu fær kræklingalínu í skrúfuna. Það hafi líka gerst árið 2018 og þá hafi tjónið verið upp á tvær milljónir króna. Bara sýnilegar línur fjarlægðar eftir gjaldþrot Forsaga málsins er sú að nokkuð umfangsmikil kræklingarækt sem var með línur við Hrísey og víða í Eyjafirði hafi farið í gjaldþrot árið 2011 og svo aftur árið 2013. Eftir lágu margir kílómetrar á línum í sjó. Árið 2015 var farið í að reyna að ná upp línum en þá voru eingöngu þær línur sem voru sýnilegar á yfirborðinu fjarlægðar og ekkert slægt eftir línum. Freyr segir að síðustu ár hafi borið á því að línur hafi verið að fljóta upp af botninum með tilheyrandi hættu fyrir sjófarendur. Áhöfn sjómælingaskipsins Baldurs losaði í janúar dauðan hval í Stakksfirði. Sá hafði flækst í botnföstum köðlum sem voru líklega hluti af kræklingarækt. „Málið er að það eru rosalega margir búnir að lenda í þessu. Allir með sögu um að hafa fengið línu í skrúfuna eða rétt sloppið við það. Það segir ákveðna sögu,“ segir Freyr. Er hann hafði tekið Dögun upp á land til kanna hvort báturinn hefði orðið fyrir skemmdum komu þrír menn að honum sem sögðust einnig hafa fengið línu í skrúfuna og margir aðrir hafa svipaða sögu að segja á Facebook. Freyr segir svona línur vera víðsvegar í Eyjafirðinum og margir hafi fengið þær í skrúfuna. „Þetta hefur alltaf verið vesen og þetta er bara ekki ásættanlegt. Það þarf að slæða eftir þessu.“ Freyr segist hafa látið bæði Landhelgisgæsluna og umhverfisráðuneytið vita af línunum og segir að eitthvað verði að gera til að skapa öryggi í Eyjafirðinum. Hann skorar á yfirvöld að stíga inn í málið og láta hreinsa upp línurnar. „Ég er tilbúinn að veita alla aðstoð sem hægt er og hef fengið boð frá fleiri aðilum um að hjálpa til,“ segir Freyr. „Það eru fleiri tonn af línum á hafsbotni og þetta er að detta upp hingað og þangað. Það sem við fengum í skrúfuna er bara dropi í hafið.“ Sjávarútvegur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Margir kílómetrar af línum liggi á hafsbotni og ógni öryggi. Freyr Antonsson, framkvæmdastjóri Arctice Sea Tours, segir að sem betur fer hafi Dögun ekki verið á mikilli ferð þegar línan lenti í skrúfu bátsins og drif hans hafi ekki skemmst. Um tíu manns voru um borð en ekki var hætta á ferðum þar sem aðrir hvalaskoðunarbátar komu strax til aðstoðar og Dögun var dregin í land. Mótorar Dögunar voru ekki á miklum snúning þegar línan fór í skrúfuna á bátnum. „Þetta var eitt og hálft kar af drasli sem við fengum í skrúfuna. Ef þetta nær að fljóta upp og reka eitthvað, þá yrði það bara hættulegt fyrir stærri skip,“ segir Freyr í samtali við fréttastofu. Freyr telur þetta ekki í fyrsta sinn sem bátur fyrirtækinu fær kræklingalínu í skrúfuna. Það hafi líka gerst árið 2018 og þá hafi tjónið verið upp á tvær milljónir króna. Bara sýnilegar línur fjarlægðar eftir gjaldþrot Forsaga málsins er sú að nokkuð umfangsmikil kræklingarækt sem var með línur við Hrísey og víða í Eyjafirði hafi farið í gjaldþrot árið 2011 og svo aftur árið 2013. Eftir lágu margir kílómetrar á línum í sjó. Árið 2015 var farið í að reyna að ná upp línum en þá voru eingöngu þær línur sem voru sýnilegar á yfirborðinu fjarlægðar og ekkert slægt eftir línum. Freyr segir að síðustu ár hafi borið á því að línur hafi verið að fljóta upp af botninum með tilheyrandi hættu fyrir sjófarendur. Áhöfn sjómælingaskipsins Baldurs losaði í janúar dauðan hval í Stakksfirði. Sá hafði flækst í botnföstum köðlum sem voru líklega hluti af kræklingarækt. „Málið er að það eru rosalega margir búnir að lenda í þessu. Allir með sögu um að hafa fengið línu í skrúfuna eða rétt sloppið við það. Það segir ákveðna sögu,“ segir Freyr. Er hann hafði tekið Dögun upp á land til kanna hvort báturinn hefði orðið fyrir skemmdum komu þrír menn að honum sem sögðust einnig hafa fengið línu í skrúfuna og margir aðrir hafa svipaða sögu að segja á Facebook. Freyr segir svona línur vera víðsvegar í Eyjafirðinum og margir hafi fengið þær í skrúfuna. „Þetta hefur alltaf verið vesen og þetta er bara ekki ásættanlegt. Það þarf að slæða eftir þessu.“ Freyr segist hafa látið bæði Landhelgisgæsluna og umhverfisráðuneytið vita af línunum og segir að eitthvað verði að gera til að skapa öryggi í Eyjafirðinum. Hann skorar á yfirvöld að stíga inn í málið og láta hreinsa upp línurnar. „Ég er tilbúinn að veita alla aðstoð sem hægt er og hef fengið boð frá fleiri aðilum um að hjálpa til,“ segir Freyr. „Það eru fleiri tonn af línum á hafsbotni og þetta er að detta upp hingað og þangað. Það sem við fengum í skrúfuna er bara dropi í hafið.“
Sjávarútvegur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira