Líta mál skipsins alvarlegum augum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. apríl 2023 13:49 Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan segir atvik þar sem norskt línuskip var staðið að veiðum innan bannsvæðis í fiskveiðilögsögunni litið mjög alvarlegum augum. Slíkt sé ekki algengt en komi upp öðru hverju. Lögregla rannsakar málið en skipstjórinn gæti jafnvel átt von á milljóna króna sekt. Atvikið kom upp aðfaranótt föstudags en skipinu var tafarlaust vísað til hafnar í Reykjavík, þar sem það kom í fyrrinótt. Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar, segir að unnt hafi verið að sjá skipið í fjareftirlitskerfi þeirra, sem hafi stóreflst á síðustu árum. „Varðstjórar í stjórnstöðinni hjá okkur tóku eftir því að þetta tiltekna skip var á veiðihraða inni á svæði sem er lokað fyrir veiðum. Það var haft samband við skipið þar sem skipstjóri játaði að hafa verið á veiðum.“ Veistu hvort þetta hafi verið vísvitandi gert? „Nei, nú fer bara rannsókn í gang þar sem málið verður skoðað og við bara sjáum hvað kemur út úr því.“ Er þetta algengt? „Nei, sem betur fer þá er þetta ekki algengt en þetta kemur fyrir öðru hvoru,“ segir Auðunn. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar varð vör við skipið.Landhelgisgæslan Liðsmenn séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar, lögreglumenn og fulltrúar Fiskistofu fóru um borð í skipið í gærmorgun þar sem rætt var við áhöfn skipsins auk þess sem farið var yfir afladagbók og veiðarfæri. Eftir vettvangsrannsókn hélt skipið frá Reykjavík. Auðunn segir málið alvarlegt. „Þessi svæði eru sett til að friða ákveðna stofna og friða veiðisvæði fyrir ákveðnum tegundum af veiðum. Það er náttúrulega alvarlegt ef að það er verið að veiða inni á þessum svæðum þegar þau eru lokuð þannig þessu máli verður tekið mjög alvarlega.“ Við brotum sem þessum eru viðurlög í formi sekta sem send eru til skipstjóra, sé hann dæmdur. „Þetta er oftast í nokkur hundruð þúsundum og getur farið upp í einhverjar milljónir eftir alvarleika brotsins. Nú fer bara málið til lögreglu og það verður gefin út kæra þegar það er búið að rannsaka málið, ef að ástæða er til, og svo fer þetta bara sinn farveg í kerfinu,“ segir Auðunn F. Kristinsson. Landhelgisgæslan Lögreglumál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gómuðu norskt línuskip á bannsvæði Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar gómuðu norskt línuskip við veiðar á bannsvæði í fiskveiðilögsögunni í fyrrinótt. Áhöfn skipsins var gert að sigla því til hafnar í Reykjavík en þangað kom það í nótt. 15. apríl 2023 21:04 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Atvikið kom upp aðfaranótt föstudags en skipinu var tafarlaust vísað til hafnar í Reykjavík, þar sem það kom í fyrrinótt. Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar, segir að unnt hafi verið að sjá skipið í fjareftirlitskerfi þeirra, sem hafi stóreflst á síðustu árum. „Varðstjórar í stjórnstöðinni hjá okkur tóku eftir því að þetta tiltekna skip var á veiðihraða inni á svæði sem er lokað fyrir veiðum. Það var haft samband við skipið þar sem skipstjóri játaði að hafa verið á veiðum.“ Veistu hvort þetta hafi verið vísvitandi gert? „Nei, nú fer bara rannsókn í gang þar sem málið verður skoðað og við bara sjáum hvað kemur út úr því.“ Er þetta algengt? „Nei, sem betur fer þá er þetta ekki algengt en þetta kemur fyrir öðru hvoru,“ segir Auðunn. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar varð vör við skipið.Landhelgisgæslan Liðsmenn séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar, lögreglumenn og fulltrúar Fiskistofu fóru um borð í skipið í gærmorgun þar sem rætt var við áhöfn skipsins auk þess sem farið var yfir afladagbók og veiðarfæri. Eftir vettvangsrannsókn hélt skipið frá Reykjavík. Auðunn segir málið alvarlegt. „Þessi svæði eru sett til að friða ákveðna stofna og friða veiðisvæði fyrir ákveðnum tegundum af veiðum. Það er náttúrulega alvarlegt ef að það er verið að veiða inni á þessum svæðum þegar þau eru lokuð þannig þessu máli verður tekið mjög alvarlega.“ Við brotum sem þessum eru viðurlög í formi sekta sem send eru til skipstjóra, sé hann dæmdur. „Þetta er oftast í nokkur hundruð þúsundum og getur farið upp í einhverjar milljónir eftir alvarleika brotsins. Nú fer bara málið til lögreglu og það verður gefin út kæra þegar það er búið að rannsaka málið, ef að ástæða er til, og svo fer þetta bara sinn farveg í kerfinu,“ segir Auðunn F. Kristinsson.
Landhelgisgæslan Lögreglumál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gómuðu norskt línuskip á bannsvæði Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar gómuðu norskt línuskip við veiðar á bannsvæði í fiskveiðilögsögunni í fyrrinótt. Áhöfn skipsins var gert að sigla því til hafnar í Reykjavík en þangað kom það í nótt. 15. apríl 2023 21:04 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Gómuðu norskt línuskip á bannsvæði Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar gómuðu norskt línuskip við veiðar á bannsvæði í fiskveiðilögsögunni í fyrrinótt. Áhöfn skipsins var gert að sigla því til hafnar í Reykjavík en þangað kom það í nótt. 15. apríl 2023 21:04