Erlent

Ætluðu að handtaka annan Íslending en hann lést í miðri rannsókn

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hægra megin má sjá brasilískan lögreglumann handtaka Svedda tönn í gær og vinstra megin má sjá hluta af þeim peningum sem voru gerðir upptækir.
Hægra megin má sjá brasilískan lögreglumann handtaka Svedda tönn í gær og vinstra megin má sjá hluta af þeim peningum sem voru gerðir upptækir. Alríkislögreglan í Brasilíu/TV Globo

Handtökuskipun var gefin út á hendur tveimur Íslendingum í Brasilíu í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir brasilísku lögreglunnar í gær. Annar þeirra, Sverrir Þór Gunnarsson, var handtekinn en hinn maðurinn lést á meðan rannsókn málsins stóð yfir.

Rúv greindi frá þessu fyrr í kvöld.

Umfangsmiklar aðgerðir brasilísku lögreglunnar í gærmorgun voru liður í því að uppræta glæpasamtök sem hafa sérhæft sig í peningaþvætti og fíkniefnaviðskiptum. Meðal þeirra 26 sem voru handteknir var Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn.

Nú hefur komið í ljós að Sverrir var ekki eini Íslendingurinn sem átti að handtaka heldur var gefin út  handtökuskipun á hendur öðrum Íslendingi sem var búsettur í Rio de Janeiro. Hins vegar hafi sá maður látist í febrúar og hefur ekki verið nafngreindur.

Íslenska lögreglan var í samvinnu við brasilísk yfirvöld í talsverðan tíma sökum áhyggja af streymi fíkniefna frá Brasilíu til Íslands undanfarin ár. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra, sagði í gær ekki vera hægt að útiloka að fleiri Íslendingar yrðu handteknir í tengslum við rannsóknina.


Tengdar fréttir

Tengsl við Afríku og tvær rót­grónar fangelsis­klíkur

Fíkniefnahringirnir sem Sverrir Þór Gunnarsson og ítalskur karlmaður eru sagðir hafa stýrt í Brasilíu smygluðu ekki aðeins efnum til og frá Evrópu heldur Afríku og annarra landa Suður Ameríku einnig. Þá hafa hringirnir tengsl við tvö alræmd og rótgróin glæpasamtök í fangelsum.

Ekki hægt að úti­loka að fleiri Ís­lendingar verði hand­teknir

Yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir ekki vera hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Mun það skýrast síðar hvort farið verði fram á framsal á Íslendingi sem var handtekinn í Brasilíu í morgun. 

Sveddi tönn hand­tekinn í um­fangs­miklum að­gerðum í Brasilíu

Íslenskur karlmaður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×