Sáttafundur í morgun en Mané gæti fengið þunga refsingu Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2023 11:30 Sadio Mané og Leroy Sané rifust úti á velli undir lok leiks gegn Manchester City, og deila þeirra endaði með kjaftshöggi inni í búningsklefa. Getty/Simon Stacpoole Leroy Sané og Sadio Mané voru báðir mættir á æfingu Bayern München í morgun eftir að upp úr sauð þeirra á milli í Manchester í fyrrakvöld, eftir 3-0 tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Samkvæmt Bild og Sky í Þýskalandi þá sló Mané þannig til Sané að sá síðarnefndi blóðgaðist á vör, eftir rifrildi þeirra í búningsklefanum eftir leik. Liðsfélagar þeirra þurftu að stíga á milli en deila þeirra hófst inni á vellinum undir lok leiks þar sem þeir rifust um hvernig sendingu Sané hefði átt að koma á Mané. Bild segir að Mané hafi verið ósáttur við hvernig Sané svaraði honum og látið hann vita af því eftir að lokaflautið gall, og rifrildið hafi svo endað með fyrrgreindum afleiðingum. Sané gætti þess svo að fela neðri vörina þegar hann lenti í München í gær. Leroy Sané hid his lower lip from the cameras when arriving back in Munich today [ @SkySportDE] pic.twitter.com/ZO0Ffj6KfK— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) April 12, 2023 Leikmennirnir voru báðir viðstaddir sáttafund í morgun en Sky í Þýskalandi segir að Mané geti mögulega átt von á þungri refsingu. Mané gæti fengið sekt eða bann vegna málsins en Torben Hoffmann, fréttamaður Sky, segir að Bayern geti ekki látið sekt nægja. Málið sé of alvarlegt til þess og að sýna þurfi fordæmi. Mané kom til Bayern síðasta sumar eftir að hafa farið á kostum með Liverpool um árabil en þessi 31 árs gamli sóknarmaður hefur átt afar erfitt uppdráttar hjá Bayern. Hoffmann telur að Mané muni yfirgefa Bayern í sumar og segir marga leikmenn þýsku meistaranna á sama máli. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjá meira
Samkvæmt Bild og Sky í Þýskalandi þá sló Mané þannig til Sané að sá síðarnefndi blóðgaðist á vör, eftir rifrildi þeirra í búningsklefanum eftir leik. Liðsfélagar þeirra þurftu að stíga á milli en deila þeirra hófst inni á vellinum undir lok leiks þar sem þeir rifust um hvernig sendingu Sané hefði átt að koma á Mané. Bild segir að Mané hafi verið ósáttur við hvernig Sané svaraði honum og látið hann vita af því eftir að lokaflautið gall, og rifrildið hafi svo endað með fyrrgreindum afleiðingum. Sané gætti þess svo að fela neðri vörina þegar hann lenti í München í gær. Leroy Sané hid his lower lip from the cameras when arriving back in Munich today [ @SkySportDE] pic.twitter.com/ZO0Ffj6KfK— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) April 12, 2023 Leikmennirnir voru báðir viðstaddir sáttafund í morgun en Sky í Þýskalandi segir að Mané geti mögulega átt von á þungri refsingu. Mané gæti fengið sekt eða bann vegna málsins en Torben Hoffmann, fréttamaður Sky, segir að Bayern geti ekki látið sekt nægja. Málið sé of alvarlegt til þess og að sýna þurfi fordæmi. Mané kom til Bayern síðasta sumar eftir að hafa farið á kostum með Liverpool um árabil en þessi 31 árs gamli sóknarmaður hefur átt afar erfitt uppdráttar hjá Bayern. Hoffmann telur að Mané muni yfirgefa Bayern í sumar og segir marga leikmenn þýsku meistaranna á sama máli.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Fleiri fréttir Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjá meira