Lífið

Vök hitar upp fyrir Back­street Boys

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Hljómsveitin Vök mun hita upp fyrir Backstreet Boys þann 28. apríl.
Hljómsveitin Vök mun hita upp fyrir Backstreet Boys þann 28. apríl. Aðsend/Dóra Dúna

Íslenska hljómsveitin Vök mun hita upp fyrir strákabandið Backstreet Boys í Nýju-Höllinni þann 28. apríl næstkomandi.

Hljómsveitin Vök er Íslendingum vel kunnug. Sveitin skaust upp á stjörnuhimininn í keppninni Músíktilraunum árið 2013 hún bar sigur úr býtum. Í dag er hljómsveitin skipuð af þeim Margréti Rán, Berg Einari og Einari Hrafni. 

Undanfarin ár hefur Vök verið á tónleikaferðalagi um heiminn og hafa plötur þeirra Figure, In the Dark og Vök hlotið lof tónlistarunnenda um allan heim. Hljómsveitin mun fagnar 10 ára afmæli í ár og mun halda upp á það með stórtónleikum í Eldborg Hörpu 7. október.

Backstreet Boys fagnar hins vegar 30 ára afmæli í apríl með því að hefja nýjan heimstúr á Íslandi. Um er að ræða eina áhrifamestu popphljómsveit heims. Drengirnir eru margverðlaunaðir með óteljandi slagara og metsölutúra á bakinu.

Báðar hljómsveitirnar eru margrómaðar fyrir góða frammistöðu á sviðinu og er því von á sannkallaðri tónlistarveislu í Nýju-Höllinni eftir aðeins rúmlega tvær vikur.

Hljómsveitin Backstreet Boys heldur tónleika hér á landi þann 28. apríl næstkomandi.Getty/Nicholas Hunt


Tengdar fréttir

Backstreet Boys á leiðinni til Íslands

Bandaríska „strákasveitin“ Backstreet Boys eru á leið til landsins. Þeir munu halda tónleika í Nýju-Laugardalshöllinni föstudaginn 28. apríl næstkomandi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×