Lífið

Backstreet Boys á leiðinni til Íslands

Atli Ísleifsson skrifar
AJ McLean, Howie Dorough, Nick Carter, Kevin Richardson og Brian Littrell á sviði í Sao Paulo.
AJ McLean, Howie Dorough, Nick Carter, Kevin Richardson og Brian Littrell á sviði í Sao Paulo. Getty

Bandaríska „strákasveitin“ Backstreet Boys eru á leið til landsins. Þeir munu halda tónleika í Nýju-Laugardalshöllinni föstudaginn 28. apríl næstkomandi. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Fram kemur að hljómsveitin hafi upp á þrjátíu ára afmæli í apríl á þessu ári og sé um að ræða fyrsta stoppið í nýrri hrinu tónleika. Því sé óhætt að lofa ógleymanlegri kvöldstund.

Meðal þekktra laga sveitarinnar má nefna I Want It That Way, Larger Than Life, Everybody (Backstreet's Back), Shape of My Heart og Drowning.

„Backstreet Boys eru ein áhrifamesta popphljómsveit heims, margverðlaunaðir, með óteljandi slagara og metsölutúra á bakinu. Í byrjun 2019 gáfu þeir út Grammy-tilnefndu plötuna DNA og bættu þar með í safnið lögum sem hafa trónað á toppi vinsældarlista um allan heim.

Hljómsveitin er margrómuð fyrir að gera ógleymanlega tónleika og búast má við nostalgíufylltu og trylltu föstudagskvöldi, 28. apríl í Reykjavík.

Um standandi tónleika er að ræða og tvö verðsvæði eru í boði:

  • A svæði: 21.990 kr (nær sviði)
  • B svæði: 15.990 kr. (fjær sviði)“

Hljómsveitina skipa þeir AJ McLean, Howie Dorough, Nick Carter, Kevin Richardson og Brian Littrell.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×