Hóf þjálfaraferilinn í efstu deild á lygilegum sigri: „Er í þessu fyrir þessar tilfinningar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. apríl 2023 23:01 Ómar Ingi Guðmundsson hóf þjálfaraferilinn í efstu deild með látum. Vísir/Sigurjón Hann byrjaði þjálfaraferil sinn í efstu deild með lygilegum sigri gegn Íslandsmeisturunum og erkifjendunum. Ómar Ingi Guðmundsson fer af stað með látum í Bestu-deildinni. Nýliðar HK unnu ótrúlegan 4-3 sigur gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Sigurmarkið kom í uppbótartíma og varð allt vitlaust á Kópavogsvelli. Ómar Ingi tók við HK á síðasta tímabili og stýrði liðinu upp í efstu deild á sínu fyrsta tímabili, en hann hefur þjálfað hjá félaginu frá því að hann var 14 ára gamall. „Maður er í þessu fyrir þessar tilfinningar og það er frábær upplifun að ekki bara vinna ríkjandi Íslandsmeistara, heldur að vinna Blikana í Kópavogsslag á þeirra velli. Það er bara frábært,“ sagði Ómar í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Hefur fylgt mörgum frá barnsaldri Ómar hefur í raun þjálfað marga í HK-liðinu frá því að þeir voru lítil börn. „Alla þá stráka sem að eru okkar strákar og uppaldir hjá okkur og eru í meistaraflokk núna hef ég farið með á Skagamótið og Orkumótið í Eyjum og allan þann pakka. Í raun alla nema Leif [Andra Leifsson], hann er það litlu yngri en ég. En ég þjálfaði hann eitthvað örlítið þegar ég var yngri en svo spilaði ég aðeins með honum líka.“ Geta unnið öll lið Hann segir að það hafi ekki endilega komið honum á óvart að HK hafi náð að vinna Blika í fyrsta leik á Íslandsmótinu. „Við fórum alltaf í þetta vitandi það að þetta eru bara allt öðruvísi leikir HK-Breiðablik heldur en bara venjulegir deildarleikir. Við vissum alveg að við gætum unnið,“ sagði Ómar. „Hvernig leikurinn síðan þróaðist og endaði er kannski ekki eins og við vorum búnir að teikna þetta upp.“ „Ég hef sagt það við þá sem hafa spurt að ég tel leikmannahópinn okkar alveg nógu sterkan til að fókusa ekki bara á það að reyna að enda í tíunda sæti. Við getum, eins og við sýndum í gær, ef að við mætum rétt innstilltir og menn leggja líf og sál í verkefnið þá getum við unnið öll þessi lið. En ef það er ekki til staðar þá getur það hins vegar farið í hina áttina líka. Þannig að þetta er rosalega mikið undir okkur komið hvernig við undirbúum okkur og hvernig við komum inn í leikina, en við getum unnið öll liðin í deildinni.“ „Það er mjög gott að ganga um Kópavoginn í dag. Auðvitað skiptir máli að fara að einbeita sér að næsta verkefni og vera bara svona temmilega montnir með okkur, en bera virðingu fyrir því að það eru fleiri verkefni framundan sem þarf að leggja mikla vinnu í.“ Besta deild karla HK Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Nýliðar HK unnu ótrúlegan 4-3 sigur gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Sigurmarkið kom í uppbótartíma og varð allt vitlaust á Kópavogsvelli. Ómar Ingi tók við HK á síðasta tímabili og stýrði liðinu upp í efstu deild á sínu fyrsta tímabili, en hann hefur þjálfað hjá félaginu frá því að hann var 14 ára gamall. „Maður er í þessu fyrir þessar tilfinningar og það er frábær upplifun að ekki bara vinna ríkjandi Íslandsmeistara, heldur að vinna Blikana í Kópavogsslag á þeirra velli. Það er bara frábært,“ sagði Ómar í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Hefur fylgt mörgum frá barnsaldri Ómar hefur í raun þjálfað marga í HK-liðinu frá því að þeir voru lítil börn. „Alla þá stráka sem að eru okkar strákar og uppaldir hjá okkur og eru í meistaraflokk núna hef ég farið með á Skagamótið og Orkumótið í Eyjum og allan þann pakka. Í raun alla nema Leif [Andra Leifsson], hann er það litlu yngri en ég. En ég þjálfaði hann eitthvað örlítið þegar ég var yngri en svo spilaði ég aðeins með honum líka.“ Geta unnið öll lið Hann segir að það hafi ekki endilega komið honum á óvart að HK hafi náð að vinna Blika í fyrsta leik á Íslandsmótinu. „Við fórum alltaf í þetta vitandi það að þetta eru bara allt öðruvísi leikir HK-Breiðablik heldur en bara venjulegir deildarleikir. Við vissum alveg að við gætum unnið,“ sagði Ómar. „Hvernig leikurinn síðan þróaðist og endaði er kannski ekki eins og við vorum búnir að teikna þetta upp.“ „Ég hef sagt það við þá sem hafa spurt að ég tel leikmannahópinn okkar alveg nógu sterkan til að fókusa ekki bara á það að reyna að enda í tíunda sæti. Við getum, eins og við sýndum í gær, ef að við mætum rétt innstilltir og menn leggja líf og sál í verkefnið þá getum við unnið öll þessi lið. En ef það er ekki til staðar þá getur það hins vegar farið í hina áttina líka. Þannig að þetta er rosalega mikið undir okkur komið hvernig við undirbúum okkur og hvernig við komum inn í leikina, en við getum unnið öll liðin í deildinni.“ „Það er mjög gott að ganga um Kópavoginn í dag. Auðvitað skiptir máli að fara að einbeita sér að næsta verkefni og vera bara svona temmilega montnir með okkur, en bera virðingu fyrir því að það eru fleiri verkefni framundan sem þarf að leggja mikla vinnu í.“
Besta deild karla HK Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira