Ekki bjart fram undan í kjaradeilu sjómanna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. apríl 2023 11:15 Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins segir að gerðar hafi verið athugasemdir við lengd 10 ára kjarasamningsins. Kjaradeila sjómannafélaga og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) er komin til Ríkissáttasemjara en engir fundir hafa verið boðaðir. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands er ekki bjartsýnn á framhaldið. Rúmur mánuður er síðan sjómenn höfnuðu 10 ára kjarasamningi sem undirritaður var 9. febrúar. Hafa nú sjómenn því nú verið samningslausir síðan í desember árið 2019. „Það er verið að skoða núna hvers vegna samningurinn var felldur. Ef það er hægt að laga eitthvað reynum við það. Það er ekkert bjart fram undan. Ég sé ekki að þetta klárist á næstunni,“ segir Hólmgeir. Býst við fundum í vor Engar viðræður hafa farið fram eftir að samningurinn var felldur, þann 10. mars. Þó að Ríkissáttasemjari hafi ekki boðað til fundar býst Hólmgeir við því að það verði gert í vor. „Menn vilja hittast og sjá hvort að það sé einhver lausn til,“ segir hann. 32 prósent félagsmanna í fjórum félögum greiddu atkvæði með kjarasamningnum en 67 prósent á móti. Fyrir utan Sjómannasambandið eru þetta Félag skipstjórnarmanna, Sjómanna og vélstjórafélag Grindavíkur og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna. Kjörsóknin var 48 prósent. 10 ára samningarnir undirritaðir í febrúar hjá Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara.Viktor Örn Í samningnum var kveðið á um 13,1 prósenta hækkun á almennum launaliðum en tímakaup og álag tæki mið af kauptryggingu. Það sem stéttarfélögin voru hvað ánægðust með að koma í gegn voru 3,5 prósenta hækkanir á mótframlagi útgerðar í lífeyrissjóð. Það átti að fara úr 8 prósentum í 11,5. Lengd samningsins vakti athygli, 10 ár, en hann var hins vegar uppsegjanlegur eftir 4 ár. Athugasemdir gerðar við lengdina Aðspurður um kortlagningu á höfnun samningsins segir Hólmgeir að henni sé ekki lokið. „Lengdin var eitt af því sem menn voru með athugasemdir við. En líka fleiri atriði,“ segir hann. Ekki hafi verið gerðar athugasemdir við þær kauphækkanir sem samið var um. Eins og staðan sé núna sé það svolítið á reiki hvað sjómenn vilja fá í næsta samning. „Það er ekki augljóst í dag hvernig hægt sé að lenda málinu,“ segir Hólmgeir. Ýmis atriði í kjaramálum sjómanna hafa verið umdeild. Svo sem kostnaðarþátttaka sjómanna í olíugjaldi og nýsmíði nýrra skipa. Sjómenn eru ekki óvanir því að fara í verkfall og í nokkur skipti hefur ríkið stigið inn í kjaradeilur með lagasetningu. Síðasti samningur var undirritaður eftir 10 vikna verkfall í febrúar árið 2017. En þá höfðu sjómenn verið samningslausir í sex ár. Sá samningur var hins vegar aðeins naumlega samþykktur með tæplega 53 prósent atkvæða. Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómenn hafna tímamótasamningi: „Mikil vonbrigði“ Öll aðildarfélög innan Sjómannasambands Íslands hafa fellt nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. Samningurinn var talinn vera tímamótasamningur enda gilti hann til tíu ára. 10. mars 2023 16:41 Sjómenn skrifa undir lengstu samninga sögunnar Kátt var á hjalla og vöfflulyktin angaði í Karphúsinu í kvöld þar sem forsvarsmenn Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) skrifuðu undir nýja kjarasamninga. Samningar þessir eiga að gilda til tíu ára. 9. febrúar 2023 23:46 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Rúmur mánuður er síðan sjómenn höfnuðu 10 ára kjarasamningi sem undirritaður var 9. febrúar. Hafa nú sjómenn því nú verið samningslausir síðan í desember árið 2019. „Það er verið að skoða núna hvers vegna samningurinn var felldur. Ef það er hægt að laga eitthvað reynum við það. Það er ekkert bjart fram undan. Ég sé ekki að þetta klárist á næstunni,“ segir Hólmgeir. Býst við fundum í vor Engar viðræður hafa farið fram eftir að samningurinn var felldur, þann 10. mars. Þó að Ríkissáttasemjari hafi ekki boðað til fundar býst Hólmgeir við því að það verði gert í vor. „Menn vilja hittast og sjá hvort að það sé einhver lausn til,“ segir hann. 32 prósent félagsmanna í fjórum félögum greiddu atkvæði með kjarasamningnum en 67 prósent á móti. Fyrir utan Sjómannasambandið eru þetta Félag skipstjórnarmanna, Sjómanna og vélstjórafélag Grindavíkur og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna. Kjörsóknin var 48 prósent. 10 ára samningarnir undirritaðir í febrúar hjá Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara.Viktor Örn Í samningnum var kveðið á um 13,1 prósenta hækkun á almennum launaliðum en tímakaup og álag tæki mið af kauptryggingu. Það sem stéttarfélögin voru hvað ánægðust með að koma í gegn voru 3,5 prósenta hækkanir á mótframlagi útgerðar í lífeyrissjóð. Það átti að fara úr 8 prósentum í 11,5. Lengd samningsins vakti athygli, 10 ár, en hann var hins vegar uppsegjanlegur eftir 4 ár. Athugasemdir gerðar við lengdina Aðspurður um kortlagningu á höfnun samningsins segir Hólmgeir að henni sé ekki lokið. „Lengdin var eitt af því sem menn voru með athugasemdir við. En líka fleiri atriði,“ segir hann. Ekki hafi verið gerðar athugasemdir við þær kauphækkanir sem samið var um. Eins og staðan sé núna sé það svolítið á reiki hvað sjómenn vilja fá í næsta samning. „Það er ekki augljóst í dag hvernig hægt sé að lenda málinu,“ segir Hólmgeir. Ýmis atriði í kjaramálum sjómanna hafa verið umdeild. Svo sem kostnaðarþátttaka sjómanna í olíugjaldi og nýsmíði nýrra skipa. Sjómenn eru ekki óvanir því að fara í verkfall og í nokkur skipti hefur ríkið stigið inn í kjaradeilur með lagasetningu. Síðasti samningur var undirritaður eftir 10 vikna verkfall í febrúar árið 2017. En þá höfðu sjómenn verið samningslausir í sex ár. Sá samningur var hins vegar aðeins naumlega samþykktur með tæplega 53 prósent atkvæða.
Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómenn hafna tímamótasamningi: „Mikil vonbrigði“ Öll aðildarfélög innan Sjómannasambands Íslands hafa fellt nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. Samningurinn var talinn vera tímamótasamningur enda gilti hann til tíu ára. 10. mars 2023 16:41 Sjómenn skrifa undir lengstu samninga sögunnar Kátt var á hjalla og vöfflulyktin angaði í Karphúsinu í kvöld þar sem forsvarsmenn Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) skrifuðu undir nýja kjarasamninga. Samningar þessir eiga að gilda til tíu ára. 9. febrúar 2023 23:46 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Sjómenn hafna tímamótasamningi: „Mikil vonbrigði“ Öll aðildarfélög innan Sjómannasambands Íslands hafa fellt nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. Samningurinn var talinn vera tímamótasamningur enda gilti hann til tíu ára. 10. mars 2023 16:41
Sjómenn skrifa undir lengstu samninga sögunnar Kátt var á hjalla og vöfflulyktin angaði í Karphúsinu í kvöld þar sem forsvarsmenn Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) skrifuðu undir nýja kjarasamninga. Samningar þessir eiga að gilda til tíu ára. 9. febrúar 2023 23:46