Fótbolti

Reiði á Spáni: „Burt með Ronaldo!“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ronaldo fékk að heyra það á sunnudaginn var.
Ronaldo fékk að heyra það á sunnudaginn var. Getty

Stuðningsmenn Real Valladolid á Spáni hafa fengið nóg af eiganda liðsins, brasilísku goðsögninni Ronaldo. Liðið berst fyrir tilverurétti sínum í spænsku úrvalsdeildinni.

Valladolid gerði 3-3 jafntefli við Mallorca á heimavelli á páskasunnudag. Það var ekki hátíðarstemning í loftinu, þvert á móti usu stuðningsmenn úr skálum reiði sinnar gagnvart Ronaldo.

Ronaldo keypti 51 prósent hlut í Valladolid sumarið 2018 og stækkaði þann hlut í yfir 70 prósent ári síðar. Misvel hefur gengið innan vallar frá því að hann keypti félagið en Valladolid hefur þó aukið markaðstekjur sínar umtalsvert. Stuðningsmenn liðsins vilja þó meira.

Fjölmarga borða mátti sjá í stúkunni sem beint var gegn Ronaldo og þá heyrðust stuðningsmenn liðsins kyrja „Burt með Ronaldo!“

Eftir jafntefli sunnudagsins situr Valladolid í 17. sæti spænsku deildarinnar, tveimur stigum frá Valencia og Espanyol, sem eru í fallsætunum þar fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×