Efling fundar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu Eiður Þór Árnason skrifar 10. apríl 2023 17:57 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilheilm Trúnaðarráð og stjórn Eflingar hafa samþykkt að boða til félagsfundar þar sem framtíð félagsins innan Starfsgreinasambandsins verður til umræðu. Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar við fréttastofu og segir að fundurinn fari fram á næstunni. RÚV greinir frá því að til standi að leggja fram tillögu um úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandinu á umræddum félagsfundi en slík aðgerð hefur verið til umræðu innan stéttarfélagsins í nokkurn tíma. Efling er stærsta aðildarfélagið innan heildarsamtakanna sem tilheyra Alþýðusambandi Íslands. Klofningur innan sambandsins Óánægju hefur gætt meðal stjórnar Eflingar í garð Starfsgreinasambandsins, ekki síst eftir að ágreiningur reis milli þeirra í síðustu kjarasamningslotu þar sem Starfsgreinasambandið skildi við Eflingu og undirritaði kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Sólveigu Önnu þóknaðist ekki þessi niðurstaða og sagði samninginn vera óásættanlegan fyrir Eflingarfólk. Í kjölfar undirritunarinnar var þrýst á að kjaraamningurinn yrði fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar og silgdu viðræður þess við Samtök atvinnulífsins um tíma í strand. Sólveig Anna gagnrýndi stjórn Starfsgreinasambandsins á þessum tíma en lengi vel átti hún náið samstarf við formanninn Vilhjálm Birgisson. Þá var Vilhjálmur harðorður í garð Sólveigar Önnu og gerði athugasemdir við að hún hafi ekki viljað taka þátt í samfloti Starfsgreinasambandsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Stéttarfélög Tengdar fréttir Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. 4. desember 2022 18:16 „Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 4. desember 2022 11:55 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Þetta staðfestir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar við fréttastofu og segir að fundurinn fari fram á næstunni. RÚV greinir frá því að til standi að leggja fram tillögu um úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandinu á umræddum félagsfundi en slík aðgerð hefur verið til umræðu innan stéttarfélagsins í nokkurn tíma. Efling er stærsta aðildarfélagið innan heildarsamtakanna sem tilheyra Alþýðusambandi Íslands. Klofningur innan sambandsins Óánægju hefur gætt meðal stjórnar Eflingar í garð Starfsgreinasambandsins, ekki síst eftir að ágreiningur reis milli þeirra í síðustu kjarasamningslotu þar sem Starfsgreinasambandið skildi við Eflingu og undirritaði kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Sólveigu Önnu þóknaðist ekki þessi niðurstaða og sagði samninginn vera óásættanlegan fyrir Eflingarfólk. Í kjölfar undirritunarinnar var þrýst á að kjaraamningurinn yrði fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar og silgdu viðræður þess við Samtök atvinnulífsins um tíma í strand. Sólveig Anna gagnrýndi stjórn Starfsgreinasambandsins á þessum tíma en lengi vel átti hún náið samstarf við formanninn Vilhjálm Birgisson. Þá var Vilhjálmur harðorður í garð Sólveigar Önnu og gerði athugasemdir við að hún hafi ekki viljað taka þátt í samfloti Starfsgreinasambandsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Stéttarfélög Tengdar fréttir Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. 4. desember 2022 18:16 „Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 4. desember 2022 11:55 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Sakar aðila innan Eflingar um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla Vilhjálmur Birgisson er harðorður í garð Sólveigar Önnu, formanns Eflingar í nýjum pistli sem hann birti fyrir stundu á Facebook síðu sinni. Þar ýjar hann að því að aðili innan Eflingar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi með það að markmiði að skemma þá vinnu sem unnið var að og afvegaleiða það sem var verið að semja um. Hann segist sorgmæddur og dapur að sjá fólk sem hann taldi góða vini sína stinga sig í bakið. 4. desember 2022 18:16
„Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 4. desember 2022 11:55