„Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Snorri Másson skrifar 4. desember 2022 11:55 Vilhjálmur Birgisson og Sólveig Anna Jónsdóttir hafa starfað náið saman á síðustu árum. Sólveig Anna segir nýjan kjarasamning Starfsgreinasambandsins vonbrigði og ekki ná markmiðum sem Efling gæti sætt sig við. Vísir/Vilhelm Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Skammtímakjarasamningur var undirritaður á milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins í gær, þar sem samið var um launahækkanir upp á allt að 52.000 krónum fyrir félagsmenn 17 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Aðildarfélögin eru þó 19 talsins og annað tveggja félaganna sem ekki tók þátt var Efling, en Efling er að semja fyrir vel á þriðja tug þúsund starfsmanna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að samningarnir valdi henni vonbrigðum og að reynt sé að láta samninginn líta betur út með því að setja inn hagvaxtarauka sem launafólk hafði þegar í hendi sér. „Eftir að hafa farið í gegnum þetta og reynt að greina eftir bestu getu þá er alveg augljóst að þetta er ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti.“ Hefðirðu viljað sjá Vilhjálm Birgisson standa fastar í lappirnar? „Það sem ég hefði viljað sjá er að fólk hefði getað áttað sig á því að mikil og öflug samstaða verka- og láglaunafólks hefði raunverulega getað skilað okkur því sem við eigum skilið.“ Halldór Benjamín Þorbergosson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við fréttastofu í gær að samningurinn við Starfsgreinasambandið væri eins og aðrir samningar SA fordæmisgefandi. „Þarna er Halldór Benjamín að segja satt og rétt frá. Þetta er afstaða Samtaka atvinnulífsins. Þetta er afstaða íslenskrar valdastéttar, að það sem er samið um þarna eigi þá að flæða yfir alla. Við auðvitað munum ekki sætta okkur við það,“ segir Sólveig Anna. Efling hafi þegar sýnt það og sannað að hún geti farið fram með eigin kröfur og látið ekki yfir sig ganga það sem aðrir hafi samið um. Sólveig segir að í framhaldinu muni Efling nota þær aðferðir og þau vopn sem félagið býr yfir til að tryggja að samningurinn sem þau skrifa undir undir verði góður fyrir félagsmennina. Of snemmt sé að svara því hvort Efling geti fundið flöt á samfloti við önnur félög í komandi viðræðum en hún fagnar samstarfi VR og samflots iðn- og tæknigreina sem kynnt var í gær. „Ég og Ragnar Þór erum í mjög góðu sambandi og ég auðvitað fagna því að VR og iðnaðarmenn hafi ekki látið smala sér inn í þessa rétt sem þarna var reist upp,“ segir Sólveig Anna. Ríkissáttasemjari á í dag samtöl við aðila umrædds samflots, en stefnt er að fundum á morgun. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru í dag séu stefnumarkandi í eðli sínu. Hann segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir við samkomulagið og að viðræðurnar hafi verið flóknar og erfiðar. Hann telur þó báða aðila geta vel við unað. 3. desember 2022 23:08 „Fagnaðarefni að Starfsgreinasambandið hafi brotið ísinn með þessum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld eiga í samræðum varðandi það hvað þau geti lagt af mörkum í kjaraviðræðum. Hún segist vonast til þess að fleiri félög fylgi í kjölfarið nú þegar ísinn hefur verið brotinn. 3. desember 2022 19:41 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sjá meira
Skammtímakjarasamningur var undirritaður á milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins í gær, þar sem samið var um launahækkanir upp á allt að 52.000 krónum fyrir félagsmenn 17 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Aðildarfélögin eru þó 19 talsins og annað tveggja félaganna sem ekki tók þátt var Efling, en Efling er að semja fyrir vel á þriðja tug þúsund starfsmanna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að samningarnir valdi henni vonbrigðum og að reynt sé að láta samninginn líta betur út með því að setja inn hagvaxtarauka sem launafólk hafði þegar í hendi sér. „Eftir að hafa farið í gegnum þetta og reynt að greina eftir bestu getu þá er alveg augljóst að þetta er ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti.“ Hefðirðu viljað sjá Vilhjálm Birgisson standa fastar í lappirnar? „Það sem ég hefði viljað sjá er að fólk hefði getað áttað sig á því að mikil og öflug samstaða verka- og láglaunafólks hefði raunverulega getað skilað okkur því sem við eigum skilið.“ Halldór Benjamín Þorbergosson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við fréttastofu í gær að samningurinn við Starfsgreinasambandið væri eins og aðrir samningar SA fordæmisgefandi. „Þarna er Halldór Benjamín að segja satt og rétt frá. Þetta er afstaða Samtaka atvinnulífsins. Þetta er afstaða íslenskrar valdastéttar, að það sem er samið um þarna eigi þá að flæða yfir alla. Við auðvitað munum ekki sætta okkur við það,“ segir Sólveig Anna. Efling hafi þegar sýnt það og sannað að hún geti farið fram með eigin kröfur og látið ekki yfir sig ganga það sem aðrir hafi samið um. Sólveig segir að í framhaldinu muni Efling nota þær aðferðir og þau vopn sem félagið býr yfir til að tryggja að samningurinn sem þau skrifa undir undir verði góður fyrir félagsmennina. Of snemmt sé að svara því hvort Efling geti fundið flöt á samfloti við önnur félög í komandi viðræðum en hún fagnar samstarfi VR og samflots iðn- og tæknigreina sem kynnt var í gær. „Ég og Ragnar Þór erum í mjög góðu sambandi og ég auðvitað fagna því að VR og iðnaðarmenn hafi ekki látið smala sér inn í þessa rétt sem þarna var reist upp,“ segir Sólveig Anna. Ríkissáttasemjari á í dag samtöl við aðila umrædds samflots, en stefnt er að fundum á morgun.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru í dag séu stefnumarkandi í eðli sínu. Hann segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir við samkomulagið og að viðræðurnar hafi verið flóknar og erfiðar. Hann telur þó báða aðila geta vel við unað. 3. desember 2022 23:08 „Fagnaðarefni að Starfsgreinasambandið hafi brotið ísinn með þessum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld eiga í samræðum varðandi það hvað þau geti lagt af mörkum í kjaraviðræðum. Hún segist vonast til þess að fleiri félög fylgi í kjölfarið nú þegar ísinn hefur verið brotinn. 3. desember 2022 19:41 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sjá meira
Segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru í dag séu stefnumarkandi í eðli sínu. Hann segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir við samkomulagið og að viðræðurnar hafi verið flóknar og erfiðar. Hann telur þó báða aðila geta vel við unað. 3. desember 2022 23:08
„Fagnaðarefni að Starfsgreinasambandið hafi brotið ísinn með þessum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld eiga í samræðum varðandi það hvað þau geti lagt af mörkum í kjaraviðræðum. Hún segist vonast til þess að fleiri félög fylgi í kjölfarið nú þegar ísinn hefur verið brotinn. 3. desember 2022 19:41