Gítarleikari Mötley Crüe lögsækir félaga sína Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. apríl 2023 12:20 Mötley Crüe á meðan allt lék í lyndi. Mars er lengst til vinstri á myndinni. Þá Neil, Lee og Sixx. EPA Mick Mars, gítarleikari þungarokkssveitarinnar Mötley Crüe kærði félaga sína á fimmtudag, 6. apríl. Krefst hann þess að afhent verði öll gögn um fjárhag sveitarinnar. Sakar hann félaga sína um að leyna fjárhagslegum upplýsingum. Mars hefur verið gítarleikari Mötley Crüe frá upphafi en sveitin var stofnuð í Los Angeles árið 1981. Aðrir meðlimir eru söngvarinn Vince Neil, trymbillinn Tommy Lee og bassaleikarinn Nikki Sixx sem Mars beinir spjótum sínum einkum að. Gítarleikarinn er nokkuð eldri en hinir hljómsveitarmeðlimirnir og er hrjáður af hrörnunarsjúkdómi er kallast AS (Ankylosing Spondylitis). Í fyrra var það tilkynnt að Mars gæti ekki lengur túrað með hljómsveitinni. Eigi ekki heimtingu á peningum ef hann túrar ekki Mötley Crüe er þekkt sem ein mesta svallsveit allra tíma. Hefur þessi saga verið sögð í bókinni The Dirt og samnefndri bíómynd sem kom út hjá Netflix árið 2019. Kom þar meðal annars fram að Sixx hafi verið við dauðans dyr vegna heróínnotkunar og að Neil hafi keyrt undir áhrifum og valdið dauða annars manns. Mars telur að verið sé að reyna að þvinga hann út úr hljómsveitinni, sem hann á 25 prósenta hlut í. Hann muni ekki fá nema 5 prósenta hlut í hagnaði komandi túrs og sölu varnings. „Ef þú getur ekki spilað á tónleikum ertu að hætta í hljómsveitinni,“ sagði Sahsa Frid, lögmaður sveitarinnar, eftir að Mars hafði lagt fram málsóknargögnin. „Aðalhlutverk hljómsveitar er að koma fram á tónleikum. Ef hluthafi hættir getur hann ekki fengið neinar bætur frá túrnum, sem er það sem Mick er að reyna að gera. Það er klárt mál að Mick á ekki heimtingu á meiri pening.“ Nikki Sixx hefur einnig brugðist við á samfélagsmiðlum og sakaði lögmenn Mars um að standa bak við málsóknina. „Þetta er sorgardagur fyrir okkur og við eigum þetta ekki skilið fyrir öll þessi ár sem við höfum haldið honum uppi. Við óskum honum samt alls hins besta og vonum að hann finni lögmenn og umboðsmenn sem skaða hann ekki. Við elskum þig Mick!“ Tónlist Hollywood Bandaríkin Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Sjá meira
Mars hefur verið gítarleikari Mötley Crüe frá upphafi en sveitin var stofnuð í Los Angeles árið 1981. Aðrir meðlimir eru söngvarinn Vince Neil, trymbillinn Tommy Lee og bassaleikarinn Nikki Sixx sem Mars beinir spjótum sínum einkum að. Gítarleikarinn er nokkuð eldri en hinir hljómsveitarmeðlimirnir og er hrjáður af hrörnunarsjúkdómi er kallast AS (Ankylosing Spondylitis). Í fyrra var það tilkynnt að Mars gæti ekki lengur túrað með hljómsveitinni. Eigi ekki heimtingu á peningum ef hann túrar ekki Mötley Crüe er þekkt sem ein mesta svallsveit allra tíma. Hefur þessi saga verið sögð í bókinni The Dirt og samnefndri bíómynd sem kom út hjá Netflix árið 2019. Kom þar meðal annars fram að Sixx hafi verið við dauðans dyr vegna heróínnotkunar og að Neil hafi keyrt undir áhrifum og valdið dauða annars manns. Mars telur að verið sé að reyna að þvinga hann út úr hljómsveitinni, sem hann á 25 prósenta hlut í. Hann muni ekki fá nema 5 prósenta hlut í hagnaði komandi túrs og sölu varnings. „Ef þú getur ekki spilað á tónleikum ertu að hætta í hljómsveitinni,“ sagði Sahsa Frid, lögmaður sveitarinnar, eftir að Mars hafði lagt fram málsóknargögnin. „Aðalhlutverk hljómsveitar er að koma fram á tónleikum. Ef hluthafi hættir getur hann ekki fengið neinar bætur frá túrnum, sem er það sem Mick er að reyna að gera. Það er klárt mál að Mick á ekki heimtingu á meiri pening.“ Nikki Sixx hefur einnig brugðist við á samfélagsmiðlum og sakaði lögmenn Mars um að standa bak við málsóknina. „Þetta er sorgardagur fyrir okkur og við eigum þetta ekki skilið fyrir öll þessi ár sem við höfum haldið honum uppi. Við óskum honum samt alls hins besta og vonum að hann finni lögmenn og umboðsmenn sem skaða hann ekki. Við elskum þig Mick!“
Tónlist Hollywood Bandaríkin Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Sjá meira