Fótbolti

Atletico hafði betur í litla Madridarslagnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Radamel Falcao og Jose Gimenez í baráttunni í kvöld.
Radamel Falcao og Jose Gimenez í baráttunni í kvöld. vísir/Getty

Atletico Madrid vann góðan sigur á nágrönnum sínum í Rayo Vallecano í síðasta leik helgarinnar í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Stuttur kafli um miðbik fyrri hálfleiks gerði út um leikinn þegar Nahuel Molina náði forystunni fyrir Atletico á 22.mínútu og nokkrum sekúndum síðar tvöfaldaði Mario Hermoso forystuna fyrir gestina.

Florian Lejeune, varnarmaður Rayo, fékk að líta rauða spjaldið eftir klukkutíma leik en einum færri náðu heimamenn að minnka muninn í 1-2 með marki Fran Garcia á 85.mínútu.

Nær komust heimamenn ekki og 1-2 sigur Atletico Madrid staðreynd.

Atletico er í 3.sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Real Madrid sem er í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×