Íranir setja upp eftirlitsmyndavélar til að fylgjast með konum Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2023 18:07 Írönsk kona lagfærir höfuðslæðu sína. Getty/Morteza Nikoubazl Írönsk yfirvöld hafa komið upp eftirlitsmyndavélum á almenningssvæðum til að bera kennsl á og sekta konur sem nota ekki höfuðslæður. Aðgerðirnar eiga að fækka fjölda þeirra kvenna sem brjóta í bága við ströng lög landsins um höfuðslæðunotkun. Lögregluyfirvöld í Íran greindu frá aðgerðunum í tilkynningu í gær. Þar segir að þær konur sem nást á mynd án höfuðslæðu muni fá „textaskilaboð sem varar þær við afleiðingunum“ eftir að búið er að persónugreina myndefnið. Fjöldi íranskra kvenna hafa sagt skilið við höfuðslæður sínar í mótmælaskyni eftir dauða hinnar 22 ára gömlu Möhsu Amini sem lést í haldi siðgæðislögreglunnar í september á síðasta ári. Hún hafði verið handtekinn fyrir að brjóta í bága við höfuðslæðulög landsins. Þrátt fyrir hörð viðbrögð öryggissveitanna og mikla áhættu á að vera handteknar er enn fjöldi kvenna sem ganga um slæðulausar á almannafæri. Þá hafa myndbönd af slæðulausum konum og árásum á þær hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarna mánuði. Ofbeldi, aftökur og eitranir Eftir dauða Amini brutust út mikil mótmæli í Íran þar sem þúsundir manna flykktust út á götur landsins. Konur í Íran og víða annars staðar um heim tóku af sér höfuðslæðurnar og klipptu á sér hárið í mótmælaskyni. Ung kona klippir á sér hárið í mótmælaskyni.Getty/Sean Gallup Öryggissveitir landsins brugðust við mótmælunum með mikilli hörku og létust margir almennir borgar, þar á meðal fjöldi barna. Einnig voru tugir mótmælenda teknir af lífi fyrir þátttöku sína í mótmælunum. Þá veiktust mörg hundruð stúlkur í skólum landsins eftir mótmælin en talið er víst að það hafi verið eitrað fyrir þeim. Á laugardaginn í síðustu viku bárust fréttir af tugum stúlkna í skólum borgarinnar Ardabil sem veiktust alvarlega eftir að hafa fundið sterkan fnyk og síðan bruna í hálsi. Talið er að það sé nýjasta bylgjan af þessum eitrunum. Eftir írönsku byltinguna 1979 hefur írönskum konum verið skylt samkvæmt lögum að bera höfuðslæðu. Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Æðsti leiðtogi Íran sagður hafa náðað tugþúsundir fanga Æðsti leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khamenei, er sagður hafa náðað tugþúsundir fanga, þar af fjölda sem var handtekinn fyrir að mótmæla gegn stjórnvöldum. Ríkismiðlar segja náðanirnar háðar skilyrðum. 6. febrúar 2023 09:01 Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24 Andlát Amini „óheppilegt atvik“ Lögreglan í Íran segir að dauði 22 ára konu sem lést í haldi lögreglu sé „óheppilegt atvik“. Lögreglan neitar að hafa beitt hana ofbeldi er hún var í haldi og segist hafa gert allt sem hægt var til að bjarga lífi hennar. 20. september 2022 07:56 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Íran greindu frá aðgerðunum í tilkynningu í gær. Þar segir að þær konur sem nást á mynd án höfuðslæðu muni fá „textaskilaboð sem varar þær við afleiðingunum“ eftir að búið er að persónugreina myndefnið. Fjöldi íranskra kvenna hafa sagt skilið við höfuðslæður sínar í mótmælaskyni eftir dauða hinnar 22 ára gömlu Möhsu Amini sem lést í haldi siðgæðislögreglunnar í september á síðasta ári. Hún hafði verið handtekinn fyrir að brjóta í bága við höfuðslæðulög landsins. Þrátt fyrir hörð viðbrögð öryggissveitanna og mikla áhættu á að vera handteknar er enn fjöldi kvenna sem ganga um slæðulausar á almannafæri. Þá hafa myndbönd af slæðulausum konum og árásum á þær hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarna mánuði. Ofbeldi, aftökur og eitranir Eftir dauða Amini brutust út mikil mótmæli í Íran þar sem þúsundir manna flykktust út á götur landsins. Konur í Íran og víða annars staðar um heim tóku af sér höfuðslæðurnar og klipptu á sér hárið í mótmælaskyni. Ung kona klippir á sér hárið í mótmælaskyni.Getty/Sean Gallup Öryggissveitir landsins brugðust við mótmælunum með mikilli hörku og létust margir almennir borgar, þar á meðal fjöldi barna. Einnig voru tugir mótmælenda teknir af lífi fyrir þátttöku sína í mótmælunum. Þá veiktust mörg hundruð stúlkur í skólum landsins eftir mótmælin en talið er víst að það hafi verið eitrað fyrir þeim. Á laugardaginn í síðustu viku bárust fréttir af tugum stúlkna í skólum borgarinnar Ardabil sem veiktust alvarlega eftir að hafa fundið sterkan fnyk og síðan bruna í hálsi. Talið er að það sé nýjasta bylgjan af þessum eitrunum. Eftir írönsku byltinguna 1979 hefur írönskum konum verið skylt samkvæmt lögum að bera höfuðslæðu.
Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Æðsti leiðtogi Íran sagður hafa náðað tugþúsundir fanga Æðsti leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khamenei, er sagður hafa náðað tugþúsundir fanga, þar af fjölda sem var handtekinn fyrir að mótmæla gegn stjórnvöldum. Ríkismiðlar segja náðanirnar háðar skilyrðum. 6. febrúar 2023 09:01 Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24 Andlát Amini „óheppilegt atvik“ Lögreglan í Íran segir að dauði 22 ára konu sem lést í haldi lögreglu sé „óheppilegt atvik“. Lögreglan neitar að hafa beitt hana ofbeldi er hún var í haldi og segist hafa gert allt sem hægt var til að bjarga lífi hennar. 20. september 2022 07:56 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Æðsti leiðtogi Íran sagður hafa náðað tugþúsundir fanga Æðsti leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khamenei, er sagður hafa náðað tugþúsundir fanga, þar af fjölda sem var handtekinn fyrir að mótmæla gegn stjórnvöldum. Ríkismiðlar segja náðanirnar háðar skilyrðum. 6. febrúar 2023 09:01
Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24
Andlát Amini „óheppilegt atvik“ Lögreglan í Íran segir að dauði 22 ára konu sem lést í haldi lögreglu sé „óheppilegt atvik“. Lögreglan neitar að hafa beitt hana ofbeldi er hún var í haldi og segist hafa gert allt sem hægt var til að bjarga lífi hennar. 20. september 2022 07:56