AGF frá Árósum heimsótti Viborg en fjögur stig skildu liðin að í þriðja og fjórða sæti deildarinnar þegar kom að leik dagsins, Viborg í þriðja en AGF því fjórða.
Eitt mark var skorað í leiknum og það gerði Kevin Yakob fyrir gestina í AGF í upphafi síðari hálfleiks.
Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson lék allan leikinn fyrir AGF og nældi sér í gult spjald undir lok leiks.