Innlent

Sigur­laug Bjarna­dóttir er látin

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sigurlaug var landskjörinn Alþingismaður Vestfirðinga frá 1974 til 1978. Hún var í hópi tíu fyrstu kvennanna sem tóku sæti á þingi.
Sigurlaug var landskjörinn Alþingismaður Vestfirðinga frá 1974 til 1978. Hún var í hópi tíu fyrstu kvennanna sem tóku sæti á þingi. Alþingi

Sigurlaug Bjarnadóttir, fyrrverandi þingmaður og kennari, er látin 96 ára að aldri.

Morgunblaðið greinir frá andláti Sigurlaugar, en hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudaginn 5. apríl. 

Sigurlaug var fædd í Vigur í Ísafjarðardjúpi þann 4. júlí árið 1926, yngst sex systkina. Foreldrar hennar voru Bjarni Sigurðsson, bóndi og hreppstjóri í Vigur, og Björg Björnsdóttir húsmóðir. 

Sigurlaug lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1947. Þá kláraði hún BA-próf í ensku og frönsku við Leeds háskóla árið 1951. Í kjölfarið lauk hún framhaldsnámi í frönsku og frönskum bókmenntum við Sorbonne-háskóla á árunum 1951 til 1952. 

Sigurlaug var kennari við Gagnfræðaskóla Akraness á árunum 1947 til 1948. Frá 1952 til 1955 var hún blaðamamaður á Morgunblaðinu, en stundakennari við Verslunarskóla Íslands frá 1952 til 1953, og við Námsflokka Reykjavíkur 1953–1955 og 1956–1958.

Þá var Sigurlaug kennari við Gagnfræðaskóla Austurbæjar í áratug, frá 1956 til 1966, auk þess sem hún sinnti stundakennslu við Málaskólann Mímí 1960 til 1961. Frá árin 1967 var hún kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð.

Hún var borgarfulltrúi í Reykjavík á árunum 1970 til 1974, en tók eftir það sæti á þingi sem landskjörinn Alþingismaður Vestfirðinga. Hún var í hópi tíu fyrstu kvenna sem tóku sæti á þingi. Þar sat hún fyrir Sjálfstæðisflokkinn til 1978. Þá var hún varaþingmaður flokksins á árunum 1980 til 1983. 

Eiginmaður Sigurlaugar var Þorsteinn Óskar Thorarensen. Hann var fæddur 1927 og lést árið 2006. Þau eignuðust þrjú börn, þau Ingunni, Björn og Björgu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×